Tíminn - 15.04.1976, Síða 19

Tíminn - 15.04.1976, Síða 19
Fimmiudagur 15.* ápril 1976. TÍMINN 19 >^_______________ Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur I Gdduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr.lCOO.OO á mánuði. Blaðaprenth.f. Leyniskýrslur Fyrir nokkru birtist i Lesbók Morgunblaðsins hluti bandariskrar leyniskýrslu, sem nú hefur verið gefin út vestra, um aðdragandann að þvi, að ís- lendingar gengu i Atlantshafsbandalagið. Það kemur spánskt fyrir sjónir, að i þessum köfl- um eða útdrætti úr skýrslunum virðist mest áherzla á það lögð, að íslendingar verði að ganga i banda- lagið vegna pólitisks innanlandsástands, en miklu minna gert úr utanaðkomandi hættu. Eins og kunnugt er fóru þeir Bjarni Benediktsson, þáverandi utanrikisráðherra, Emil Jónsson og Ey- steinn Jónsson vestur um haf til viðræðna við Bandarikjastjórn um þessi mál i marzmánuði 1949. I greinargerð, sem Hickerson, forstöðumaður stjórnardeildar um málefni Evrópu, hefur skilað um þessar viðræður við islenzku sendimennina og dagsetur 15. marz 1949, er Bjarna Benediktssyni eignað að hafa vakið máls á þvi, að „kommúnistar gætu hrifsað til sin völdin yfir öllu landinu, hvenær sem þeim sýndist, og þetta væri vandamál, sem ís- land yrði að leysa”. Siðar i skýrslunni er Bjarni borinn fyrir þeim ummælum um „fimmtu herdeild- ina”, að hún gæti valdið „jafnmiklu tjóni með minni áhættu” en útlent innrásarlið. Frá eigin brjósti bæt- ir Hickerson siðan við: ,,Ég endurtók, að innlend skemmdarverk virtust vera mesta hættan, og það ylli meiri áhyggjum en hugsanleg árás”. í annarri skýrslu frá 29. júli 1949, sem kallast ,,Staða Bandarikjanna að þvi er varðar hagsmuni þeirra og öryggi Norður-Atlantshafsins, hvað ís- land snertir”, er „viðfangsefnið” sagt vera þetta: ,,Að vega og meta stöðu Bandarikjanna, hvað snertir öryggi þeirra og Norður-Atlantshafsins á Is- landi með sérstakri hliðsjón af hættunni á stjórnar- byltingu islenzkra kommúnista til þess að ná tökum á islenzku rikisstjórninni”. í framhalds-skilgrein- ingu segir: „íslendingar eru frábitnir valdbeitingu og flestir þeirra trúa þvi ekki, að kommúnistar muni beita valdi. Það er erfitt að ala þjóðina upp og breyta hugsunarhætti hennar. Og þetta er erfiðasta vandamál, sem blasir við islenzkum ráðamönn- um”. Loks er þess látið getið, að „utanrikisráðuneytið (bandariska) ætti að leggja drög að og byrja þegar að framfylgja áætlun i þvi skyni að draga úr varnarleysi islenzku rikisstjórnarinnar gegn hugsanlegu valdaráni”. Þessi röksemdafærsla hefur ekki heyrzt hér á landi fyrr, og einn þeirra manna, sem fór til við- ræðna við Bandarikjastjórn i marz 1949, Eysteinn Jónsson, hefur algerlega visað þvi á bug I blaðavið- tali, að framangreind sjónarmið séu i samræmi við viðhorf islenzku sendinefndarinnar á viðræðu- fundunum. Eftirlit og leiðsögn Um langt skeið var verðlagseftirlitið heldur at- kvæðalitið. Mikil breyting varð á, þegar Ólafur Jó- hannesson viðskiptamálaráðherra skipaði nýjan verðlagsstjóra, ungan og dugandi mann, er nú hefur birt opinberlega samanburð á verðlagi i mörgum búðum i Reykjavik. Áður hafði hann gert eftirlitið miklu áhrifameira en áður. Þessi nýjung stuðlar bæði að raunverulegri verzlunarsamkeppni og er almenningi ábending um það, hvar unnt sé að gera hagfelldust kaup. JH Benedikt Ásgeirsson: Raunsær umbótasinni Hans-Dietrich Genscher, formaður frjálsra demokrata 1 október þessa árs fara fram kosningar til Sambands- þings V-Þýzkalands. Almennt er talið, að samsteypustjórn Frjálsra demókrata og Sósial- demókrata muni halda þing- meirihluta sinum. Að visu er sennilegt að SPD tapi nokkru fylgi, hins vegar má reikna með þvi að FDP haldi velli, og auki jafnvel fylgi sitt i þessum kosningum. A.m.k. benda úr- slit margra fylkiskosninga undanfarinna ára til slikrar niðurstöðu. Frjálsir demó- kratar þurfa aö minnsta kosti ekki lengur að óttast að ná ekki 5% mörkunum (i Þvzka- landi þurfa stjórnmálaflokkar að fá 5% greiddra atkvæða til að fá mann á þing i. Ef hægt er að þakka ein- hverri ákveðinni persónu inn- an FDP þessa sterku stöðu flokksins, þá á Hans-Dietrich Genscher utanrikisráðherra (>C Ilokkstnn: '1II >v>':n.t ia iaust slikl lol '■!■. ; Hans Dietrich Genscher, sem er lögfræðingur að mennt, fæddist árið 1927 i þeim hluta Prússlands, sem nú tilheyrir A-Þýzkalandi. Pólitiskur ferill hans hófst ár- ið 1956, þegar hann varð ráð- gjafi þingflokks Frjálsra demókrata. Þremur árum sið- ar varð hann framkvæmda- stjóri þingflokksins, án þess þó að vera sjálfur þingmaður. Þegar hann var kjörinn til þings árið 1965, var hann löngu orðinn ómissandi fyrir flokk- inn. ) A þessutlmabili, fjarlægðist FDP hina upprunalegu ihalds- sömu stefnu sina og varð æ vinstri- og umbótasinnaðri. Þessa breytingu má að miklu leyti þakka Genscher, sem sýndi óvenjulegar gáfur og viljastyrk við framkvæmd hennar. Hann átti t.d. veruleg- an þátt i þvi að Frjálsir demó- kratar studdu Sósialdemó- kratann Gustav Heinemann til embættis forseta V-Þýzka- lands árið 1969. Hann undirbjó lika FDP fyr- ir samstarfiö við SPD, sem hófst með myndun sam- steypustjórnar þeirra eftir kosningarnar 1969. A þessu timabili varð hann varafor- maöur Frjálsra demókrata. Genscher gat sér góðan oröstir sem innanrikisráð- herra og sagt er, að hann hafi a.m.k. einu sinni á ári hlotið sérstakt hrós fyrir ein eða önnur pólitisk frægðarverk sin. Genscher komst klakklaust frá Guillaume njósnamálinu, sem leiddi til þess að Willy Brandt sagði af sér. 'Sem innanrikisráðherra var hann yfirmaður gagnnjósna- stofnana og bar ábyrgð á gerðum þeirra. Þvi hefur stundum veriðhaldið fram, að Genscher hafi haldið illa á þessu máli og að afsögn Brandts sé þvi að nokkru hon- um að kenna. Hingaö til hefur þó ekki ver- ið hægt að sanna þessar full- yrðingar og sennilega eiga þær ekki viö nein rök að styðj- ast. Walter Scheel, þáverandi formaður FDP og utanrikis- ráöherra, varö forseti Sam- bandslýöveldisins vorið 1974. Það varö hlutverk Genschers að taka við af honum sem flokksformaður, utanrikisráð- herra og varakanzlari i ný- myndaðri stjórn Helmut Schmidts. Þó að flestir hafi veriö sam- mála um ágæti Genschers, sem varaformaður Frjálsra demókrata og utanrikisráð- herra, þá voru menn ekki jafnvissir um hæfileika hans til að gegna þessum nýju em- bættum. Einn af kostum Genschers sem varaformaður var að honum likaði vel að vera númer tvö og hafði ekki áhuga á að verða formaður. Af þessum ástæðum var efazt um að hann væri vel til forustu fallinn. Þó hann væri kjörinn formaður án mótframbjóð- anda, þá hlaut hann ekki sama yfirgnæfandi meirihluta og íorveri hans, Scheel, þegar hann var fyrst kosinn formaö- ur Astæðurnar fyrir þessum efasemdum má að nokkru rekja til þess, að Genscher er ekki neitt sérstakt glæsimenni i framkomu, eins og Helmut Schmidt. Hann er lika frekar feiminn og aðeins meðalgóður rasðumaður. Ennfremur háir það honum nokkuð, að hann er hörundsár og þolir illa að vera gagnrýnd- ur persónulega. Þess vegna forðast hann að ráðast á aðra á opinberum vettvangi. A sama hátt og talið var að formennska Genschers væri aðeins bráðabirgöalausn, var efazt um að hann væri rétti maðurinn til að gegna embætti utanrikisráöherra. Genscher var (og er) óneitanlega frekar litlaus samanborið við fyrir- rennara sina, þá Gerhard Schröder, Willy Brandt og Walter Scheel. Hann hafði fram að þessu litið skipt sér af utanrikismáium og er auk þess enginn sérstakur tungu- málagarpur eins og t.d. Brandt og Scheel. Á þeim tveimur árum, sem liðin eru siðan Genscher tók við þessum embættum, hefur greinilega komið i ljós að þessar efasemdir voru ekki á rökum reistar. Meö lýðræðislegum vinnu- brögðum, kænsku og ná- kvæmni náði hann fljótt góð- um tökum á flokknum og sannfærði menn um yfirburði sina. A meðan stóru flokkarn- ir, CDU/CSU og SPD, virtust klofnir og ósammála, kom FDPfram sem heilsteyptur og trúverðugur flokkur. Þetta átti sinn þátt i þvi, að FDP hefur unnið töluverða kosn- ingasigra i mörgum fylkis- kosningum undir stjórn Genschers. Þeir sanna það, að almennt fylgi Frjálsra demó- krata hefur aukizt og að kjós- endastofn þeirra er hærri en 5% mörkin. Sem utanrikisráðherra hef- ur Genscher vaxið mjög I áliti. Takmörkuö reynsla i utan- rlkismálum hefur ekki oröið honum til verulegs tjóns. Meö óvenjulegri vinnusemi hefur hann aflað sér góðrar þekk- ingar I utanrikismálum. Hann hefur lika getið sér góðan orðstir fyrir raunsæi og þolin- mæöi á þessu sviði. Eftir að dýröarljóminn var farinn af austurstefnu Brandts, voru efasemdir Genschers gagnvart Komm- únistarikjunum rétta viðhorf- ið. Austurstefna Genschers sem styðst við itarlegar grein- argerðir þýzka utanrikisráðu- neytisins, er núna stefna v-þýzku stjórnarinnar. Nýj- asta afrek Genschers var að koma I veg fyrir aö samningar V-Þjóðverja og Pólverja væru felldir af meirihluta CDU/CSU i Sambandsráðinu. Stjórnarandstaöan krafðist ótviræðrar yfirlýsingar um aö fleiri en hinir umsömdu 120.000 þýzku Pólverjar fengju að flytjast út. Pólska stjórnin var ekki reiðubúin að verða viö þessum kröfum og það var almennt —taliö útilokað, meira aö segja Helmut Schmidt haföi gefið upp alla von — að hún skipti um skoðun i tæka tiö. Gensch- er vildi hins vegar ekki gefast upp og á elleftu stundu tókst honum að fá pólsku stjórnina til að gefa yfirlýsingar um þetta efni, sem voru svo á- kveðnar að CDU/CSU sáu sér ekki annað fært en að greiða atkvæði með samningunum. Það er ekki aðeins óalgengt að Genscher sé vanmetinn heldur er hann Uka oft álitinn frekar ihaldssamur. Þannig áttu margir von á þvi að for- mennska hansiFDP þýddi lok samvinnu Sósialdemókrata og Frjálsra demókrata. Reyndin hefur hins vegar verið allt önnur. Eins og fyrr segir, var þaö Genscher sem átti hvaö mest- an þátt i þvi að FDP gekk til samstarfs við SPD, en ekki CDU/CSU eftir kosningarnar 1969. 1 samræmi við það hefur Genscher eftir að hann varð formaður FDP, beitt sér fyrir áframhaldandi stjórnarsam- vinnu við SPD, bæði i Sam- bandsþinginu og á fylkisþing- unum. Það er fyrst og fremst honum að þakka. að Frjálsir demókratar munu að öllum likindum halda stjórnarsam- vinnunni við Sósialdemókrata áfram eftir kosningarnar i haust. Frama Genschersog stjórn- málalegan árangur má að miklu leyti rekja til ýmissa persónulegra eiginleika hans. Þó hann sé mikill vinnuþjark- ur þá skortir hann ekki dóm- greind. Hann er lika heiðarlegur og áreiðanlegur og hafa þeir eig- inleikar verið giftudrjúgir fyr- ir samstarfið við Sósialdemó- krata undanfarin tvö ár. Skipulagsgáfur eru senni- lega ein sterkasta hlið hans, og eiga þær h'klega mikinn þátt i góðum árangri hans viö aö halda flokknum saman. Þaö er oft sagt um vest- ur-þýzka atvinnustjórnmála- menn að flestir þeirra séu ,,at- vinnupólitikusar". Það er sennilega rétt lýsing á þeim. Miðað við sama vest- ur-þýzka mælikvaröa, hæfir Genscher hins vegar betur að vera kallaður gáfaður at- vinnustjórnmálamaður.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.