Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 87
46 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Varnarmaðurinn Ólafur Örn Bjarnason hjá norska úrvalsdeildarliðinu er allur að koma til eftir að hafa verið frá síðan um miðjan ágúst vegna meiðsla í hné. Brjóskið í hnénu var skemmt og fór Ólafur Örn í speglun á laugardeginum eftir landsleik Íslands og S-Afríku sem fram fór 17. ágúst sl. „Þá var ég búinn að vera slæmur í nokkrar vikur og það bara kom að því að það þurfti að gera eitthvað. Ég er orðinn góður núna og hef verið það í einhverjar tvær vikur en þetta tók len- gri tíma en búist var við,“ segir Ólafur Örn sem náði ekkert að koma við sögu í síðustu leikjum Brann á tímabilinu. „Það var ekki svo mikið undir svo að það var ákveðið að taka enga áhættu með mig, auk þess sem liðið var að spila ágætlega. En ég hefði nú alveg getað spilað í síðustu leikjun- um.“ Ólafur Örn segir að tíminn á hliðarlínunni hafi verið erfiður, sér- staklega þar sem hann hafi aldrei lent í jafn alvarlegum m e i ð s l u m áður á sínum ferli. „Ég hef aldr- ei misst svona mikið úr áður. Fyrstu þrjár vikurnar voru einstaklega erfiðar því þá gat ég hvorki hlaupið né hjól- að,“ segir Ólafur sem ætlar sér að koma sterkur til baka á næstu leiktíð. „Við förum ekki í frí fyrr en í desember og ég býst við því að vera að hlaupa og lyfta á fullu í nóvem- ber,“ segir Ólafur sem á eitt ár eftir af samn- ingi sínum við Brann en kveðst lítið hugsa um það. „Nú vonast ég bara til að ná að halda mér heilum. Það skiptir öllu máli.“ KNATTSPYRNUMAÐURINN ÓLAFUR ÖRN BJARNASON: BÚINN AÐ NÁ SÉR AF ERFIÐUM MEIÐSLUM Hef aldrei misst svona mikið úr FÓTBOLTI „Það er ljóst að koma Þórðar er gríðarlegur fengur fyrir félagið. Við erum að byggja upp nýtt lið og það er mjög mikilvægt að fá leikmann eins og Þórð í þá uppbyggingu. Hann býr yfir mikilli reynslu sem mun skila sér til ann- arra leikmanna,“ sagði Ólafur Þórð- arson, þjálfari ÍA, við Fréttablaðið í gær en skömmu áður hafði Þórður Guðjónsson skrifað formlega undir þriggja ára samning við félagið. Þórður snýr þar með aftur á heima- slóðir, en það var fyrir þrettán árum sem Þórður spilaði síðast hér á landi – þá í frábæru liði ÍA þar sem Ólafur var samherji hans. „Já, ég þekki af eigin raun hversu frábær leikmaður hann er,“ segir Ólafur en þá spilaði Þórður sem fremsti maður og endaði tíma- bilið sem markakóngur. Spurður um hvort Þórður muni spila aftur í þeirri stöðu næsta sumar, gefur Ólafur fá svör. „Auðvitað er ég aðeins byrjaður að velta þessu fyrir mér en það er ekkert ákveð- ið. Hann er mjög fjölhæfur en ég á þó von á því að hann verði framar- lega á vellinum,“ segir hann. Þórður segir sjálfur að sér líði best fyrir aftan framherjana og neitar því ekki að það sé hans óskastaða. „En það skiptir svo sem ekki öllu máli. Ég spila þar sem þjálfarinn segir mér að spila,“ segir Þórður. Brotthvarf Gunnlaugs Jónsson- ar til KR fyrir skemmstu þýðir að staða fyrirliða hjá ÍA er á lausu. Þykir Þórður koma sterklega til greina í það hlutverk, sem einn elsti og reynslumesti leikmaður liðsins. „Ég hef ekki ákveðið það ennþá en Þórður er einn af nokkrum sem koma til greina,“ segir þjálfarinn Ólafur. Spurður hvort ÍA hafi með kaupunum á Þórði lokið sér af á leikmannamarkaðnum segir Ólaf- ur að svo kunni ekki að vera. „Við höfum misst Sigurð Ragnar [Eyj- ólfsson] og vantar tilfinnanlega mann til að styrkja okkur fremst á vellinum. En það kemur í ljós þegar nær dregur tímabilinu. Það kemur til greina að leita erlendis að liðstyrk,“ segir Ólafur. vignir@frettabladid.is Gríðarlegur fengur fyrir félagið Þórður Guðjónsson skrifaði formlega undir þriggja ára samning við ÍA í gær. Þórð langar helst að spila fyrir aftan framherjana og er þjálfarinn Ólafur Þórðarson líklegur til að uppfylla þá ósk hans. ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Segir komu Þórðar vera gríðarlega mikilvæga fyrir það starf sem verið er að vinna uppi á Skipaskaga. SKRIFAÐ UNDIR Þórður Guðjónsson sést hér skrifa undir þriggja ára samning við ÍA í gær. Eiríkur Guðmundsson, formaður meistaraflokksráðs ÍA, fylgist vel með. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Birgir Leifur í 46.-52. sæti Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, er sem fyrr á einu höggi yfir pari á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer á Spáni. Skilar sá árangur honum í 46. -52. sæti en fremsti maður er á 11 höggum undir pari. > Olga Færseth í KR Lið KR í kvennafótboltan- um hefur fengið mikinn liðstyrk fyrir komandi leiktíð því markahrók- urinn Olga Færseth hefur gengið til liðs við Vesturbæj- arliðið. Olga er þriðji leikmað- urinn sem skrifar undir samning við KR í haust en fyrir höfðu þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Pálína Braga- dóttir samið við félagið. Allar léku þær þrjár með ÍBV á síðustu leiktíð. FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið metur ástandið í deilu Jose Mourinho, stjóra Chelsea, og Ars- ene Wengers, stjóra Arsenal, svo alvarlegt að það hefur ákveðið að skipta sér af deilunni. Haft hefur verið samband við yfirmenn knattspyrnumála hjá báðum félögum og þeir látnir vita af því að láti stjórarnir ekki af þessari hegðun muni þeir verða kærðir fyrir að draga íþróttina niður í svaðið. „Þessir menn bera mikla ábyrgð og það er ekki ásættan- legt að þeir séu að munnhöggv- ast í fjölmiðlum dag eftir dag. Ég ætlast ekki til þess að þeir takist í hendur heldur að þeir láti hér við sitja,“ sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins. - hbg Deila Arsene Wengers og Jose Mourinho: Hættið eða þið verið kærðir JOSE MOURINHO Má ekki skjóta meira á Wenger. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Arsene Wenger, stjóri Arsenal, réðst harkalega að bresk- um fjölmiðlamönnum í gær og ásakaði þá um að hafa rangt eftir sér og þar með kveikja enn frek- ar í deilu hans og Jose Mourinho, stjóra Chelsea. „Þið verðið að hlusta á það sem ég segi og ekki skrifa það sem ég sagði aldrei. Sagði ég einhvern tímann að hann [Mourinho] væri heimskur? Ýjaði ég að því? Þið verðið að virða það sem ég segi og ekki skrifa það sem þið haldið að ég hafi sagt,“ sagði Wenger foxill- ur á blaðamannafundi í gær. „Ég veit nákvæmlega hvað ég sagði. Ég hef séð sumt af því sem var haft eftir mér og það er einfald- lega ekki rétt.“ Wenger notaði vissulega orðið heimskur en sagði þó aldrei beint að Mourinho væri heimskur: „Þegar heimskt fólk verður far- sælt verður það oft heimskara en ekki gáfaðra,“ sagði Wenger á þessum fræga fundi. Hann taldi þessi orð sín tekin úr samhengi en það skilja ekki allir. - hbg Arsene Wenger, stjóri Arsenal, kvartar yfir fjölmiðlum: Ég sagði aldrei að Jose Mourinho væri heimskur ARSENE WENGER Stendur í stríði við Chelsea og breska fjölmiðla. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI David Beckham, enski landsliðsmaðurinn hjá Real Madrid, segir að lið sitt geti vel unnið meistaradeild Evrópu. Real tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar á þriðjudag með því að sigra Rosenborg nokkuð sann- færandi, þrátt fyrir að vera án fjölmargra lykilmanna. „Þegar ég vann meistaradeild- ina með Man. Utd árið 1999 vorum við með frábært lið og þá skipti ekki máli þótt fastamenn vantaði. Mér finnst það sama vera uppi á teningnum hjá Real Madrid í dag. Við leikmennirnir erum mjög samheldnir og getum vel verið án lykilmanna,“ segir Beckham en í leiknum á þriðjudag vantaði Ron- aldo, Zinedine Zidane, Julio Bab- tista, Thomas Gravesen og Ivan Helguera. - vig David Beckham: Real getur orðið meistari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.