Fréttablaðið - 04.11.2005, Side 43

Fréttablaðið - 04.11.2005, Side 43
4 ■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Tonny segir að til þess að stýra valtara þurfi hefðbundið vinnu- vélapróf. „Það er ekki erfitt að stýra valtara en það er hins vegar nákvæmnisvinna,“ segir hann. Tonny segir að ná þurfi ákveðnum styrkleika í þrýstinginn og að mælitæki inni í valtaranum segi til um hversu mikill hann sé. „Þetta er nákvæmnisvinna sem þarf að vinna hægt, það þýðir ekkert að flýta sér við þetta. Svo þarf maður líka að passa sig á því að keyra ekki út af. Oft er maður að valta svæði þar sem eru lægri svæði sitt hvoru megin og þá er auðveldlega hægt að fara út af.“ Tonny segir það mjög létt að stýra völturum enda séu þeir með vökvastýri. „Sætin eru þannig að það er hægt að snúa þeim í hring svo maður getur snúið sér við þegar maður er að keyra valtarann aftur á bak. Svo er rúðuþurrka á aftur- glugganum líka. Þetta er bara mjög þægilegt og það er auðveldlega hægt að keyra valtarann afturábak og áfram,“ segir hann. Tonny segir að valtarar séu mest notaðir til þess að slétta götur en svo séu þeir líka mikið notaðir til þess að slétta húsgrunna. „Valtar- arnir eru mjög mikið notaðir í grunna hjá okkur.“ Tonny segir að honum finnist skemmtilegt að vinna á valtara. „Auðvitað finnst mörgu fólki allir hlutir leiðinlegir en það er skemmti- legt þegar maður hefur lokið góðu verki. Mér finnst skemmtilegt þegar ég er búinn með eitthvað og ég sé að það lítur fallega út.“                            Til sölu rafstöð Til sölu er Caterpillar generator sett. Model 3306, 140kw, 60kHz. Selst ódýrt! Upplýsingar: Optimar Ísland ehf. Símik 587 1300 VÖRUBÍLAVARAHLUTIR SCANIA, VOLVO OG MAN G.T. ÓSKARSSON EHF VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 www.islandia.is/scania RAFSTÝRÐAR YFIRBREIÐSLUR FYRIR VÖRUBÍLA, VAGNA OG GÁMA G.T. ÓSKARSSON EHF VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 www.islandia.is/scania Tonny segir að það sé ekki erfitt að stýra valtara. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Gaman að ljúka góðu verki Tonny Espersen hjá Verktökum Magna ehf. þarf stundum að vinna á valtara. Hann segir að það sé mikil nákvæmnisvinna en geti líka verið mjög skemmtilegt. Starfsmenn Vélfangs ehf. ætla sér að vera virkir þáttakendur á vinnuvéla- markaði. Vélfang ehf. er ungt fyrirtæki, stofnað í mars 2004. Það hefur hingað til einbeitt sér að mestu leyti að sölu á landbúnaðarvélum en ætlar sér nú aukna hluti á vinnuvélamarkaði. Vélfang er með umboð fyrir vinnuvélar frá Terex, sem er ört stækkandi merki á þeim markaði og hefur sameinað mörg vörumerki undir formerkinu Terex. Vélfang ætlar sér að breikka vöru- úrval sitt í vinnuvélum og styrkja þjónustu við vélarnar. ,,Fram undan eru nokkuð spennandi tímar, þar sem Terex hefur verið í smærri einingum og það verður gaman að sjá þá sam- eina söluna smátt og smátt. Það verður einnig spennandi verkefni hjá okkur að keyra þetta upp hér á landi, því með einu merki, einum lit og einu nafni er einfaldara og betra að sækja fram á markaðnum. Nú munum við fljótlega bæta við mannskap í söludeild og ætlum okkur að vera virkir þátttakendur á vinnuvélamarkaðnum,“ segir Eyjólfur P. Pálmason, einn stofn- enda Vélfangs. Viðtökurnar hafa verið framar vonum, segir Eyjólfur ,og viðskiptavinir virðast mjög ánægðir með notkun á vinnuvél- unum, varahluti og þjónustu. Terex-samsteypan er sí- stækkandi fyrirtæki og er nú þegar orðin þriðji stærsti vinnuvélafram- leiðandi í heiminum. Hún fram- leiðir í yfir fimmtíu verksmiðjum og framleiðslan er seld í um hundrað löndum. Frá árinu 2002 hefur Terex yfirtekið þekkt merki sem kunnugir ættu að kannast við s.s. Atlas, Fermec, Benford og Schaeff. Með þessum merkjum og fleirum hefur Terex-samsteypan í framleiðslu mjög fjölbreytt úrval af vélum, í raun allt frá hand- verkfærum og upp í gríðarstórar beltagröfur. Eyjólfur P. Pálmason er einn stofnandi Vélfangs. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Ætla sér stóra hluti á vinnuvélamarkaðnum550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 04-05 vinnuvélar lesið 3.11.2005 15:51 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.