Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 43
4 ■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Tonny segir að til þess að stýra valtara þurfi hefðbundið vinnu- vélapróf. „Það er ekki erfitt að stýra valtara en það er hins vegar nákvæmnisvinna,“ segir hann. Tonny segir að ná þurfi ákveðnum styrkleika í þrýstinginn og að mælitæki inni í valtaranum segi til um hversu mikill hann sé. „Þetta er nákvæmnisvinna sem þarf að vinna hægt, það þýðir ekkert að flýta sér við þetta. Svo þarf maður líka að passa sig á því að keyra ekki út af. Oft er maður að valta svæði þar sem eru lægri svæði sitt hvoru megin og þá er auðveldlega hægt að fara út af.“ Tonny segir það mjög létt að stýra völturum enda séu þeir með vökvastýri. „Sætin eru þannig að það er hægt að snúa þeim í hring svo maður getur snúið sér við þegar maður er að keyra valtarann aftur á bak. Svo er rúðuþurrka á aftur- glugganum líka. Þetta er bara mjög þægilegt og það er auðveldlega hægt að keyra valtarann afturábak og áfram,“ segir hann. Tonny segir að valtarar séu mest notaðir til þess að slétta götur en svo séu þeir líka mikið notaðir til þess að slétta húsgrunna. „Valtar- arnir eru mjög mikið notaðir í grunna hjá okkur.“ Tonny segir að honum finnist skemmtilegt að vinna á valtara. „Auðvitað finnst mörgu fólki allir hlutir leiðinlegir en það er skemmti- legt þegar maður hefur lokið góðu verki. Mér finnst skemmtilegt þegar ég er búinn með eitthvað og ég sé að það lítur fallega út.“                            Til sölu rafstöð Til sölu er Caterpillar generator sett. Model 3306, 140kw, 60kHz. Selst ódýrt! Upplýsingar: Optimar Ísland ehf. Símik 587 1300 VÖRUBÍLAVARAHLUTIR SCANIA, VOLVO OG MAN G.T. ÓSKARSSON EHF VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 www.islandia.is/scania RAFSTÝRÐAR YFIRBREIÐSLUR FYRIR VÖRUBÍLA, VAGNA OG GÁMA G.T. ÓSKARSSON EHF VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 www.islandia.is/scania Tonny segir að það sé ekki erfitt að stýra valtara. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Gaman að ljúka góðu verki Tonny Espersen hjá Verktökum Magna ehf. þarf stundum að vinna á valtara. Hann segir að það sé mikil nákvæmnisvinna en geti líka verið mjög skemmtilegt. Starfsmenn Vélfangs ehf. ætla sér að vera virkir þáttakendur á vinnuvéla- markaði. Vélfang ehf. er ungt fyrirtæki, stofnað í mars 2004. Það hefur hingað til einbeitt sér að mestu leyti að sölu á landbúnaðarvélum en ætlar sér nú aukna hluti á vinnuvélamarkaði. Vélfang er með umboð fyrir vinnuvélar frá Terex, sem er ört stækkandi merki á þeim markaði og hefur sameinað mörg vörumerki undir formerkinu Terex. Vélfang ætlar sér að breikka vöru- úrval sitt í vinnuvélum og styrkja þjónustu við vélarnar. ,,Fram undan eru nokkuð spennandi tímar, þar sem Terex hefur verið í smærri einingum og það verður gaman að sjá þá sam- eina söluna smátt og smátt. Það verður einnig spennandi verkefni hjá okkur að keyra þetta upp hér á landi, því með einu merki, einum lit og einu nafni er einfaldara og betra að sækja fram á markaðnum. Nú munum við fljótlega bæta við mannskap í söludeild og ætlum okkur að vera virkir þátttakendur á vinnuvélamarkaðnum,“ segir Eyjólfur P. Pálmason, einn stofn- enda Vélfangs. Viðtökurnar hafa verið framar vonum, segir Eyjólfur ,og viðskiptavinir virðast mjög ánægðir með notkun á vinnuvél- unum, varahluti og þjónustu. Terex-samsteypan er sí- stækkandi fyrirtæki og er nú þegar orðin þriðji stærsti vinnuvélafram- leiðandi í heiminum. Hún fram- leiðir í yfir fimmtíu verksmiðjum og framleiðslan er seld í um hundrað löndum. Frá árinu 2002 hefur Terex yfirtekið þekkt merki sem kunnugir ættu að kannast við s.s. Atlas, Fermec, Benford og Schaeff. Með þessum merkjum og fleirum hefur Terex-samsteypan í framleiðslu mjög fjölbreytt úrval af vélum, í raun allt frá hand- verkfærum og upp í gríðarstórar beltagröfur. Eyjólfur P. Pálmason er einn stofnandi Vélfangs. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Ætla sér stóra hluti á vinnuvélamarkaðnum550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 04-05 vinnuvélar lesið 3.11.2005 15:51 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.