Fréttablaðið - 05.11.2005, Side 10

Fréttablaðið - 05.11.2005, Side 10
10 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR STJÓRNSÝSLA Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveð- ið að innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar, vegna landsins í heild, verði komið upp á Blönduósi á næsta ári. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæj- arstjóri Blönduósbæjar, segir að við það skapist á bilinu 10 til 15 ný störf í bæjarfélaginu og hluti þeirra verði líklega sérhæfð störf eins og lögfræði- og stjórnunarstörf. Segist hún viss um að við ákvörðunartök- una hafi verið litið til þess hversu lögreglan á Blönduósi hafi verið fylgin sér í gegnum tíðina við að forða óhöppum og slysum með því að sekta ökumenn fyrir hraðakstur. „Það er mjög ánægulegt að ráð- herra sýni í verki þann vilja sinn að fjölga opinberum störfum úti á landi og vonandi mun ákvörðunin leiða til þess að bæjarbúum fjölgi,“ segir Jóna Fanney. Innheimta sekta og sakarkostn- aðar er nú í höndum allra lögreglu- stjóra landsins en markmiðið með breytingunum er að samræma, einfalda og efla innheimtunua, auk þess að styrkja sýslumannsembætt- ið á Blönduósi. .- kk Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar á Blönduósi: Skapar tíu til fimmtán störf JÓNA FANNEY FRIÐRIKSDÓTTIR Bæjarstjóri Blönduóssbæjar segir að innheimtumið- stöðin verði með fjölmennari vinnustöð- um bæjarins og mjög þýðingarmikil fyrir héraðið í heild. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt dóm Hérðaðsdóms Reykjaness yfir útgerðarmanni sem dæmdur er fyrir stórfelld fiskveiðibrot. Var hann dæmdur til að greiða 800 þúsund króna sekt í ríkissjóð en hafði áður verið dæmdur til að greiða 600 þúsund. Er maðurinn dæmdur fyrir að hafa sem skipstjóri á sjö mánaða tímabili á árunum 2001-2002, veitt án aflaheimilda. Hæstirétt- ur staðfesti hins vegar dóm hér- aðsdóms um eins mánaðar skil- orðsbundið fangelsi. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. - ks Stórfelld fiskveiðibrot: Þarf að greiða 800 þúsund RÓLAÐ Í RAMADAN Egypskur drengur rólar sér í Kaíró. Í hinum íslamska heimi stendur nú yfir Ei al-Fitr hátíðin en hún markar lok föstumánaðarins Ramadan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAKKLAND Óeirðirnar sem geisað hafa í úthverfum Parísar í rúma viku eru farnar að breiðast út um Frakkland. Í fyrrinótt voru ríflega fimm hundruð ökutæki eyðilögð og kveikt var í nokkrum byggingum. Ekkert lát er á ólgunni í Frakk- land sem hófst í síðustu viku þegar tveir unglingspiltar biðu bana í spennistöð í Clichy-sous-Bois en íbúar hverfisins segja lögreglu- menn hafa elt þá. Aðfaranótt föstudagsins var sú versta í óeirðahrinunni hingað til. Unglingahópar, vopnaðir kylfum og grjóti, fóru um úthverfi sem einkum eru byggð innflytjend- um og eyðilögðu flest sem á vegi þeirra varð. Lögregla segir að 519 bifreiðar hafi verið brenndar til kaldra kola á Parísarsvæðinu og í Yvelines, vestur af höfuðborginni voru 78 strætisvagnar eyðilagðir. Fatlaður maður brenndist alvar- lega þegar bensínsprengju var hent inn í strætisvagn sem hann var í í Sevran-hverfi. Í dögun hafði lögreglu að mestu tekist að koma á friði og spekt en áttatíu manns voru handteknir eftir átökin. Í Dijon, austar í landinu, var einnig kveikt í bílum. Til átaka kom í Rúðuborg og nágrenni hennar. svo og í Rónarhéruðun- um, nærri Marseilles. Dominic de Villepin forsætis- ráðherra og Nicolas Sarkozy inn- anríkisráðherra hafa fundað um ástandið ásamt þing- og bæjar- stjórnarmönnum hverfanna sem í hlut eiga. Framganga Sarkozy hefur raunar vakið nokkra athygli en hann sagði að ríkisstjórnin myndi ekki líða „vandræðagepl- um og óþjóðalýð að vaða uppi“. sveinng@frettabladid.is Ekkert lát á óeirðunum Enn kom til óspekta í úthverfum Parísarborgar í fyrrinótt, áttundu nóttina í röð. Annars staðar í Frakklandi kom til átaka í innflytjendahverfum. ELDARNIR SLÖKKTIR Kveikt var í teppageymslu í Aulnay-sous-Bois í fyrrinótt og unnu yfir hundrað slökkviliðsmenn að því hörðum höndum fram á morgun að slökkva eldinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 Primera Ver›tilbo› 2.090.000.- Me› nagladekkjum. Sjálfskiptur, cruise control og bakkmyndavél í lit. PRIMERA NISSAN EKKERT VENJULEGUR SKIPT_um stíl

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.