Tíminn - 30.11.1975, Side 7

Tíminn - 30.11.1975, Side 7
Sunnudagur 30. nóvember 1975. TÍMINN 7 Fimmta bók N. V. Peale: Undraverður drangur jákvæðar hugsunar öldin önnur Bókaútgáfan Orn og örlygur hefur sent frá sér fimmtu bók hins vinsæla kennimanns, Normans Vincent Peale. Nefnist hún Undraverður árangur já- kvæðrar hugsunar og undirtitill hennar er: Hvernig þú vinnur bug á erfiðleikum þinum. Á bókarkápusegir, að bók þessi geymi frásagnir af reynslu þúsunda einstaklinga, sem farið Bismarck skal sökkt hafa eftir þeirri kenningu er höfundurinn boðaði i bók sinni Vörðuð leið til lifshamingju. Þýðandi bókarinnar er Baldvin Þ. Kristjánsson, og ritar hann einnig formála þar sem m.a. segir: Það hefur glatt mig einna mest um mina dag og snortið mig dýpst, hversu margir hafa per- sónulega vitnað á hrærandi hátt — eins og fólk annars staðar um heim — um áhrifamátt Peales-- bókanna til farsælla lifs við hinar óliklegustu og ólikustu aðstæður lifsins og vandamál þess. Bókin er að öllu leyti unninn i Prentsmiðjunni Eddu hf., en bókarkápu gerði Hilmar Helga- son. Þá var — þriðja og komið út MEÐ ÞRIÐJA bindi verks sins, sem nú er komið út hjá tsafold, Þá var öldin önnur III, lýkur Ein- ar Bragi þessu verki sinu og birtir aftast nafnaskrá yfir öll bindin, sem tengir þau saman og eykur mjög gildi safnsins. Eins og i fyrri bókur.um tveim- ur kennir hér margra grasa. í fyrsta þættinum, Seyðisfjarðar- kaupstaður hinn forni, er grafinn úr djúpi gleymskunnar, forboðinn Kinar liragi síðasta bindi verzlunarstaöur, sem fátt var áð- ur vitað um. Þættirnir Þrjár skaft í'ellskar myndir, eru samdii út frá þremur frumstæðum, en afar skemmtilegum uppdráttum eftir þrjá skaftfellska presta á 18. öld. í fyrri bindum verksins eru þessir þættir: I. bindi: Siðasta af- taka á Austfjörðum. Sumardagar i Suðursveit. Galdra-Fúsi. Sumardagar á Hornbjargsvita, II. bindi: Svipazt um i Suðursveit á 18. öld. Darraðardansinn i Suð- ursveit. Nokkur samstæð eintök af öllum bindunum þremur eru enn fáanleg hjá forlaginu. ISAFOLDARPRENTSMIÐJA gefur I ár út bókina Bismarck skal sökkt eftir Ludovic Kennedy i þýðingu Hersteins Pálssonar. — Blaðadómar um þessa bók hafa verið mjög á einn veg: Mikið lof vegna itarlegrar frásagnar og spennandi framvindu. Hér nægir að geta þessara: „Leitin að Bis- marck, unz skipinu var sökkt, hefur orðið ein mesta saga okkar tima. Spennan var svo mikil og gæfan brosti svo sitt á hvað við aðilum, að við ekkert verður jafn- að.... Bezta striðsbók, sem ég hef nokkru sinni lesið” ,,....ein mesta saga af sjónum sem til er.... heill- andi saga, vel sögð....” Sýnir og vitranir — fjórða bók Erich Von Daniken FJÓRÐA bók metsöluhöfundar- ins, Erick Von Daniken er ný- komin út i þýðingu Dags Þorleifs- sonar, og nefnist Sýnir og vitran- ir, ráðgátur sem heillað hafa mannkynið frá örófi alda. Fjallar bókin um rannsóknir höfundarins á sýnum og fyrirbærum um allan heim. Á ferðum sinum um viða veröld kom hann á marga staði sem löngu eru-heimsfrægir fyrir undur og kraftaverk, sem þar hafa orðið. Þessi siðasta bók Danikens, er sem hinar fyrri, full af djörfum og nýstárlegum tilgátum um leynd- ardóma jarðar, mannkyns og al- heims, sem hafa aflað þessum Svisslendingi slikra vinsælda að hann er nú einhver viðlesnasti höfundur heims. Bókin er sett i Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i prent- smiðjunni Viðey og bundin i Arnarfelli hf. Káputeikningu gerði Hilmar Helgason. Ég ann þér einum — ný óstarsaga eftir Bodil Forsberg HJÁ Hörpuútgáfunni á Akranesi er komin út ný ástarsaga eftir hinn vinsæla höfund Bodil Fors- berg, og nefnist hún Ég ann þér einum. Aður eru út komnar á is- lenzku sex bækur eftir sama höf- und, og eru þær flestar uppseldar hjá útgáfunni. Bókin fjallar um heitar ástriður og örlagabaráttu. Verksmiðju- eigandinn og milljónamæringur- inn Malling fórst á vofeiflegan hátt. Dularfullir atburðir tóku að gerast i sambandi við einkaritara hans og unnustu, Gerðu Sand. Hún skildi ekki samhengið fyrr en hún komst að þvi að barnið sem hún bar undir belti var erfingi að milljónaeignum... Skúli Jenssen þýddi bókina. Prentun og bókband er unnið i Prentverki Akraness h.f., en káputeikningu gerði Hilmar Helgason. Á skíðum í hlíóum Alpafjalla Eins og síöastliöinn vetur bjóöum viö nú viku og tveggja vikna skíöaferöir til Kitzbuhel og St. Anton í Austurríki á veröi frá 41.700 og 50.600 krónum. í Kitzbuhel og St. Anton eru jafnt brekkur fyrir byrjendur, sem þá bestu. Þar er verið á skíöum í sól og góðu veöri allan daginn, og þegar heim er komið, bíöur gufubaö og hvild, góöur kvöldmatur og rólegt kvöld viö arineld, - eöa upplyfting á skemmtistaó ef fólk vill heldur. Morguninn eftir, snemma, er stigið á skíóin og haldið beint upp í brekkur - svona gengur þetta dag eftir dag eftir dag, meöan á dvölinni stendur. Sem sagt, dýrðleg dvöl í alþjóölegu andrúmslofti meö fullkomnu ”apré ski”. Þeir sem velja tveggja vikna feröir, geta dvalið viku á hvorum staö ef þeir kjósa heldur. Skíðafólk leitiö upplýsinga hjá söluskrifstofum okkar, feröaskrifstofunum og umboösmönnum. FLUCFÉLAC ISLANDS LOFTLEIOIfí skipulagðar skíðaferðir til Evrópu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.