Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 79
 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR38 tonlist@frettabladid.is Geggjaðir vinningar! PlayStation2 tölva • SingStar sett • BUZZ sett • SingStar 80´s Kippu af Coca Cola og margt fleira Sendu SMS sk eytið á númerið1900 og þú gætir unnið . BTC SBF Spurningarleikur PlayStation2 Nýjasti SingStar PlayStation2 PlayStation2 V in n in g ar v er ð a af h en ti r h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 49 k r/ sk ey ti ð . 12. hve r vinnur! > popptextinn Sjálfskipaðir bjargvættir og besserwisserar bjóðast til að pródúsera mig. Þeir segjast ganga á vegum Guðs og þannig geti þeir nú loks þekkt aftur sjálfa sig. Orri Harðarson tjáir sig um bransann í laginu Allt í lagi af nýjustu plötu sinni, Trú. 1. DEATH CAB FOR CUTIESOUL MEETS BODY 2 EPECHE MODEPRECIOUS 3. THE DARKNESSONE WAY TICKET 4. OASISTHE IMPORTANCE OF BEING IDLE 5. JEFF WHO?THE GOLDEN AGE 6. THE ZUTONSDON´T EVER (THINK TOO MUCH) 7. FOO FIGHTERSD.O.A. 8. KAISER CHIEFSI PREDICT A RIOT 9. FRANZ FERDINANDDO YOU WANT TO 10. KORN TWISTED TRANSISTOR X-DÓMÍNÓSLISTINN TOPP TÍU LISTI X-FM DEATH CAB FOR CUTIE Indírokksveit- in bandaríska er í toppsæti X-Dómín- óslistans. Ragnheiður Gröndal: After the Rain, Orri Harð- arson: Trú, Brynhildur & the BBQ´s: grrr, Iceland Airwaves ´05, MBC: Drama, Kate Bush: Aerial og Nirvana: Sliver - The Best of Box. „Hún var tilbúin fyrst fyrir ári og átti að koma út fyrir síðustu jól. Þá varð smá sundrung í hljóm- sveitinni,“ segir Dóri sem er for- sprakki NBC ásamt Stjánaheitir- misskildum. Þeir hafa áður verið í hljómsveitunum Bæjarins bestu og Afkvæmum guðanna. „Daginn áður en platan átti að fara í „masteringu“ var ákveðið að henda sumum lögum og gera ný í staðinn. Samt var hellingur af liði að segja að þetta hafi verið í lagi eins og það var. Þegar menn eru búnir að vera svona lengi í þessu vita menn ekki alveg hvað þeir eru búnir að vera með í höndunum. Við höfðum enga tilfinningu fyrir því,“ segir Dóri. NBC tók upp nýja plötu en lítill metnaður var fyrir því verkefni og á endanum var ákveðið að gefa plöt- una út nánast í sinni upprunanlegu mynd. Drama er ein af fáum rapp- plötum á þessu ári sem eru sungnar á íslensku, en fyrir nokkrum árum var fjöldinn allur af íslenskum rappplötum gefinn út. Dóri vill ekki meina að rappið sé í einhverri lægð. „Það vilja margir meina að rappið sé dautt. Það er fjarri lagi. Ég held að það sé ný uppsveifla að koma með nýju „krádi“. Hipster- arnir og Sirkus-liðið er að sjá að það er eitthvað þarna. Það er samt skammarlegt hvað hiphopið hefur ekki náð að festa sig í sessi. Fyrir nokkrum árum komu örugglega út tólf rappdiskar og þá fór markaður- inn til andskotans.“ NBC var stofnuð í bíóferð þegar Dóri og félagar skelltu sér á The Bourne Identity. „Við hugsuðum bara: „Hvaða „bullshit“ er þetta.“ Við ákváðum þá að gera grínlög á ensku undir nafninu No Bull- shit Campaign. Við Stjáni erum í Öryrkjabandalaginu [Afkvæmi guðanna, Bæjarins bestu og Bent og 7Berg] og ákváðum að gera eitt- hvað saman,“ segir Dóri, sem segir NBC vera fyrst og fremst í stríði við allt kjaftæðið. Þeim til aðstoðar á nýju plöt- unni eru taktsmiðurinn Guli drek- inn, sem hefur samið takta fyrir Afkvæmi guðanna, DJ Paranoia, Gísli Galdur, Skurður, Blazem- atic og þeir Kjarri Kamalflos og Blazroca sem „fíra mækinn“ hvor í sínu laginu. „Við erum allir eins og ein stór fjölskylda,“ segir Dóri um félaga sína í Öryrkjabandalag- inu, en nafnið er vísun í það hversu ört þeir yrkja. Útgáfutónleikar vegna plötunnar eru fyrirhugað- ir í næsta mánuði og þá mun allt Öryrkjabandalagið stíga á svið og sýna öllum að rappið er síður en svo dautt úr öllum æðum. freyr@frettabladid.is MYND/HARI NBC Rappararnir Dóri DNA (til vinstri) og Stjániheitirmisskilinn eru forsprakkar NBC. Í stríði við allt kjaftæðið Fyrsta plata rappsveitarinnar NBC, eða No Bullshit Campaign, er komin út. Platan heitir Drama og er vísun í það brölt sem einkenndi gerð hennar. Sálin: Undir þínum áhrifum „Undir þínum áhrifum er fín Sálarplata. Lögin eru flest létt og grípandi og það er alveg ljóst að Sálin hefur ekki sungið sitt síðasta.“ FB > Plata vikunnar SÁLIN HANS JÓNS MÍNS. UNDIR ÞÍNUM ÁHRIFUM. Tónlistarmaðurinn Morrissey er þessa dagana í Róm að ljúka hljóðblöndun á nýjustu plötu sinni ásamt upptökustjóranum Tony Visconti. Platan á að heita Ringleader of the Tormentors og er væntanleg í mars á næsta ári. „Lagasmíðar hans hafa ekki aðeins breyst heldur hefur hann líka bætt raddsvið sitt og samið fleiri melódíur en áður,“ sagði Visconti, sem hefur unnið mikið með David Bowie í gegnum tíðina. Síðasta plata Morrissey, You Are the Quarry, kom út á síðasta ári og fékk prýðilegar viðtökur. Ný plata í mars Tónlistarmaðurinn Moby hætti að taka e-töflur af ótta við að eiturlyfið myndi skemma í honum heilann. Moby prófaði töflurnar undir lok tíunda áratugarins til að komast að því hvers vegna aðdáend- ur hans notuðu þær. „Eftir að hafa tekið þær nokkrum sinnum skildi ég hvers vegna þær voru svona vinsælar. Ég fór út að dansa með vinum mínum og skemmti mér vel en ég vil ekki verða algjör aumingi þegar ég verð sextugur,“ sagði hann. Hættur að nota e-töflur Ms Dynamite: Judgement Day „Ms. Dynamite rýfur þriggja ára þögn en sprengi- efnið virðist vera blautt. Hún hefði betur tekið sér enn lengri tíma því þessi plata er hvorki nægilega beitt, grípandi né skemmtileg.“ BÖS Khonnor: Handwriting „Khonnor er ungur svefnherbergisdúllari sem hefur með frumraun sinni náð að beina athygli grúskara aftur að sveimrokki. Djúpstæð og falleg tónlist sem festist í undirmeðvitundinni.“ BÖS Kent: Du & Jag Döden Sænska sveitin Kent er gjörsamlega búin að missa þann neista sem kom henni á kortið fyrir átta árum síðan. Kominn tími til þess að leggja árar í bát.“ BÖS Sugababes: Taller in More Ways „Fjórða breiðskífa Sugababes gerir það sem hún á að gera hvað slagara varðar, en lítið meira og skilur því lítið eftir sig. Góðærið er búið, ég spái sólóferlum bráðlega.“ BÖS SMS UM NÝJUSTU PLÖTURNAR > Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Þorsteinn Einarsson, söngvari reggísveitarinnar Hjálma, spilaði á dögunum á gítar með KK og hljómsveitinni The Lucky One á tónleikum í Kína. Af þeim sökum spiluðu Hjálmar á Iceland Airwaves án forsprakka síns en náðu engu að síður að halda uppi góðri stemningu. Þorsteinn segir að dvölin í Kína hafi verið mjög skemmtileg. „Við fengum mjög góðar viðtökur og það var vel tekið á móti okkur. Það var skemmtilegt að koma til Kína,“ segir Þorsteinn. „Við vorum í viku og skoðuðum m.a. safn og fórum á markaði. Þetta var allt skemmtilegt.“ The Lucky One spilaði á fernum tónleikum í ferðinni, þar af einum stuttum. Sungu áhorfendur með og virtust kunna nokkur af lögum sveitarinnar, þar á meðal The Lucky One. Þorsteinn segist hafa haft samband við KK að fyrra bragði um að þeir skyldu vinna saman. „Við sátum saman í bíl minnir mig og ákváðum að gera eitthvað. Fyrst héldum við tónleika saman Hjálmar og KK tvisvar sinnum og svo í framhaldinu hef ég spilað með þeim nokkrum sinnum.“ Þorsteinn ber KK vel söguna. „Hann er alveg frábær persóna og tónlistarmaður. Stórkostlegur og margbrotinn.“ Útgáfutónleikar Hjálma vegna nýjustu plötu þeirra verða haldnir á Flúðum 11. nóvember og hlakkar Þorsteinn mikið til, enda gaman að vera á Flúðum. ÞORSTEINN EINARSSON Söngvari Hjálma spilar í hjáverkum á gítar með KK og hljómsveit hans The Lucky One. Allt skemmtilegt í Kína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.