Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 10
 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR BRETLAND Dómgreindarskortur er sú einkunn sem bresku blöðin gefa Tony Blair, forsætisráðherra sínum, í leiðurum í gær fyrir að hafa stutt David Blunkett nánast gagnrýnislaust þrátt fyrir augljós mistök þess fyrrnefnda. Miðvikudagurinn er án efa einn sá erfiðasti sem Tony Blair hefur gengið í gegnum á átta ára langri forsætisráðherratíð sinni. Einn dyggasti stuðningsmaður hans, David Blunkett, ráðherra atvinnu- og lífeyrismála, sagði af sér embætti eftir að upp komst að hann hafði vanrækt að greina þingnefnd frá tekjum sínum og hagsmunatengslum frá því fyrir kosningarnar í vor. Til að bæta gráu ofan á svart munaði svo minnstu að neðri deild þingsins næði að fella mikilvægt stjórnar- frumvarp um varnir gegn hryðju- verkum. Allt fram á síðustu stundu hvatti Blair vin sinn til að sitja í ráðherrastól sínum enda þótt gagnrýnin á Blunkett ykist úr öllum áttum. Eftir að hann til- kynnti svo afsögn sína kom í ljós að honum hafði einnig láðst þar til á þriðjudaginn, þegar málið var komið í hámæli, að greina frá aukatekjum sem hann hafði haft af ræðuhöldum og tengdum uppákomum upp á ríflega 2,5 milljónir króna. Síðar um daginn samþykkti neðri deildin með aðeins eins atkvæðis mun útþynnt frumvarp Charles Clarke innanríkisráðherra um bann við „vegsömun“ hryðju- verka eftir að Clarke neyddist til að draga til baka umdeild ákvæði þess um að heimilt væri að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í allt að níutíu daga án ákæru. Bresku blöðin fjalla um vand- ræði Blairs í forystugreinum sínum í gær. Lundúnablaðið Times gagnrýnir forsætisráðherrann fyrir að hafa tekið á afsögn Blunketts fyrir ellefu mánuðum af léttúð og sýnt dómgreindar- skort þegar hann skipaði vin sinn svo aftur í embætti ráðherra í vor. „Það er umhugsunarefni hvers vegna Blair sýndi þessa hegðun. Ef til vill var hann blindaður af vinarþeli í garð náins samstarfs- manns, sem er lofsverður eigin- leiki í fari manneskju en ekki for- sætisráðherra.“ Daily Telegraph, sem er hallt undir Íhaldsflokkinn, rifjar upp þegar Peter Mandelson, annar náinn samstarfsmaður Blairs, varð í tvígang á árunum 1998-99 að segja af sér ráðherraembætti vegna fjármálaóreiðu. „Allir leið- togar geta gert mistök þegar þeir velja sér samstarfsmenn. Blair á hinn bóginn virðist ekki geta eða vilja læra af þeim mistökum sem hann gerir, annaðhvort vegna hroka eða barnaskapar.“ Nick Robinson, ritstjóri stjórn- málafrétta BBC segir „ekki sér- staklega heilsusamlegt í pólitísku tilliti að tengjast forsætisráðherr- anum þessa dagana,“ og leiðara- höfundur dagblaðsins Guardian, eins tryggasta bakhjarls Verka- mannaflokksins, segir að „allir forsætisráðherrar missi trúð- verðugleika sinn að lokum. Þessi er í alvarlegum vandræðum.“ sveinng@frettabladid.is Svartur dagur hjá Tony Blair Afsögn Davids Blunkett í fyrradag er talin hafa skaðað Tony Blair. Leiðarahöfundar bresku blað- anna létu forsætisráðherrann hafa það óþvegið í gær. HEFUR BEÐIÐ HNEKKI Tony Blair sætir gagnrýni úr öllum áttum fyrir að vanmeta hversu alvarleg mistök vinur hans David Blunkett gerði sem síðan leiddu til afsagnar hans. NORDICPHOTOS/AFP FUGLAFLENSA Talið er að fugla- flensu af H5N1-stofni sé að finna í Ungverjalandi en svanur sem flaug þaðan til Króatíu á dögunum var smitaður af veikinni. Þetta kom fram í yfirlýsingu land- búnaðarráðherra Króatíu sem AP- fréttastofan greindi frá. Svæðið sem svanurinn fannst á var sótthreinsað í kjölfarið og öllu fiðurfé á bæjum í nágrenn- inu slátrað. Þetta stökkbreytta afbrigði fuglaflensunnar hefur þegar greinst í Rúmeníu, Tyrk- landi og Rússlandi. ■ Fuglaflensan breiðist út: Talin vera í Ungverjalandi ALLUR ER VARINN GÓÐUR Frakkar undirbúa viðbrögð við fuglaflensu og hyggjast verja sem nemur 12 milljörðum króna til sótt- varna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FASTEIGNASALA „Það er ódrengilegt af Hauki að gera því skóna að ég taki þátt í því að stofna Landssam- tök fasteignasala þar sem ég hafi ekki fengið nægan stuðning til að komast í stjórn Félags fasteigna- sala á aðalfundi,“ segir Franz Jez- orski fasteignasali. „Staðreyndin er sú að fund- urinn var ólögmætur þar sem stjórnin tók ekki við umboðum frá mönnum sem ekki komust á fundinn og þannig tryggði stjórn- in tæpa stöðu sína.“ Franz hefur einnig nokkuð út á málflutning Björns Þorra Vikt- orssonar, formanns Félags fast- eignasala að setja. „Björn Þorri getur trútt um talað þegar hann segir í Fréttablaðinu í gær að fólk ætti ekki að láta menn sem ekki eru löggildir fasteignasalar sjá um sölu á fasteignum sínum. Hann líkir því við það að láta ein- hvern sem ekki hefur lært tann- lækningar gera við tennur. Ég taldi það nú sjálfur en á Miðborg, sem er fasteignasalan sem Björn Þorri rekur, eru átta starfsmenn og þar af eru fimm sem ekki eru löggiltir fasteignasalar, þannig að þar eru örugglega menn sem ekki eru tannlæknar að gera við tenn- ur svo myndlíking hans sjálfs sé notuð,“ segir Franz. -jse Deilur Landssamtaka fasteignasala og Félags fasteignasala: Segir stjórnina ólögmæta FRANZ JEZORSKI Franz segir viðbrögð stjórn- armanna Félags fasteignasala annars vegar ódrengileg og hins vegar illskiljanleg. ��������������������������� ��� The Drawing School Studiestart d. 9. januar 2006 Mere info på www.animwork.dk The Animation Workshop Kasernevej 5 - 8800 Viborg Tlf: 87 25 54 00 - Fax: 87 25 54 11 info@animwork.dk - www.animwork.dk Lær at Tegne - forskole til kreative videregående uddannelser Danmarks bedste tegneskole Einu sinni var jörðin full af risaeðlum. Sumar voru gríðarstórar og átu blöðin af trjánum, sumar voru með hættuleg vopn eins og gadda og horn, og sumar höfðu beittar tennur og réðust á aðrar risaeðlur. Með skemmtilegum texta og frábærum myndum er sagt frá fimmtán risaeðlutegundum sem allar voru til fyrir milljónum ára – á risaeðlutímanum. Spennandi bók!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.