Tíminn - 30.11.1975, Page 15
Sunnudagur 30. nóvember 1975.
TÍMINN
15
FRÁ FYRSTU ÁRATUGUM
GÓÐTEMPLARAREGLUNNAR í REYKJAVÍK
um Gest Pálsson hefur Sveinn
Skorri prófessor þessa frásögn:
„Vestur á Flateyri var gamall
Reykvikingur, Hinrik B. Þorláks-
son, sem sagðist m.a. svo frá:
„Fyrstu kynni min af Gesti
voru þau að tólf ára gamall ætlaði
ég að ganga i barnastúkuna
Æskuna i Reykjavik. Gestur var
þá gæzlumaður stúkunnar. Ég og
annar drengur, Jón Magnússon,
sem kenndur var við Skuld, vor-
um svo auralausir, að Gestur gaf
okkur báðum inngangseyri i stúk-
una og aldrei fyrnist mér alúð
hans og vinsemd þann dag”.
Sá sem hér segir frá var trygg-
ur templar til dauðadags og
fékkst allmjög við barnakennslu
með góðum árangri. Vafalaust
hafa þessi fyrstu kynni af Gesti og
Góðtemplarareglunni haft sin á-
hrif á lif hans og lifsstefnu.
Grundvaliarkenning Góðtempl-
arareglunnar er bræðralag allra
manna. Jón Ölafsson sagði, að
venjuleg bindindisfélög væru
stofnuð i eigingjörnum tilgangi.
Menn gengju i það til að vernda
sig fyrir hættu og óláni. Góð-
templarareglan væri hins vegar
byggð upp i þeim tilgangi að út-
rýma mannfélagsböli.
Hvað sem um þessi rök má
segja almennt mun óhætt að
segja að hér er komið að þvi, sem
alltaf hefur verið höfuðstyrkur
reglunnar. Bindindið er ekki tak-
mark i sjálfu sér, heldur nauð-
synlegt skilyrði þess að menn
haldi réttu eðli og geti verið sjálf-
um sér og samfélaginu til sem
mestrar gagnsemdar. Þetta má
orða á ýmsa vegu og hefur auð-
vitað verið gert eftir tizku og lifs-
skoðun hverstima. En það breyt-
ir ekki þvi. Nautnalyfið, sem
breytir persónuleika mannsins er
fjandsamlegt eðli hans og tilgangi
lifsins.
Indriði Einarsson sagði i fyrir-
lestri um regluna og stúkustarfið,
að „serimoniurnar” væru að sögn
að nokkru runnar frá frimúrara-
reglunni en að nokkru frá parla-
mentinu enska. Hvort sem þetta
er rétt eða ekki er vafalaust um
skyldleika að ræða. Formleg og
virðuleg fundarsköp eins og i
brezka þinginu fylgdu reglunni.
Og þegar Góðtemplarareglan
varð til var henni valið það form,
sem áður var algengast. Þá var
notað ýmiss konar dulmál i
merkjum og orðum til að sanna
sig. Það voru félagsskírteini
þeirra tima en þetta var valið
þannig að i þvi væri jafnframt
merking, sem hafði einkenni
félagsskaparins. Þá var lika fylgt
hinni gömlu hefð að út á við ætti
leynd að sveipa starf reglunnar.
Enda þótt elztu gjörðabækur
stúknanna segi vel frá þvi sem’
gerðist á fundunum sjálfum er
hitt næsta tilviljanakennt hvaða
heimildir þær geyma um stúku-
starfið utan fundanna. t gjörða-
bók Verðandi frá haústinu 1885 er
þessi frásögn:
„Bróðir Stefán Þórðarson tal-
aði um, að einn félagsmaður væri
veikur og eigi gott eða ráðlegt að
láta félagsmenn vaka yfir honum
með þvi að sjúkdómurinn væri
mjög pestnæmur og gæti haft illar
afleiöingar, Var siðan talað mjög
mikið um þetta efni, en að lyktum
stóð br. Gestur Pálsson upp og
bað æ.t. að bera það upp fyrir fé-
lagsmönnum hvort þeir vildu eigi
fá vökukonu til að vaka yfir hon-
um og þeir er ættu að vaka þá og
þá nótt skyldu borga henni. Bar
þvi næst æ.t. þetta upp og var það
samþykkt”.
Ein af fastanefndum hverrar
stúku var i fyrstu kölluð sjúk-
leiksnefnd en siðan hjúkrunar-
nefnd. Yfirleitt eru engar
skýrslur til um störf þeirra. Við
sjáum af þessari frásögn, að
þessar nefndir hafa hlutazt til um
að vakað væri yfir veikum félög-
um ef með þurfti. Nefndin hefur
skipað niður hvenær hver skyldi
vaka. Enginn veit hve margar
þær vökunætur hafa verið. Það er
tilviljun, að i þetta sinn varð það
fundarmál vegna þess að sýking-
arhætta var svo mikil að ráðin
var vökukona. Þó eru ýmis fleiri
dæmi þess að minnzt er á hjálp i
veikindum og samtök um greiðslu
kostnaðar vegna þeirra. Enginn
getur vitað hversu mörg eru
dæmin, sem ekkert er bókað um.
Hitt er svo ekki nema eðlilegt
að innan reglunnar mynduðust
fyrstu sjúkrasjóðir með þjóðinni.
Þar kviknaði visir almanna-
trygginga og þar mun fyrst hafa
verið talað um sjúkrasamlög.
Það er eðlilegt, þvi að þar átti
félagshyggjan heima. Þar þróað-
ist og efldist hin félagslega á-
byrgðartilfinning, sem siðar mót-
aði alla félagsmálalöggjöf þjóð-
arinnar.
Söngur tilheyrði stúkustarfinu.
Það var þvi næsta eðlilegt að
strax i byrjun væri reynt að æfa
félaga og þjálfa i söng. Hjá þvi
varð naumast komizt. t ritara-
skýrslu frá Einingunni i ársbyrj-
un 1889 segir Gestur Pálsson:
„Hátiðahöld hafa tvö verið á
ársfjórðungnum. — Hið siðara
var 200 fundaafmæli stúkunnar
26. þ.m. Þar skemmti I fyrsta
sinni hér i stúkunum i Reykjavik
templarasöngflokkur með góðum
söng, og auk þess voru nokkur lög
spiluð á harmoniúm og fiólin”.
Lög Góðtemplarareglunnar
voru fljótlega þýdd á islenzku.
Hins vegar varð nokkur dráttur á
þvi að siðbækur yrðu á islenzku.
t fundargerð Einingarinnar frá
28. april 1889 segir svo frá inn-
töku:
„Þeir siöan samþykktir og
uppteknir á islenzku i fyrsta sinn
eftir nýju siðbókinni en Árni Þor-
varðarson og Jóhann Jensen á
dönsku þvi Jóhann er danskur að
uppruna.”
Þegar gjörðabækur frá fyrstu
árunum eru lesnar ber þar mikið
á umræðum um brot félags-
manna. Þau brot eru ýmisleg.
Embættismenn felldu á sig sekt ef
þeir mættu ekki og voru ekki lög-
lega forfallaðir. Sumir vildu ekki
viðurkenna önnur forföll en veik-
indi eða fjarveru úr bænum.
Menn voru kærðir fyrir gálaus-
legteða illt umtal um regluna eða
einhverja reglufélaga. Það var
lika brot að fara af fundi án þess
að kveðja. En mestur timi fór þó i
að ræða bindindisbrotin.
Hver stúka hafði ærið frjáls-
ræði um það hvaða refsingu hún
legði á menn fyrir brotin. Þegar
kæran var komin fram var skipuð
rannsóknarnefnd. Þegar hún
hafði lokið störfum gat verið
ágreiningur um það hvort ætti að
dæma menn seka eða ekki. Yrði
maður sekur var eftir að ákveða
refsinguna. Þá var um að ræða
fésektir mismunandi háar,
áminningu, burtrekstur um
stundarsakir eða algjörlega. Oft
komu fram mismunandi tillögur,
voru stundum allar felldar svo að
taka varð málið upp að nýju. Ein-
faldur meirihluti dugði ekki til
þess að tillaga um refsingu væri
samþykkt.
Eins gat verið ágreiningur um
hvort taka ætti við nýjum félög-
um. t ársbyrjun 1888 skýrði stór-
templar frá þvi á fundi i Eining-
unni að endurupptaka yrði ekki
veitt fyrr en þrjár vikur væru
liðnar frá broti og fjögur atkvæði
nægðu til að synja manni um inn-
göngu. Aður voru menn sam-
þykktir ef mótatkvæði náðu ekki
fimmta hluta atkvæða.
Það má nærri geta að um þetta
hafa stundum orðið viðkvæmar
deilur. Maður var felldur frá inn-
göngu, málið tekið upp aftur, um-
ræöur fóru fram og hann var
felldur á ný. Slikt hefur eflaust
verið erfitt fyrir þann eða þá, sem
með innsækjandanum stóðu. Eins
hefur mönnum eflaust sárnað
stundum i sambandi við brota-
málin og meðferð þeirra. — Þá er
enn á það að lita að þvi voru tak-
mörk sett hvað oft þótti sæma að
endurreisa menn.
Templarar munu snemma hafa
staðið frammi fyrir þvi, að talað
væri um að þeirra menn væru
ekki allir svo trúir bindindinu
sem skyldi. t Bakkusarrimunni i
Alþingisrimunum segir Valdimar
Asmundsson svo um Bakkus kon-
ung:
Hofgæðinga hatar sjóli,
hans þeir skilja ei dýrlegt kram.
Þeir með kyngi steypa af stóli
stoltir vilja öldnum gram.
Sumir slikir sorgum drekkja
samt þeim hara rikum hjá,
Jósefs lika þar má þekkja
þess frá Arimatiá.
Hofgæðingar er þýðing Valdi-
mars á goodtemplars.
Templurum hafa að vonum
sárnað þessar ásakanir og sviðið
bindindisbrotin. Á fundi 1890 hóf
Þorsteinn Gislason „umræður um
samanburð á laundrykkjumönn-
um og öðrum meinsærismönn-
um.”
Löngunin til að hafa hreinan
skjöld og sárindi vegna brotanna
hafa stuðlað að þvi, að brotlegir
menn væru reknirmeð þvi ogað
surpir hafa trúað á aga og strang-
leika.
Viðskilnaðurinn hefur ekki
alltaf verið vinsamlegur, þegar
mönnum var visað úr stúku. Þvi
má finna fundarályktanir eins og
þá, að það sé „ósamboðið templ-
urum að leggja lag sitt við fyrr-
verandi Goodtemplara og aðra
alkunna óvini reglunnar.”
Þetta allt hefur orðið til þess að
sumir hurfu frá reglunni með
beiskju og sárindum, sem leiddu
til óvildar. Og það er ómögulegt
annað en mönnum hafi stundum
verið leiðindi að karpinu um
brotamálin á fundunum, Þetta
breyttist lika verulega þegar föst-
um dómnefndum var komið á fót i
stúkunum.
Þegar litið er yfir islenzka sögu
vekur það furðu hve mjög þjóðin
hneigðist til bindindis áratugina
sem næstir voru aldamótunum.
Hitt er vo aftur tilsvarandi undur
hvert afturkast varð i þeim efn-
um eftir 1920. Með hliðsjón af
þeim breytingum er eðlilegt að
meta stöðu og starf bindindis-
hreyfingar á hverjum tima.
Góðtemplarareglan berst til
landsins á hentugum tima. Hún
hefur strauminn með sér. Alþýð-
an er að vakna til meðvitundar
um félagslegan mátt sinn. Mönn-
um er almennt bjart fyrir augum
og trúa á batnandi tima. Þjóðin er
að heimta stjórnfrelsi og bindur
við það miklar vonir. Menn finna
rétt sinn og mátt, möguleika til
áhrifa og skyldu sina að duga.
Þá kemur Góðtemplarareglan,
alþjóðlegur félagsskapur sem
hefur þaö takmark að útrýma
afengisframleiðslu, áfengisverzl-
un og áfengisneyzlu um allan
heim. Menn trúa þvi að þetta sé
hægt. Menn vilja að þjóð sin verði
þar i fararbroddi. Það er tima-
spursmál hvenær þjóðin „hlýtur
þá hamingjustund að hér þekkist
vinbölið eigi” og menn vilja að
þess verði sem skemmst að
biða,” að ísland verði endurfrægt
sem alheims fyrirmynd.”
Stúkurnar urðu félagsmála-
skóli þjóðarinnar. Þar lærðu
menn fundarsköp og félagsstörf.
Auk þess fullnægðu þær þörf og
þrá eftir félagsskap. Framan af
árum var ekki eða naumast ann-
að að leita eftir sliku. En þegar
þjóðin almennt var orðin félags-
vanari mynduðust margs konar
félög önnur. En innan stúknanna
varð bræðralagshugsjónin oft að
veruleika. Þeir eru ótaldir, sem
sagt hafa að stúkan væri sér ann-
að heimili.
Guðmundur Magnússon vissi
hvað hann geröi þegar hann
spurði: Finnst þér rétt að
standa hjá? Sú spurning var svo
áleitin, að býsna mörgum fannst
ekki annað hægt en svara henni.
Og þeir féllust á það að „góðra
drengja sizt má sakna” og fundu
að þróunin var i samræmi við þá
fullyrðingu sem á eftir fylgdi:
„sigurinn nálgast”. Og þá var
freistandi að svara játandi þegar
kallað var: „Vertu með.”
Bannlögin urðu ekki fullnaðar-
sigur. Sú saga verður ekki rakin
hér. En aldrei verður ofmetin sú
blessun sem islenzk þjóð hafði af
bindindissemi sinni þrjá fyrstu
tugi þessarar aldar. Það voru
unnir margir þýðingarmiklir
sigrar.
Þvi hefur oft verið haldið fram
að bannlögin hafi brotið niður
bindindissemina. Noregur og
Finnland urðu um hrið bannlönd
eins og Island. Sviþjóð bjó lengi
við áfengisskömmtun. Danmörk
hafði hvorki skömmtun né bann.
Hvergi á Norðurlöndum eru
áfengismálin erfiðari viðfangs
en i Danmörku. Hér hafa önnur
öfl ráðið meiru en löggjöfin.
Vist eru nú aðrir timar en voru
fyrir 90 árum. Menn hafa rýmri
efnahag og þar af leiðandi ráð á
að eyða meiru i óþarfa og vit-
leysu án þess að fylgi neyð eða
beinn skortur. Og fridagar eru
miklu fleiri svo að menn geta
verið óvinnufærir oftar og lengur
án þess að það þurfi að bitna á
vinnutimanum. Hins vegar segir
það oft til sin, að menn hafa treyst
á að það væri óhætt,-
Svo kemur til tækni og vélvæð-
ing, sem gerir auknar kröfur til
þess að menn séu jafnan algáðir.
En óbreytt — og óumbreytanleg
— eru aðalrökin, óbrjálað eðli
manns og sjálfsstjórn hans. Og
heilsugæzlan — sjálfsvarðveizl-
an.
Þegar nefnd er heilsugæzlan
minnumst við þess, að oft er sagt
að menn drekki vegna streitu og
til þess að losna við hana. Það
tekst þó ekki betur en svo að
hversu mjög sem drykkjuskapur
vex hefur hann þó naumast við
streitu og streitusjúkdómum.
Þeir vaxa engu siður. Þess er
heldur engin von að þeim verði
útrýmt með áfengi. Margháttað-
ar áhyggjur fylgja drykkjuskapn-
um og áhyggjur magna streituna.
Mönnum fannst nokkuð al-
mennt um aldamótin að þeir yrðu
að taka afstöðu til áfengismál-
anna og afstaða þeirra hefði þýð-
ingu, — gæti ráðið úrslitum. Nú
finnst mörgum að þetta sé öðru-
visi. Þeir fái engu um þokað.
Straumur timans sé svo þungur.
Svo verður árangurinn sá að þeir
fljóta með straumnum og eru þá
um leið orðnir viljalaus hluti af
honum, — magna hann og þyngja.
Ábyrgðartilfinningin hefur
sljóvgazt. Það er mikil óham-
ingja, þvi að ábyrgðartilfinningin
er mönnum lifsnauðsyn. Hún
gefur lifinu gildi, takmark og til-
gang. Það er þessi sljóleiki, sem
veldur þvi hve bindindishreyfing-
ing er fáliðuð. Og það er sá sami
v sljóleiki sem á mikinn þátt i
streitu samtiöarinnar, þvi að
áhugalaust lif er erfitt og varnar-
laust fyrir hégómlegum áhyggj-
um.
Hugsjón og stefna Góðtempl-
arareglunnar fellur ekki úr gildi.
Félagsskapurinn breytir nokkuð
um svip og yfirbragð frá einni
kynslóð til annarrar. Enn eru
stúkurnar félagsmálaskóli. Enn
fullnægja þær þörf manna fyrir
félagslif. Enn er bræðralagið
veruleiki sem bindur menn
saman. Enn hafa menn þar tæki-
færi til þroskandi starfa og hvild-
ar i áfengislausu umhverfi.
Þegar sá timi kemur að menn
finna almennt til ábyrgðar sinnar
i sambandi við áfengismálin mun
bindindishreyfingin eflast. Þá
munu lika streitusjúkdómar
minnka. Góðtemplarareglan vill
flýta fyrir þeirri siðabót. Hún
vill vekja menn til ábyrgðar.
„Finnst þér rétt að standa
hjá?”
| / Aldarafmæli austurriska skáldsins
"7 ~ Rainer Maria Rilke
verður haldið hátiðiegt föstudaginn
4. DESEMBER 1975
i Auditorium á Hótel Loftleiðum fyrir alla
þá, sem vald hafa á þýzkri tungu og hafa
áhuga á kvæðum.
Engin börn.