Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 05.11.2005, Qupperneq 10
10 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR STJÓRNSÝSLA Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveð- ið að innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar, vegna landsins í heild, verði komið upp á Blönduósi á næsta ári. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæj- arstjóri Blönduósbæjar, segir að við það skapist á bilinu 10 til 15 ný störf í bæjarfélaginu og hluti þeirra verði líklega sérhæfð störf eins og lögfræði- og stjórnunarstörf. Segist hún viss um að við ákvörðunartök- una hafi verið litið til þess hversu lögreglan á Blönduósi hafi verið fylgin sér í gegnum tíðina við að forða óhöppum og slysum með því að sekta ökumenn fyrir hraðakstur. „Það er mjög ánægulegt að ráð- herra sýni í verki þann vilja sinn að fjölga opinberum störfum úti á landi og vonandi mun ákvörðunin leiða til þess að bæjarbúum fjölgi,“ segir Jóna Fanney. Innheimta sekta og sakarkostn- aðar er nú í höndum allra lögreglu- stjóra landsins en markmiðið með breytingunum er að samræma, einfalda og efla innheimtunua, auk þess að styrkja sýslumannsembætt- ið á Blönduósi. .- kk Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar á Blönduósi: Skapar tíu til fimmtán störf JÓNA FANNEY FRIÐRIKSDÓTTIR Bæjarstjóri Blönduóssbæjar segir að innheimtumið- stöðin verði með fjölmennari vinnustöð- um bæjarins og mjög þýðingarmikil fyrir héraðið í heild. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt dóm Hérðaðsdóms Reykjaness yfir útgerðarmanni sem dæmdur er fyrir stórfelld fiskveiðibrot. Var hann dæmdur til að greiða 800 þúsund króna sekt í ríkissjóð en hafði áður verið dæmdur til að greiða 600 þúsund. Er maðurinn dæmdur fyrir að hafa sem skipstjóri á sjö mánaða tímabili á árunum 2001-2002, veitt án aflaheimilda. Hæstirétt- ur staðfesti hins vegar dóm hér- aðsdóms um eins mánaðar skil- orðsbundið fangelsi. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. - ks Stórfelld fiskveiðibrot: Þarf að greiða 800 þúsund RÓLAÐ Í RAMADAN Egypskur drengur rólar sér í Kaíró. Í hinum íslamska heimi stendur nú yfir Ei al-Fitr hátíðin en hún markar lok föstumánaðarins Ramadan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAKKLAND Óeirðirnar sem geisað hafa í úthverfum Parísar í rúma viku eru farnar að breiðast út um Frakkland. Í fyrrinótt voru ríflega fimm hundruð ökutæki eyðilögð og kveikt var í nokkrum byggingum. Ekkert lát er á ólgunni í Frakk- land sem hófst í síðustu viku þegar tveir unglingspiltar biðu bana í spennistöð í Clichy-sous-Bois en íbúar hverfisins segja lögreglu- menn hafa elt þá. Aðfaranótt föstudagsins var sú versta í óeirðahrinunni hingað til. Unglingahópar, vopnaðir kylfum og grjóti, fóru um úthverfi sem einkum eru byggð innflytjend- um og eyðilögðu flest sem á vegi þeirra varð. Lögregla segir að 519 bifreiðar hafi verið brenndar til kaldra kola á Parísarsvæðinu og í Yvelines, vestur af höfuðborginni voru 78 strætisvagnar eyðilagðir. Fatlaður maður brenndist alvar- lega þegar bensínsprengju var hent inn í strætisvagn sem hann var í í Sevran-hverfi. Í dögun hafði lögreglu að mestu tekist að koma á friði og spekt en áttatíu manns voru handteknir eftir átökin. Í Dijon, austar í landinu, var einnig kveikt í bílum. Til átaka kom í Rúðuborg og nágrenni hennar. svo og í Rónarhéruðun- um, nærri Marseilles. Dominic de Villepin forsætis- ráðherra og Nicolas Sarkozy inn- anríkisráðherra hafa fundað um ástandið ásamt þing- og bæjar- stjórnarmönnum hverfanna sem í hlut eiga. Framganga Sarkozy hefur raunar vakið nokkra athygli en hann sagði að ríkisstjórnin myndi ekki líða „vandræðagepl- um og óþjóðalýð að vaða uppi“. sveinng@frettabladid.is Ekkert lát á óeirðunum Enn kom til óspekta í úthverfum Parísarborgar í fyrrinótt, áttundu nóttina í röð. Annars staðar í Frakklandi kom til átaka í innflytjendahverfum. ELDARNIR SLÖKKTIR Kveikt var í teppageymslu í Aulnay-sous-Bois í fyrrinótt og unnu yfir hundrað slökkviliðsmenn að því hörðum höndum fram á morgun að slökkva eldinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 Primera Ver›tilbo› 2.090.000.- Me› nagladekkjum. Sjálfskiptur, cruise control og bakkmyndavél í lit. PRIMERA NISSAN EKKERT VENJULEGUR SKIPT_um stíl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.