Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 38

Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 38
FÖSTUDAGUR 4. nóvember 2005 9 ROPE YOGA Bæjarhraun 22 / 220 Hafnarfjörður / 3. hæð Skráning er hafin í síma 555-3536 GSM 695-0089 ropeyoga@internet.is • www.ropeyoga.net stöðin Bæjarhrauni 22 NÝ BYRJENDANÁMSKEIÐ Kennarar: Ósk og Domi Jólatilboð í opna tíma Fimmtán prósenta afmælis- afsláttur fram á laugardag. Verslunin Diza hefur starfað í Ingólfsstrætinu í eitt ár og í tilefni af afmælinu er veittur fimmtán prósenta afmælisaf- sláttur dagana 2.-5. nóvember. Í Dizu má fá bútasaumsefni, prjónagarn, náttfatnað og margt fleira. „Verslunin hefur gengið ljóm- andi vel þetta ár og haustið lofar góðu,“ segir Ásdís Loftsdóttir, eigandi verslunarinnar. „Fólk streymir meira í miðbæinn en var og þeir sem ekki nenna í bæinn fara bara á vefsíðuna hjá mér. Þetta er gamalt og hlý- legt hús og fólk kemur aftur og aftur enda kann það að meta persónulega þjónustu í notalegu umhverfi.“ Afslátturinn er af öllum vörum í búðinni og það er kjörið að láta verða af því að kaupa jólagjafirnar eða bara kaupa sjálfum sér eitthvað til að hafa það notalegt í kuldanum. „Svo erum við alltaf að bæta við okkur fleiri gerðum af garni og efnum, fleiri litum og öllu í þeim dúr,“ segir Ásdís, sem hlakkar til að sjá sem flesta í miðbænum á morgun en þá er síðasti dagur útsölunnar. ■ Diza verður eins árs Í síðustu viku birtist grein um Davíð og Bjarna Hedtoft Reynissyni sem starfa hjá danska ríkissjónvarpinu og gefa Dönum sparnaðarráð í þætti sem heitir Rabatten. Í greininni var ranglega greint frá sýningartíma þáttanna. Réttur sýn- ingartími er á miðvikudögum klukkan 18.30 að íslenskum tíma og endursýn- ingar eru á fimmtudagsmorgnum og föstudagssíðdegi á DR1. LEIÐRÉTTING Meðgöngufataversl- unin Tvö líf í Holt- asmára er með til- boð á fjölbreyttum vörum í verslun sinni. Noppies-ungbarna- fatalína verslunarinn- ar er á fimmtán pró- senta afslætti. Búðin er með tilboð á lang- ermabolum sem fást í tíu litum og afslátt- ur er á meðgöngu- buxum, bundnum peysum og fleiru. Tilboðin gilda föstu- dag og laugardag. ■ Tvö líf með tilboð Meðgönguföt og ungbarnaföt á góðu verði. Ecco er með skótilboð um helg- ina bæði fyrir konur og karla. Skóbúðin Ecco í Kringlunni býður tuttugu prósenta afslátt af golf- skóm. Tilboðið gildir fram á sunnu- dag. Þetta er kjörið tækifæri fyrir golfspilara að endurnýja búnaðinn eða fyrir aðstandendur forfallinna kylfinga að kaupa gott í jólapakk- ann. Skóbúðin Ecco á Laugavegi er með „taxfree“-daga nú um helg- ina. Fimmtán prósenta afsláttur er veittur af öllum vörum, sapri- skóm, stígvélum og kuldaskóm. ■ Skór, skór, skór Ecco golfskór Ásdís Loftsdóttir kaupmaður í versluninni Dizu í Ingólfsstræti sem á árs afmæli um helgina. 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.