Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 15. ágúst 1976 TÍMINN 3 Olía hækkar ASK-Reykjavik. — Gasolia til húsakyndinga hefur hækkað um tæpar tvær krónur, hver litri, eða úr kr. 25.25 i kr. 27.00. Til bila hækkaði lit- rinn hinsvegar um þrjár krónur, úr 30.00 i kr. 33.00. Þá hækkaði svartolia úr kr. 17.080 hver lest i kr. 19.000. 7 manns slasast í drekstri á Draghdlsi ASK-Reykjavik. Tveir bllar lentu I árekstri á Draghálsi á föstu- dagskvöldiö. Tildrög voru þau, aö VW-rúgbrauö og Volgu-bifreiö voru á leiö yfir Dragháls. Þegar Volgan ók ofan i poll skvettist á rúöu VW-bilsins, svo ökumaöur sá ekki útúm framrúöuna.Umdeiö kom á móti honum jeppi, og lentu bilarnir saman. Sjömanns voru i bilnum. Slösuöust þeir illa, aö einum undanskildum. Var fólkiö flutt á sjúkrahús á Akranesi, en slöan var einn maöur fluttur i þyrlu til Reykjavikur til frekari aögeröar þar. Ekið á hest ASK-Reykjavik Þaö slys varö I fyrrakvöld, aö maöur á vélhjóli ók á hest á Þingvallavegi. Aö- dragandi slyssins var sá, aö maö- ur var meö fimm hesta á ferö, en skyndilega tók einn sig út úr hópnum og hljóp fyrir hjóliö. Aö sögn lögreglunnar i Hafnarfiröi, var ökumaöur hjólsins fluttur á slysavarðstofuna, en hann mun ekki hættulega slasaður. © Seyðisfjörður verkefni sem ekki er hægt að draga mikiö lengur. Holræsakerfiö er aö stórum hluta mjög gamalt og þarfnast endurnýjunar, sem ennfremur þarf aö gerast sem fyrst. Ráöinn hefur veriö verkfræö- ingur til eins og hálfs árs og mun hann m.a. vinna aö lausnum til úrbóta á þessum sviðum, en einnig mun hann skipuleggja nýtt hverfi fljótlega eftir áramót. Hann mun ennig vinna aö gerö nýs aðalskipulags fyrir kaupstað- inn, sem vonazt er til aö veröi lok- iö á næsta ári Verkfræðingurinn heitir Siguröur Oddsson. FlugvöIIur Flugvöllur var tekinn i notkun árið 1974, en sá böggull fylgir skammrifi að ennþá er ekki kom- Hvað skal gera við hdhýsis- hrúgöldín? — Aðlögunarbygging: Menningarsöguleg tengsl nýrrar greinar i arkitektúr. Litskyggnufyrirlestur fluttur á þýzku og Norræna Húsinu mánudaginn 16. ágúst 1976 kl. 8.30. Fyrirlesarar: DIETER BLUMEL og BERND BAIER, samstarfsmenn Rannsóknar- stofu léttbygginga við Há- skólann i Stuttgart, Léttbygg- ingadeild Háskólans i Essen og Tilraunastofu burðarforma Reykjavik. inn vegur aö vellinum, heldur er þar „góð hestvagnaslóö” meö óbrúaöri á. Seyðfiröingar hafa fengið heldur litinn skilning I þessu máli og nokkurs konar Pontiusar-Pilatusar-aðferð hefur veriðbeitt, þvi að Flugmálastjórn stendur ekki i vegalagningum og Vegageröin leggur ekki veg aö flugvöllum fyrren reglulegu flugi hafi verið haldiö uppi i eitt ár, póstflugi eöa farþegaflugi! Reglubundiö flug er hins vegar ómögulegt vegna samgönguleys- isins viö völlinn, en þaö var reynt I fyrra. Vegalagning Gifurlega miklum og góöum áfanga hefur veriö náö i sam- göngumálum Seyöfiröinga, meö vegabótum á Fjaröarheiði. Vegurinn frá Miöheiöi og aö Efri-Staf hefur veriö hækkaöur mjög mikiö og lagfæröur á annan hátt, og hefur sú framkvæmd gengið undravel, þvi aö byrjaö var á verkinu seinnipartinn i júli, og þvi. verður lokiö fyrir haustiö. Þá eru eftir lagfæringar á veginum frá Efri-Staf og niður aö Neðri-Staf, sem er mjög erfiöur kafli og vegabætur þar ákaflega dýrar. M.a. þarf aö fara meö gifurlega mikla uppfyllingu I Stafdalinn og brúa Stafdalsá. Kostnaðurinn viö lagfæringu þessa 3-4 km vegarkaf la var áætl- aöur 75-80 milljónir. Enn fremur eru nauösynlegar vegabætur út meö Seyöisfiröi, til bændabýlanna, sem þar eru, en Seyðisfjaröarhreppur lagði fram sinn skerf til vegaframkvæmd- anna á Fjaröarheiöi. Höfnin Á siöasta ári voru tekin i notk- un ný hafnarmannvirki og nú er veriö aö reisa þar um 2000 rúm- metra vörugeymslu. Upphaflega var ætlunin aö koma henni upp fyrir haustiö, en ennþá hefur ekki unnizttimi til annars en aö steypa grunninn, en enn er ekki byrjaö á húsinu sjálfu vegna þess hve mikiöhefur veriö aö gera i öörum verkefnum. Skemman veröur stálgrindarhús. Fyrirliggur aö dæla úr höfninni og dýpka hana og i haust veröur væntanlega byrjaö aö aka grjót- fyllingu I nýjan viölegukant. Úttekt á gömlum húsum Aö undanförnu hafa þeir Hörður Agústsson og Þór Magnússon þjóöminjavöröur, unnið að þvi aö gera úttekt á byggöinni i kaupstaönum, en þar er mikið af gömlum húsum sem þarf að varðveita. Telja þeir, aö Seyðisfjöröur komi næst á eftir Akureyri meö fjölda gamalla húsa og gott ástand þeirra. Erfitt er hins vegar aö afla f jár til endurnýjunar gamals hús- næöis, þvi að opinber lán til þeirra hluta eru svo lág, svo sem kunnugt er. Seyðfirðingar vongóðir — Atvinnuuppby ggingin á undanförnum árum gefur okkur tilefni til þess að ætla aö viö get- um verið vongóöir meö endur- reisn kaupstaðarins, þvi að bær- inn hefur veriö á stööugri uppleiö siöan hún hófst, sagði Jónas Hallgrimsson, bæjarstjóri aö lok- um. Hann bætti þvi þó viö ef ekki kæmi til einhverra aðgerða rikis- valdsins á allra næstu árum til þess aö jafna þaö misræmi, sem væri á búsetuskilyröum, þar sem heitt vatn væri fáanlegt úr jöröu og þar sem þvi væri ekki til aö dreifa, þá yrði allt uppbyggingar- starf erfitt fyrir Seyöfiröinga. Nefiidi hann sem dæmi, aö bæjar- félagið heföi greitt 3 milljónir i oliuupphitun fyrstu 5 mánuöi ársins, á meöan vatnsföllin skoRiuöu ónýtt niöur hli'öarnar allt um kring. SHARP HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA Kassettutæki og útvarp fyrir rafhlöðu og rafmagn með nýju og fullkomnu APSS (sjálfvirkur leitari á kassettutækinu) Sambyggt útvarpstæki (5 bylgjvr), plötuspilari, kassettutæki og 2 hátalarar fyrir aðeins 124.800 kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.