Tíminn - 18.07.1976, Side 20
TÍMINN
Sunnudagur 18. júli 1976
Sunnudagur 18. júli 1976
TÍMINN
m
JÓN EIRIKSSON er maöur
nefndur. Hann hefur ekki aðeins
siglt haf langrar ævi, sem nú er
orðin 83 ár, heldur hefur hann
siglt, i bókstaflegri merkingu
þess orðs, næstum alla sína ævi.
Jón er i hópi elztu sjómanna okk-
ar, hann var farmaður i hálfa öld,
og rösklega þó. Þó að undirrit-
aður höfundur þessara lina beri
ekki hið minnsta skynbragð á
skip né sjó, þótti honum i meira
lagi gaman aö spjalla við Jón
Eiriksson, og vonandi hafa les-
endur okkar einnig nokkra
skemmtun af lestrinum. — í
þeirri von er þetta greinarkom
skrifað.
,,Hann var alinn
upp við sjó....”
Aður en við förum að tala um
farmennskuna, langar mig að
kynna hinn aldna sægarpmeð þvi
að spyrja hann:
— Hvar leizt þú fyrst dagsins
ljós, Jón?
— Ég fæddist 20. júlí 1893 að
Tungu I örlygshöfn við Patreks-
fjörö. Faðir minn var Eirikur
Eiriksson bóndi þar, Magnússon-
ar, en sá Magnús var aðfluttur
sunnan úr Borgarfirði. Móðir min
hét Jóna Bergljót Einarsdóttir
Thoroddsen. Einar faðir hennar
var sonur Jóns Thoroddsens á
Látrum, en hann var sonur Þór-
odds Þóroddssonar, þess sem
Thoroddsensættin er kennd viö.
Þannig voru þeir bræörasynir,
Jón langafi minn á Látrum, ög
Jón Thoroddsen skáld. Meira get
ég ekki sagt að ég viti um ætt
mina, enda er ég ekki ættfræður
maður.
Ég ólst upp I Tungu til þrettán
ára aldurs. Faöir minn dó, þegar
ég var aðeins fjögurra ára, en
móðir min hélt búskapnum áfram
eftir það, þangaö til ég var
þrettán ára, þá brá hún búi og
fluttisti kaupstaöinn, „áEyrar,”
eins og það var alltaf kallað, en
það er sá staður, sem nú heitir
Patreksfjörður. Eyrarnar voru
Vatneyri og Geirseyri. Við töluð-
um aldrei um að „fara i kaup-
stað”, heldur að „fara á Eyrar.”
Og svo fast var þetta i málinu, að
þegar stofnaður var sparisjóbur á
Patreksfirði, þá var hann kall-
aður Eyrarsjóður. — Nú eru þess-
ar nafngiftir smám saman að
hverfa.
Sumarið sem ég var þrettán
ára, reri ég meö Einari bróður
minum viö fjórða mann frá Lát-
urdal, sem er yzti dalurinn við
Patreksfjörð vestanverðan. Þaö
vor átti ég raunverulega að
fermast, en eins og menn geta
séð, hafði ég ekki neinn tima til
þess að standa i sliku, þar sem ég
var farinn aö stunda sjó af krafti!
Seinni part sumarsins átti reynd-
ar að sjá mér fyrir tlma til lestr-
ar, en mér fannst þaö spilltur timi
aðsitja ilandiyfirbókum, svo ég
fór á kútter og var þar á annan
mánuð. Þeirri sjómennsku hætti
ég þó rúmum hálfum mánuði áð-
ur en átti aö ferma og fékk nokkra
tilsögn hjá frænda minum, Clafi
Hólm, og það er öll min skóla-
ganga um ævina, að Stýrimanna-
skólanum undanskildum. En auk
þess gekk ég i annan ágætan
skóla, sem alltaf hefur verið mér
notadrjugur, og þaö er skóli
reynslunnar.
Á skútum og
togurum
— Varst þú svo lengi sjómaður
fyrir vestan?
— Ég var þar á skútum, —
kútterum Péturs Ólafssonar á
Geirseyri, — þangað til 1911. Þá
fór ég á togara, sem hét Eggert
Ólafsson, og var i eigu Péturs
Ólafssonar. Þessitogari var fljótt
seldur, og réðist ég þá á norskan
togara, sem hét Atlas. Hann var
geröur út frá Hafnarfiröi, og
skipshöfnin var islenzk, nema
skipstjóri og vélstjóri, þeir voru
norskir. Fiskiskipstjóri var Jó-
hannes Bjarnason frá Bjarneyj-
um á Breiöafirði, sami og veriö
haföi með Eggert Ólafsson. Ariö
1913 fór ég i Stýrimannaskólann i
Reykjavik, lauk prófi þaðan vorið
eftir, og vorum við þrir aö þvi
sinni, sem lukum náminu á einum
vetri. Sumariö 1914 var ég á tog-
ara. Þetta ár var verið að smiöa
togara i Þýzkalandi fyrir Ólaf
Böðvarssonogfleirii Hafnarfirði.
99
HÁLFA
ÖLDÁ
HÖFUM
ÚTI....
Lagarfoss gamli. Þar varð Jón Eiriksson fastráðinn skipstjóri árið 1930, en áður hafði hann haft
skipstjórn með höndum i viðlögum.
Rætt við Jón Eiríksson, skipstjóra
Jón Eiriksson.
Brúarfoss. Þvi skipi stjórnaði Jón Eiriksson, þegar sú giftusamlegabjörgun fór fram, sem sagt er frá i
þessari grein.
Jóhannes Bjarnason átti að taka
við þessu nýja skipi, og hafði
hann fariðutan til þessaöfylgjast
með smiðinni. Siðan vorum við
sendir, stýrimaöurinn og nokkrir
af skipshöfninni, þar á meöal ég,
til þess að sigla skipinu hingað
heim. Við fórum til Kaupmanna-
hafnar meö Vestu gömlu og bið-
um þar þess að fá tilkynningu um
að mega fara til Þýzkalands, þar
sem hið nýja skip beið okkar. A
meðan á þvi stóð, kom fyrirspurn
frá Thor Tulinius, hvort nokkur
okkarhafistýrimannspróf, en svo
stóð á þeirri fyrirspurn, að hann
haföi tekið aö sér að annast
strandferðir með litlu skipi, sem
hann kallaöi ísafold, og var skráð
frá Eskifirði. Hann vildi, að öll
skipshöfnin væri Islenzk, honum
var það metnaðarmál. Nú vildi
svo til, að ég var eini maðurinn i
hópi þessara Islendinga, sem
haföi próf, en ég var aftur á móti
gersamlega reynslulaus, hafði
aldrei siglt á vöruflutningaskipi.
Ég sendi þó minum tilvonandi
skipstjóra skeyti til Þýzkalands
og sagði honum eftir hverju
Tulinius væri að falast. Svo liða
fjórir dagar, en ekki fékk ég neitt
svar frá skipstjóranum. Þá setti
Thor Tulinius mér úrslitakosti:
annað hvort yrði ég að svara
strax, eða að ekkertyröi úr þvi að
ég færi til hans. Nú var annaö
hvortaöhrökkva eða stökkva, og
égtókþáákvörðunaðfara áþetta
skip, þótt það væri i hálfgerðu ó-
lagi. Þaö varð min fyrsta ferð á
vöruflutningaskipi, en hér var
teningunum kastað, þvi að eftir
þetta var ég alltaf á vöruflutn-
ingaskipum, og aldrei I lægri
stööu en stýrimaöur.
Sexhundruð sinnum
yfir hafið —
og rúmlega þó
— En hvenær réðist þú til Eim-
skipafélags tslands?
— Þegar gamli Lagarfoss var
keyptur I staðinn fyrir Goöafoss,
varð ég stýrimaöurá honum 1917,
og var það I fjögur ár. Si'ðan var
égstýrimaður á Gullfossi i niu ár,
en þá var skipstjórinn „kominn I
magann” á mér, eins og menn
segja stundum. Ég neita þvi ekki,
að mighafiveriðfarið að langa til
þessaðtaka aðmér skipstjórn, og
fannst ég búinn að vinna nógu
lengi fyrir minni Rakel — i þess-
um skilningi.
— Þessi draumur rættist lika —
eöa var ekki svo?
— Jú, ég varö skipstjóri á Lag-
arfœsi 1930. Og það er bezt að
taka þaö fram, aö af þeim fimm-
tiu og tveim árum, sem ég starf-
aði á flutningaskipum, var ég
fjörutiu og tvö ár hjá Eimskipafé-
lagi Islands. Og af þessum fjöru-
tiu og tveimur árum var ég
þrjátiu ár skipstjóri.
— Þú hefur verið bókstaflega
fæddur með sjómennskuna I blóð-
inu?
— Ég býst við þvi. Þaö er ann-
ars bezt að ég segi þér frá fyrstu
sjóferöinni sem ég fór á ævinni,
þótt sú ferö sé kannski ekki bein-
llnis til þess að miklast af.
Þegar ég var eitthvað um átta
ára aldur, kom mótorbátur frá
Patreksfirði. Ég hygg, að þeir
sem stýrðu honum, hafi veriö
heldur litlir sjómenn, en hvað
sem um það er, þá lögðu þeir
bátnum skammt undan iandi oe
reru til lands á litlum pramma.
Þegar þeir ætluðu a halda heim á
leið aftur, var mótorbáturinn rek-
inn upp I fjöru.Menn fóru nú auð-
vitað að bjástra við hinn strand-
aða bát, en á meöan sáum viö
okkur leik á borði, ég og annar
patti, álika stór og ég, tókum
pramma gestanna traustataki og
rerum frá landi. Ég man, að við
hrópuðum húrra fyrir sjálfum
okkur, þegar pramminn var kom-
inn á flot, — og þóttumst heldur
betur menn meö mönnum. En allt
i eínu gerðist nokkuð undarlegt:
Mér fannst maginn I mér allur á
fleygiferð upp á við, en hjartað að
sama skapi niður. Rerum við þá
fljótt að landi, og vorum i meira
lagi fegnir að hafa aftur fast land
undir fótum. Feröin hafði ekki
orðiö löng, en þó nógu löng fyrir
okkur.
— En seinna urðu þær lengri,
þvi að lengi varst þú i millilanda-
siglingum.
— Já, rétt er það. Ég hef farið
þrjú hundruð og eina ferð milli ís-
lands og annarra landa. Það þýð-
ir, að ég hafi farið yfir hafið sex
hundruð og tvisvar sinnum, fram
og til baka. Af þessum ferðum
voru fjörutiu og fjórar farnar á
striðsárunum, — eða áttatíu og
átta ferðir á styrjaldartlma, og
næstum alltaf á ófriöarsvæði.
„Fuglabyssur” og
, ,hræðslupeningar’ ’
— Það hlytur oft að hafa gerzt
eitt og annað söguiegt i þessum
ferðum?
— Já, að visu, en ég veit varla
hvað ég ætti helzt að nefna, ef ég
fer að rifja þetta upp. Viö vorum
einu sinni staddir úti I Leith, ég
var skipstjóri á Brúarfossi, og
styrjöldin var i algleymingi. Þaö
hafði veriö gerð árás á islenzka
linuveiðarann Fróða, og annar
linuveiðari, Pétursey, hafði verið
skotinn niður. Þá hafði og kafbát-
ur sökkt togaranum Reykjaborg,
eins og flestum Islendingum mun
vera I fersku minni.
Sem viö vorum nú staddir
þarna úti, var mér bannað að
sigla heim, fyrr en ég fengi nán-
ari fyrirmæU, og skipshöfn min
vildi ekki heldur sigla, nema
við fengjum vopnaða fylgd. Við
biðum nú þarna I nokkra daga —
mig minnir fjóra — en ég haföi
ekki nokkra minnstu von um að
Bretar færu aö láta fylgja okkur
einum til Islands, og þóttist sjá
þaðfyrir, aöviðyrðum að bjarga
okkur sjálfir, eins og vanalega.
Þó vildi ég ekki gera neitt til þess
að telja skipshöfnina á að fara
með mér. Loks vorum við sendir
til Thurso Bey, sem er norðan til á
Skotlandi vestanverðu. Þar kom
til móts viö okkur Islenzki togar-
inn Arinbjörn hersir, og norskt
fiskflutningaskip, sem ég man nú
ekki lengur hvað hét. Þettanorska
skip var með loftvarnabyssu um
borö. Við, þessi þrjú skip, áttum
nú að sigla i samfloti til tslands,
og „vopnaða fylgdin” var fugla-
byssan á norska skipinu.
— „Fuglabyssan”?
— Já.viðfengum seinnasvona
byssu um borð i Brúarfoss, og
kölluðum hana aldrei annað en
„fuglabyssuna” þvi að þessar
byssur voru gersamlega gagns-
lausar, að minnsta kosti gegn kaf
bátum, en frá þeim staíaði öll
hættan um þetta leyti.
Við komumst þó klakklaust til
Reykjavikur, en þegar þangaö
kom, var þar allt i uppnámi, öll
skip höfðu safnazt I höfn, enginn
vildi sigla, og I raun og veru vissi
enginn hvað gera skyldi. En hér
fór eins og svo oft, bæði áður og
siðar: peningarnir komu til
hjálpar. Upp úr þessu öngþveiti
varð til hin svokallaða „áhættu-
þóknun sjómanna”, sem sumir
kölluðu reyndar „hræðslupen-
inga”.
Eftirminnileg ferð
Þegar hér var komiö sögu,
hafði þáverandi rikisstjórn ts-
lands látiðbanna bakstur á vinar-
brauði og öðru , Jcaffibakkelsi” til
þessað spara kornvöru, sem var
vist orðin mjög af skomum
skammti ilandinu. En um leið og
samningarnir um áhættuþóknun-
ina höföu verið gerðir, var Brúar-
foss valinn til þess að sigla til
Halifax eftir fullfermi af korn-
vöru. Og það var ætlazt tilþess, að
við yrðum svo fljótir I f örum, sem
kostur væri á.
Við sigldum nú til Hahfax, lest-
uðum þar fullfermi á þrem sólar-
hringum, og héldum siðan rak-
leiðis á staðheim. t raun ogveru
held ég aö við höfum verið reglu-
lega fljótir, þvi að öll feröin tók
ekki nema tuttugu og einn dag,
fram og aftur, og mun það hafa
verið fljótlegasta ferð á milli ts-
lands og meginlands Ameriku þá.
En þótt ferðin tæki ekki lengri
tima en þetta, varð hún eftir-
minnileg fyrir aðrar sakir.
Þegar við vorum komnir
skammt austur fyrir Nýfundna-
land, heyrðum við neyöarkall frá
tveim brezkum skipum, sem kaf-
bátur haföi sökkt. Bandarikja-
menn voruekki komir I striöið, en
höfðu bækistöð i Julianeháb á
Grænlandi fyrir nokkra tundur-
spilla. Þeir fóru nú á stað I leit að
skipbrotsmönnunum. Tilkynn-
ingar frá tundurspillunum bárust
með klukkutima millibili, svo við
gátum fylgzt með, og skipbrots-
mennirnir voru nokkurn veginn á
leið okkar, það er að segja ekki
ýkjalangt frá þeirri stefnu sem
viðsigldum.Viðheyröum fyrsttil
skipbrotsmannanna að kvöldlagi,
og næsta morgun, þegar við vor-
um farnir aö nálgast þá, safnaði
ég saman öllum upplýsingum,
sem borizt höfðu, einkanlega
þeim siöustu, og komst að þeirri
niðurstöðu, að ég ætti að breyta
stefnunni um eitt strik, eða meö
öðrum orðum, ellefu gráður á
bakboröa. Þetta geröi ég.
A sjöunda timanum um kvöldið
sáum viö ljós framundan, bak-
borösmegin. Þetta reyndust vera
tveir bátar með skipbrotsmenn
frá öðru skipinu, sem sökkt hafði
veriö, fjörutiu ogfjórir menn alls.
Veður var gott, og við tókum
mennina um borð. Einn mann-
anna var slasaður, en ekki hættu-
lega.
Ekki máttum viö senda skeyti á
leiöinni, en sagt var mér, að þeg-
ar sást til okkar úti fyrir Gróttu,
hafi bakararnir I Reykjavlk byrj-
aö að hnoða deigið i vfaarbrauöin,
þvl að nú vissu þeir aö mjölið var
að koma. En mér var ofar I huga
annar farmur, sem Brúarfoss
hafði fengiö I þessari ferö: Lif
fjörutlu og fjögurra manna, sem
höfðu næstum orðiö hinum
grimmúðuga hildarleik að bráö.
Hvort hrammur styrjaldarinnar
hefur náð þeim slðar, veit ég auð-
vitað ekki.
Giftusamleg björgun
— Geturðu ekki sagt lesendum
okkar fieiri sögur af þvi, þegar
þér auönaðist að bjarga manns-
llfum?
— Hálfu ööru ári eftir þennan
atburð, var ég einu sinni sem oft-
ar I skipalest á leið frá New York
tilBretlands. Við vorumtuttuguog
sjö skip i lestinni, sem lögðum
upp frá New York, en þrettán af
þeim var sökkt i feröinni. Þá voru
höfö björgunarskip I þessum
skipalestum, og skyldu þau tina
upp skipbrotsmenn sem lifðu af
og flutu I sjónum, eða komust I
báta.
Björgunarskipiö, sem fylgdist
með okkur i þessarilest, var orðið
yfirfullt af mönnum, og eitt annað
til viðbótar, og þá var Brúarfoss
skipaður til þess að vera björgun-
arskip I staðinn. Ekki löiigu eftir
aö Brúarfoss var skipaður I þetta
ábyrgðarstarf, var skip skotiö
niður, svo aö segja viö hliðina á
okkur. Við fórum auðvitað strax
þangaö og fórum að bjarga
mönnunum. Skipstjórinn á skip-
inu, sem hafði orðiö fyrir árás,
varð fyrstur um borð til okkar,
æddi upp I brú til min og skipaði
mér að sigla burt undir eins.
Hann hafði auösjáanlega fengið
taugaáfall, þvl aöhann þóttistsjá
kafbáta allt I kringum okkur. Ég
baö brytann okkar að fara með
hann, gefa honum einhverja
hressingu og hafa róandi lyf með.
Þetta gerði hann, enda jafnaöi
skipstjóri sig fljótlega svo að ekki
voru nein óþægindi af honum eftir
það.
En af öörum skipbrotsmönnum
er þaö að segja, að þeir höfðu
komizt I björgunarbáta og fleka,
allir nema niu menn, þeir voru
enn I hinu sökkvandi skipi, sem
maraði ihálfu kafi. Mér þótti hart
að þurfa aöskilja þessa niu menn
eftir I svo bráðum lifsháska, svo
ég spurði hina skipbrotsmennina,
sem voru enskir, hvort þeir vildu
ekki fara á öðrum björgunarbátn-
um að skipsflakinu og reyna-
að bjarga félögum sinum, en
enginn Bretanna gaf sig fram til
þess starfa. Ég spurði þá mina
eigin skipshöfn, hvort ekki væru
einhverjir, sem vildu taka þetta
að sér.
Innan skamms kom til mln
annar stýrimaður, Kristján Aðal-
steinsson, og sagðist skyldi fara,
hann gæti fengiö fjóra menn með
sér.Við ráðguðumst svo um,
hvernig við skyldum haga þessu.
Ég lá með Brúarfoss vindmegin
við hið sökkvandi skip, svo okkur
rak nokkurn veginn jafnt. Ég
gizka á, að á milli okkar hafi ver-
ið um það bil ein mila. Vandi
manna minna lá einkum I þvl, aö
þeir máttu alls ekki leggja upp að
skipinu, sem var að sökkva, þvi
að sjórinn gekk yfir það og gat
hæglega fyllt björgunarbátinn og
sökkt honum. Enn fremur gat
skipið sokkið skyndilega, og
björgunarbáturinn þá dregizt i
kaf meö þvl I soginu, sem mynd-
aðist, þegar skipið sykki. Þessar
hættur voru bæði mér og
Kristjáni stýrimanni fullkomlega
ljósar.
Ég gat ekki fylgzt með björgun-
arbátnum nema fyrsta spölinn,
sökum myrkurs, en ég sagði
Kristjáni, áður en hann lagoi ai
stað, að ég myndi sigla „niður
fyrir’ ’ skipiö og biða hans þar, svo
að það yröi aðeins undan vindi að
sækja fyrir þá, þegar þeir kæmu
með mennina, ef þeir næðu þeim.
Kristján fór nú, og hóf björgun-
ina á þann hátt að hann skipaöi
mönnum sem voru i skipinu að
kasta sér I sjóinn, en síðan fiskaði
hann þá upp og innbyrti þá. Þann-
ig náöi hann fjórum af þessum
niu, hinir fimm neituðu aö henda
sér útbyrðis úr sökkvandi skip-
inu, þótt þar biði þeirra ekkert
annað en dauðinn, og það innan
skamms tlma, þvi aö ekki gat lið-
ið á löngu, unz skipiö sykki. Meö
þessa fjóra menn kom Kristján
nú til min og við tókum þá um
borð I Brúarfoss.
Ekki get ég sagt, að mér liði vel
aö vita af fimm mönnum um borö
1 skipinu, og þurfa að skilja þá þar
eftir. Ég hinkraöi við.
Eftir nokkurn tlma bauð þriöji
stýrimaður á Brúarfossi, Sigurð-
ur heitinn Jóhannsson, sig fram,
og sjö menn aðrir af skipshöfn
minni. Lögðu þeir nú allir af staö
til þess að freista þess að bjarga
þeim mönnum sem eftir voru i
flakinu. Ég hafði sama hátt og áö-
ur, að ég færði mig til, svo að
björgunarbáturinn ætti undan
vindi að sækja til min. En sem ég
nú var að færa mig til, brá svo
viö, að ég kom hvorki auga á
björgunarbátinn né heldur skips-
flakið. Taldi ég þá sennilegast, aö
skipið heföi sokkið, — og það segi
ég satt, að nú leið mér illa, ef að-
gerðir minar yrðu til þess, að enn
fleiri menn færusten þeir sem ég
hafði viljað bjarga. Nú haföi ég
ekki skipsflakiö til þess aö styðj-
astviö, en sigldi „eftir auganu” á
þann stað, þar sem ég taldi mig
eiga að liggja til þess aö blðá
björgunarbátsins. Ég beið, og
mér fannst timinn lengi aö liöa.
En svo kom björgunarbáturinn I
ljós, og þá létti okkur öllum ósegj
anlega, og þó llklega engum
meira en mér, þvi aö mér einum
gat ég um kennt, ef illa heföi far-
ið.
— Hafði þeim tekizt að bjarga
mönnunum?
— Þeir höfðu meðferðis þrjá
menn af þessum fimm, sem I
skipsflakinu voru, en hinum
tveimur bjargaði litið herskip
(„korvetta”) sem hafði verið
þarna i myrkrinu, án þess að ég
vissi af þvi. Þannig bjargaðist
hver einasti maöur, sem verið
hafði um borð I skipinu, sem skot-
ið var niður.
„Vel gert”
— Er ekki miklum vandkvæð-
um bundiö að bjarga mönnum við
þessar aðstæður?
— Ætla mætti, aö ekki væri svo
auðveltað finnamenn, sem fljóta
eða veltast i úfnum sjó, en hér
kemur það til álita, að þessir
menn voru allír i björgunarbélt-
um, og þau voru þannig gerð, aö
við þau var festur litill lampi. A
honum kviknaði rauttljós.þegar I
sjóinn var komið. Þetta auðveld-
aði björgunarmönnunum mjög að
sjá þá sem bjarga skyldi. En við
sem að björgunarstarfinu unnum,
máttum að sjálfsögðu ekki sýna
nein ljós, til þess að kalla ekki
kafbátana til okkar.
Þegar þessu var lokið, kom
korvettan I nánd við okkur og
kannaði, hversu marga menn viö
hefðum innan borðs, og kom þá I
ljós, að öllum skipbrotsmönnum
hafði verið bjargað.
— Varstu ekki búinn að missa
af skipalestinni á meðan á öllu
þessu stóö?
— Hún mátti ekki stanza, en ég
vissi bæði um stefnu hennar og
hraöa, og ltka það, að hún átti að
breyta um stefnu um miðja nótt-
ina, svo aö ekki var erfitt fyrir
mig að reikna út, hvað ég ætti aö
stýra. Þega? birti um morguninn,
sáum við reykinn frá skipalest-
inni fram undan. Og eitthvað um
kl. tiu um morguninn na'ðum viö
henni. Þá sendi korvettan, sem
hafði haldiö sig I námunda við
okkur, mér skeyti, sem aöeins
var tvö orð: „Vel gert. ” Mér þótti
ákaflega vænt um þessa viður-
kenningu, ekki slzt vegna manna
minna, sem af fúsum og frjálsum
vilja höfðu lagt sig i hættu til þess
að bjarga mönnum úr yfirvofandi
lifsháska.
Þegar við vorum komnir suður
fyrir Island, var Brúarfossi leyft,
ásamt einni korvettu og tveim
dráttarbátum, að yfirgefa skipa-
lestina og sigla til Reykjavlkur.
— Þú hlýtur að eiga margar
endurminningar frá sjónum, sem
ekki eru tengdar ógnum heims-
styrjaidar?
Þá kynntist ég
lifsbaráttu fólksins
i strjálbýlinu
— Rétt er það, en ég veit várla
hvort við eigum aö segja, að þær
minningar séu beinllnis um sjó-
mennsku, þótt þær séu nátengdar
henni. Þegar ég sigldi Lagarfossi
á áratugnum á milli 1930 og ’40,
þá sigldum við frá Kaupmanna-
höfn um Leith til Djúpavogs og
svo noröur og vestur um land, og
snerum við á Norðurfirði á
Ströndum. Endastöðvarnar voru
sem sagt Kaupmannahöfn og
Noröurfjörður, og það voru satt
að segja mjög svo ólikir staðir,
bæði að stærð og öllu útliti. A
þessum árum rlkti kreppa á Is-
landi, og ég held að mér sé óhætt
að fullyrða, aö fáir hafi fundið
meira til hennar en Austfirðing-
ar. Aflabrögð voru léleg, og sam-
bandinu við Reykjavik var svo
háttað, aö það kom oftar en einu
sinni fyrir, aö fljótlegast reyndist
að fara með Botniu til Leith og
taka siðan annað skip þaðan til
Reykjavlkur.
A þessum árum kynntist ég
mönnum I strjálbýlinu, þorpun-
um á Austur, Norður- og Norð-
vesturlandi. Ég lærði að skilja,
hvernig högum þessa fólks var
háttað, og þá erfiðu lifsbaráttu
sem það háði fyrir tilveru sinni.
Að þvi hef ég búið til þessa dags.
Frá þessum árum á ég einhverjar
dýrmætustu minningar ævi minn-
ar, þvl að ég fann, að þetta var is-
lenzka þjóöin, og að ég var hluti
af henni, þótt ég byggi að visu viö
miklu betri kjör en afgreiðslu-
menn Eimskipafélagsins sem ég
kynntist á höfnunum kringum
landið.
Lagarfoss var fyrsta fleytan
sem ég sijórnaöi, og þá fór ég lika
að skilja hvað til þess þarf að
stjórna skipi svo að vel sé. Mað-
urinn þarf i fyrsta lagi að þekkja
skipiö, kosti þess og galla, og i
öðru lagi að þekkja sjálfan sig.
Hann þarf aö vita, hvað hann má
bjóða sér mikiö, og gera sér grein
fyrir sinum eigin göllum.
og að þeim höggum
bý ég enn.......”
— Er ekki skipsstjórn likam-
lega erfitt starf og þreytandi til
lengdar?
— Það var nú ekki talið erfitt
að vera skipstjóri á flutninga-
skipum. Við fengum það einu
sinni framan i okkur við samn-
ingagerð, að við lægjum alltaf i
hægindastól I ferðunum, og létum
stýrimennina hafa fyrir öllu. En
margir vildu hafa okkur góða, og
þaðmun hafa verið á striðsárun-
um, sem almennt var farið að
kalla okkur „hetjur hafsins” á
hátiðum og tyllidögum. Oftast
heyrðum viö þessi fallegu orð á
glaðri stundu, eftir að menn höföu
drukkiö úr mátulega mörgum
staupum. Þá var gjarnan slegið
kumpánlega á axlir okkar, og að
þeim höggum bý ég enn, þvl að ég
erviðþolslausaf gigt i báðum öxl-
um. Læknarnir segja nú reyndar
að þetta stafi af þvl, að hálsinn á
mér sé farinn aö kalka, en ég veit
ekkert hvort þeirra skýring er
réttari en min. Þeir vilja aö
minnsta kostiekkisetja Imig nýja
hálsliði, en veriö getur, að það
stafi af þvi, að þeim finnist ekki
taka þvl aðsetja nýja bót á gamla
fllk.
Nú upp á siökastið hafa skipherr
ar varðskipanna okkar fengiö
mest af þakklæti almennings —
og það mjög aö veröleikum. —
Sjálfsagt er þeim klappaðhlýlega
á báðar axlir, þegar þeir koma i
land. Það væri fróðlegt að vita,
hvort hann Guðmundur Kjærne-
sted og aðrir skipsmenn varð-
skipanna, eru ekkifarnir aö finna
til gigtar i öxlunum!
—VS
21