Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 20
 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Bílastæði í miðbænum eru víða færri en svo að þau anni eftir- spurn á álagstíma. Stöðumæla- sektir koma hins vegar í veg fyrir að fólk leggi í þessi stæði og séu þar allan daginn með bíla sína, enda er sektarupphæðin svo há að flesta munar verulega um hana. Ef sektir eiga líka að koma í veg fyrir að kaupréttaraðall fjármálaheimsins misnoti þessi stöðumælastæði, væri þá ráð að láta þá borga fjögurhundruð falda sekt, þar sem nærri liggur að ábatasamasti kaupréttarsamning- urinn hjá KB banka í vikunni hafi náð 400-földum launum banka- gjaldkera? Varla, enda hefur lengi verið sátt um að glæpur sé glæpur sama hver framdi hann. Tiltekinn glæp- ur eða lögbrot kalli þá í öllum aðal- atriðum á sömu eða svipaða refs- ingu óháð því hver framdi hann. Þetta heitir einfaldlega jafnrétti gagnvart lögum og er eitt af marg- rómuðum grundvallarréttindum borgaralegs lýðræðis. Nú hefur einn færasti lögmað- ur landsins í málum sem varða mörk tjáningarfrelsis og einkalífs fólks, Sigríður Rut Júlíusdóttir, lagt fram stefnu á hendur viku- blaðinu Hér og nú og útgáfufélag- inu 365 miðlum vegna umfjöllun- ar blaðsins um Bubba Morthens síðastliðið sumar. Kröfur Bubba hljóða upp á að fyrirsögn blaðsins, „Bubbi fallinn“, verði dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann fái tuttugu milljónir í miskabætur. Í sjálfu sér er ekki nema eðlilegt að Bubbi geri athugasemdir við fyrirsögnina, sem er villandi og hugsanlega meiðandi fyrir hann sem forvarnarpostula á samningi hjá stórfyrirtækjum. Hins vegar er fróðlegt og raunar nokkuð undrunarefni að sjá hvernig lög- maðurinn hefur rökstutt kröfuna um miskabætur til handa Bubba. Hann bendir á að þeir sem standa að útgáfunni 365 miðlum séu stöndugir aðilar og þá muni ekki muna um að greiða lágar sektir, t.d. „einhvern 50 þúsund kall!“ Lögmaðurinn virðist telja 400- földun meira við hæfi, eða tuttugu milljónir. Mikilvægt sé að útgef- endur svíði undan sektinni, enda snúist málið um „að fjölmiðlar hugsi sig um tvisvar áður en þeir birta umfjöllun af þessu tagi ef þeir eiga á hættu að vera dæmdir til að greiða umtalsverðar bætur,“ eins og þetta var orðað í frétt á ruv.is. Miskabæturnar eiga þann- ig ekki að bæta Bubba hans miska eins og tíðkast hefur hér á landi um svona hluti, heldur eiga þær að verða eins konar refsibætur og siðferðilegur yfirritstjóri fyrir stöndug útgáfufyrirtæki - líkara því sem stundum tíðkast í Amer- íku. Það er mjög þarft að fá prófmál fyrir dómstólum til að skilgreina betur hvar markalínan liggur milli einkalífs og tjáningarfrelsis fjölmiðlanna, ekki síst eftir hinn margfræga Karólínudóm Mann- réttindadómstóls Evrópu þar sem einkalífinu var gefið umtalsvert svigrúm. Gallinn er hins vegar sá að þetta dæmi er ekki sérstak- lega vel fallið til þess að skera úr um hvar þessi lína liggur, nema að því er varðar myndatöku af Bubba og myndbirtingu án hans vitundar og samþykkis. Umrædd fyrirsögn er einfaldlega röng eða í besta falli afar villandi. Hún er þó fyrst og fremst smekklaus, en dómstólar geta ekki verið að dæma mikið um smekkleysi. Hins vegar þarf ekkert prófmál um hvort eðlilegt sé að birta vill- andi eða ranga hluti í fjölmiðlum. Allir eru sammála um að slíkt gera menn ekki líka DV og Hér og nú þó menn hafi þar þumbast við í þessu máli. Engu að síður verð- ur ýmislegt hægt að lesa út úr þessum málaferlum, ef þau verða þá rekin á þeirri forsendu að um einhvers konar tilefnislausa inn- rás í einkalíf Bubba hafi verið að ræða. Þar er það myndbirtingin sem er áhugaverðust í ljósi Kar- ólínudómsins. Rökstuðningurinn fyrir miska- bótunum gæti þó drepið þessu máli verulega á dreif, því þar er í raun verið að segja að aðrar og þungbærari reglur eigi að gilda um stönduga útgefendur en aðra útgefendur - allt til þess að þeir læri einhverja lexíu. Með því að ögra jafnræðisreglunni með þess- um hætti eru Bubbi og lögmaður hans komin út á hálan ís, enda er eðlilegasti mælikvarðinn á upp- hæð miskabóta stærð miskans, sem verið er að bæta. Sá miski er mældur í þeim ímyndarskaða sem Bubbi kann að hafa orðið fyrir sem forvarnarfyrirmynd og einhverju mati á óefnislegum óþægindum fyrir sálarlíf hans sjálfs. Eðlilegast er að láta mæl- ingu á þessum miska ráðast af útbreiðslu og áhrifum Hér og nú, en ekki af greiðslugetu þei- rra sem standa að baki útgáfu- félaginu. Þetta er einföld miska- bótakrafa, og kallar ekki á þann siðbótartón sem fylgir með í rök- stuðningi stefnunnar. Telji menn þörf á slíkum tóni á hann að heyr- ast hjá löggjafanum, samtökum fjölmiðlafólks og hinum almenna pólitíska umræðuvettvangi - ekki í réttarsalnum. ■ Siðbót eða miskabót? Fréttir á ensku Viðskiptaumsvif Íslendinga utanlands hafa vakið áhuga á fréttum - og jafnvel slúðri - um íslensku útrásarmennina. Sem stendur flytur aðeins einn aðili fréttir af íslenskum mönnum og málefn- um á ensku á netinu. Það er fyrirtækið Heimur (útgefandi Frjálsrar verslunar og fleiri rita) en það heldur úti fréttavefnum IcelandRevi- ew.com. Þetta er orðinn öflugur vefur sem er reglulega uppfærður með nýjum fréttum sem birtast í íslensk- um blöðum og netmiðlum. Vefurinn, einn íslenskra fjölmiðla, er tengdur við öflugasta fréttakerfi heims, Google News, og getur sem slíkur haft mikil áhrif á vitneskju manna og skoðanir á mönnum og málefnum á Íslandi. Staksteinar heimsfrægir? Aðalmaðurinn á bak við Heim og fréttavefinn er Benedikt Jóhannesson, af Engeyjarætt. Hann var stjórnarfor- maður Eimskipafélagsins og Skeljungs þegar veldi Kolkrabbans hrundi á sínum tíma og hefur mjög ákveðnar skoðanir á stjórnmálum og viðskiptum eins og lesa má í skemmtilegum pistlum hans á vefsetrinu heimur.is. Ekki fer á milli mála hvar Benedikt stendur í stríði viðskiptablokkanna. Kannski eru skoðanir hans smitandi á starfs- menn IcelandReview.com. Annað eins getur gerst á bestu bæjum! Að minnsta kosti vekur athygli að farið er að vitna í Staksteina Morgunblaðsins á þessum fréttavef. Prófið að slá Staksteinum upp í Google News. Kannski eiga Staksteinar eftir að verða heimsfrægir? Nógir peningar ef... Í nýútkomnu Mannlífi er vitnað í væntanlega bók um Jón Ólafsson athafnamann. Í bókinni er sögð saga af endurskoðanda sem hitti „yfirmann skattrannsókna“ í gleðskap. Trúði hann endurskoðandanum fyrir því að embætti sitt, sem alltaf væri í fjársvelti, gæti fengið „tvisvar sinnum tuttugu milljón króna aukafjárveitingu ef það myndi snúa sér að Jóni Ólafssyni og Baugs- mönnum samkvæmt loforði forsætisráðherr- ans.“ Ja, hérna. Nú verður fróðlegt að fylgjast með því hvort þetta verði þýtt á ensku og sett á fréttavef- inn IcelandRevi- ew.com. gm@frettabladid.is Í DAG BUBBI MORTHENS OG HÉR OG NÚ BIRGIR GUÐMUNDSSON Þetta er einföld miska- bótakrafa, og kallar ekki á þann siðbótartón sem fylgir með í rökstuðningi stefnunnar. Telji menn þörf á slíkum tóni á hann að heyrast hjá löggjafan- um, samtökum fjölmiðlafólks og hinum almenna pólitíska umræðuvettvangi - ekki í rétt- arsalnum. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG ER OPINN ALLA DAGA FRÁ KL. 8–22. Breyttur afgreiðslutími í Skaftahlíð 24 F í t o n / S Í A F I 0 1 4 4 1 6 Virka daga kl. 8–18. Helgar kl. 11–16. Átök á vinnumarkaði virðast handan við hornið. Í yfirlýsingu frá fundi miðstjórnar ASÍ sem haldinn var á miðvikudag kemur fram að hún telji einsýnt „að til uppsagnar kjarasamninga muni koma að óbreyttu og því mikilvægt að aðildarfélögin verði undir það búin að segja upp kjara- samningum, ef á það reynir.“ Í frétt á forsíðu blaðsins í dag kemur fram að Samtök atvinnulífsins hafi hafnað tillögu Alþýðusambands Íslands um tveggja prósenta launahækkun sem ætlað er að mæta þeim tveggja prósenta mun sem er á verðbólguforsendum kjarasamninga og þeirri verðbólgu sem nú er. Tillaga Alþýðusambandsins var lögð fram í viðræðum forsendunefndar þar sem fulltrúar beggja aðila sitja og eru sammála um að forsendur samninga séu brostnar. Í fréttinni kemur einnig fram að Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, telji að, að óbreyttu megi búast við uppsögn kjarasamninga eftir rúman mánuð, eða 10. desember. „Við höfum talið að þar sem markmið Seðlabankans og forsendur kjarasamninga gera ráð fyrir 2,5 prósenta verðbólgu en verðbólgan er í raun 4,5 prósent sé það nokkuð klárt hver munurinn er,“ segir framkvæmdastjóri ASÍ, Hjá Samtökum atvinnulífsins eru menn þó á öðru máli. Ari Edwald framkvæmdastjóri SA vill líta á ástæður verðbólgunnar og til þess að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. „Það er alls ekki sanngjarnt, þegar horft er til eðlis verðbólgunnar, að afgreiða verðbólguna sem frádrátt frá kaupmætti almennings. Þrír fjórðu hennar eru vegna fasteigna- verðs, en einnig vegna aukinnar neyslu og betri lífsgæða,“ segir Ari en útilokar þó ekki að samið verði um launahækkanir þótt ekki verði þær í líkingu við það sem ASÍ fer fram á. „Þetta snýst um kostnaðinn fyrir atvinnulífið. Það er alveg ljóst að svigrúmið til breytinga er ekki af þeirri stærðargráðu sem þarna er slegið fram. Slík nálgun fæli að auki í sér afturhvarf til víxlhækkunar launa og verðlags,“ segir Ari og kveður þar við kunnuglegan tón úr herbúðum atvinnurekenda. „Það væri hins vegar mjög slæmt fyrir almenning í landinu ef samningar næðust ekki og yrði með því brugðið frá þeirri sátt sem hefur verið í landinu um árabil og ekki víst að næðist saman um langan tíma aftur.“ Gylfi Arnbjörnsson bendir á öðrum stað í Fréttablaðinu á þá stað- reynd að viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar sé að verja þá kaup- máttaraukningu sem félagsmenn ASÍ hafa. „Deilan snýst ekki um hvort kaupmáttur sé ekki hár heldur hvort hann eigi að lækka. Kjarasamn- ingar gerðu ráð fyrir því að kaupmáttur héldi áfram að hækka,“ segir Gylfi. Ábyrgð aðila vinnumarkaðarins er mikil og vissulega er það hlut- verk hvors aðila um sig að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Sé það hins vegar svo að forsendur kjarasamninga eru brostnar hlýtur að þurfa að endurskoða þá í samræmi við það, óháð því hvað veldur munin- um á þeirri verðbólgu sem forsendur gera ráð fyrir og þeirri verðbólgu sem ríkir í raun. Stöðugleiki á vinnumarkaði skiptir gríðarlegu máli fyrir allan almenning í landinu og fyrirtækin líka. Samtök atvinnulífsins og Alþýðu- samband Íslands gegna lykilhlutverki í að viðhalda þeim stöðugleika. ■ SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Í forsendum kjarasamninga ASÍ og SA er gert ráð fyrir 2,5% verðbólgu. Verðbólga mælist nú 4,5%. Brostnar forsend- ur kjarasamninga „Sé það hins vegar svo að forsendur kjarasamninga eru brostnar hlýtur að þurfa að endurskoða þá í samræmi við það, óháð því hvað veldur muninum á þeirri verðbólgu sem forsendur gera ráð fyrir og þeirri verðbólgu sem ríkir í raun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.