Tíminn - 18.07.1976, Side 8
8
TÍMINN
Sunnudagur 18. júli 1976
Þaö er óhætt aö fullyröa aö Flókalundur er á fögrum staö, fjarri ys og þys bæjanna.
Ferðaskrifstofurnar
virðast hafa steingleymt
Vestfjörðum
FLÓKALUNDUE er einn þeirra
staöa á Vestfjöröum, sem hinn
almenni feröamaöur ætti ekki
aö láta hjá liöa aö heimsækja.
Þar er hægur vandi aö fá leyfi til
aö renna fyrir lax eöa silung, og
ef veöur er gott, þá aö leggjast
marflatur i einhvern bollann og
láta sólina baka hrimhvitt
skinniö. Svæöiö i kringum
Flókalund er nú friölýst, en þar
hefur Alþýöusamband Vest-
fjaröa, i samráöi viö Náttúru-
verndarráö, hafiö byggingu
orlofshúsa skammt frá
veitingastaönum. Þarna eru
áætluö þrjátiu hús, en þegar er
nær lokið byggingu þess fyrsta.
Það er reist af Lögreglufélagi
Vestfjarða.
Þegar blaðamaöur Timans
var þarna á ferö fyrir skömmu,
þá var litiö við hjá hótelstjóran-
um, Hebu Olafsson, en hún
Fyrsta orlofshúsiö aö veröa fullbúiö. en þaö eru lögregluþjónar á Vestfjöröum sem koma til meö aö búa
þarna I sumarleyfum sinum.
Blaöamennfrá Dagblaöinu, Anna Bjarnason og Atli Steinarsson, voru i afslöppunarferö i Flókalundi.
Þaö lá hreint ekki svo illa á Hebu og Sverri Bergmann kokki
Flókalundar.
hefur verið viðriöin veitinga-
og hótelrekstur i Flókalundi sl.
tiu ár. Hins vegar er staöurinn,
ásamt Bjarkarlundi i eigu
hlutafélagsins Gests. Viö spurö-
um Hebu hvenær starfsemin
hefði byrjað.
— Þaö var um 1960 að hér var
starfrækt litil kaffistofa, en
fljótlega kom i ljós, aö grund-
völlur var fyrir miklu viðameiri
starfsemi. Þá var hér byggt eld-
hús, veitingasalur og fjögur
gistiherbergi. 1 kringum 1966
var ákveðið að stækka staðinn
meir og gera það myndarlega.
Sú viðbót komst i gagnið 1971.
Það er óhætt að segja að þetta
hafi verið gert myndarlega, öll
herbergi eru teppalögð og með
snyrtiaðstöðu.
— Hvað er opið lengi hjá ykk-
ur á ári?
— Staðurinn opnar i júni, en
við verðum að loka fyrstu dag-
ana i september. Hins vegar var
hér opið lengur áður en Djúp-
vegurinn kom til sögunnar.
Isfirðingar til dæmis, sem voru
hér oft fyrir opnun hans, gista
nú frekar i Bjarkarlundi, enda
liggur það miklu beinna við fyr-
ir þá.
Aðspurð sagði Heba, að nýt-
ing á hótelrýminu hefði verið
allsæmileg það sem af er
sumri. Staðurinn fær t.d. hópa
frá Ferðaskrifstofu rikisins, en
eins og Timinn skýrði frá fyrir
skömmu, þá hefur ferðaskrif-
stofan tekið upp nýja áætlun um
Vestfirði. Heba sagði, að sér
virtust þessar ferðir vera nokk-
uð vinsælar, en i Flókalundi
gista hóparnir tvær nætur.
— En aðrar ferðaskrifstofur
virðast algjörlega hafa gleymt
þvi að Vestfirðir eru á landa-
kortinu. Það er eins og ekkert
annað sé til á Islandi en Gull-
foss, Geysir og Mývatn. Hins
vegar hafa mér sagt útlending-
ar, sem hingað hafa komið, að
Vestfirðirnir séu sizt tilkomu-
minni en aðrir staðir, sem þeir
hafa skoðað. Það má ef til vill
segja, að við séum eitthvað úr
leið, en ekki svo, að svari ekki
kostnaði að koma hingað.
Ferðamaður, sem er á eigin bil
getur til dæmis farið mjög
fallega leið hingað á Vestfirði,
þ.e. hann getur farið til Stykkis-
hólms og tekið þaðan flóabát-
inn, komið við i Flatey og tekið
siðan land á Brjánslæk. Þá get-
ur hann auðvitað einnig farið
landleiðina, en ég nefni hitt sem
dæmi, þvi að það eru ekki marg-
ir, sem hafa séð Breiðafjarðar-
eyjarnar.
— Að lokum Heba, hvernig er
að vinna sem hótelstjóri?
— Éger búinn að vera i þessu
nú i tiu sumur. Þetta er strangt
og mikiö að hugsa um. Vinnu-
dagurinn er i raun og veru allur
sólarhringurinn, en það þýðir
ekki að vera i hótelrekstri nema
að vaka yfir honum. En sem
betur fer, þá er hér gott starfs-
fólk, og það hefur ekki svo litla
þýöingu þegar öllu er á botninn
hvolft.
ASK.