Fréttablaðið - 05.11.2005, Side 71

Fréttablaðið - 05.11.2005, Side 71
Thurston Moore, forsprakki Sonic Youth, sem hélt tónleika á Nasa fyrra á árinu, er orðinn þreyttur á að vera sífellt líkt við tónlistar- manninn Beck. Moore skilur ekkert í þessari samlíkingu því hann er ellefu árum eldri en Beck og mun hávaxnari. „Fólk er ennþá að koma til mín og segja: „Síðasta platan þ í n var rosalega góð. Ætlarðu að spila Loser í kvöld?“ „Þá segi ég: „Heyrðu, ég er tveir metrar en Beck er bara einn og áttatíu, ókei?“ ■ Ég er ekki Beck! THURSTON MOORE Forsprakki Sonic Youth er orðinn þreyttur á samlík- ingunni við Beck. DVD-mynddiskur með fjórum þáttum af Latabæ fær sæmilega dóma á heimasíðunni dvdtalk. com. Greinarhöfundur er móðir fimm ára drengs og segist því vera afar reynd í því að horfa á barnaefni. Hún byrjar á því að minnast á vaxtarlag aðalleikarans og höfundar þáttanna, Magnúsar Scheving, sem fer með hlutverk Sportacusar. „Mömmur, punktið þetta hjá ykkur: Sportacus er vel vaxinn. Glanni glæpur er líka ansi sætur (skoðið bara Stefán Karl Stefánsson á síð- unni IMDB),“ segir greinarhöf- undur og þykir greinilega mikið til þeirra Magnúsar og Stefáns Karls koma. Hún líkir þáttunum við Mentos- auglýsingu sýnda hratt. „Latibær er ekki endilega slæmur þáttur því einn kosturinn er að bæði strákar og stelpur geta horft á hann. En undarlegur söguþráður- inn og skrítnar persónurnar eru síður en svo fyrir alla.“ Bætir greinarhöfundur því við að litlar líkur séu á því að foreldrar geti haft gaman af þáttunum. ■ GLANNI GLÆPUR Greinarhöfundur er hrif- inn af Stefáni Karli Stefánssyni þegar hann er ekki í gervi Glanna glæps. Stæltir og sætir aðalleikarar í Latabæ Tölvuleikjaframleiðandinn EA hefur öðlast réttinn til að fram- leiða fjölda leikja byggðra á sjón- varpsþáttunum um Simpson-fjöl- skylduna. Leikirnir verða gerðir í nánu samstarfi við starfsfólk þáttanna og meðal annars munu handrits- höfundar þeirra koma að fram- leiðslunni. Leikurinn mun koma út fyrir næstu kynslóð leikjatölva en útgáfudagur hefur ekki verið kynntur. ■ Tölvuleikir um Simpson HÓMER OG BART SIMPSON Hin vinsæla fjölskylda frá Springfield er á leiðinni í tölvuheima. Miðasala er hafin á tónleika rokk- dúettsins The White Stripes í Laugardalshöll hinn 20. nóvem- ber. Koma The White Stripes til Íslands er liður í tónleikaferð sveitarinnar um heiminn til að kynna fimmtu plötu sína, Get Behind Me Satan, sem hefur fengið mjög góðar við- tökur. Miðasalan fer fram í Skíf- unni og á midi.is. Miðaverð er 4.500 krónur í stæði og 5.500 krón- ur í stúku, auk miðagjalds. ■ Miðasala hafin á White Stripes THE WHITE STRIPES Rokkdúettinn The White Stripes er á leiðinni til Íslands.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.