Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 15. ágúst 1976 Hvað ætlar þú að sjá af landinu þínu í sumar? Nokkur orð um Árnessýslu Þegar ekið er austur Hellisheiði inn i Árnes- sýslu verður fyrir okkur Kolviðarhóll á vinstri hönd og síðar skiðaskálinn i Hveradölum. Það er ekki einasta hið ágætasta skiðaland/ heldur einnig mikill jarðhiti, sem og víðar þar í grennd, t.d. hafa verið uppi ýmsar ráðagerðir um að virkja þann geysimikla jarðhita, sem finnst uppi við Hengil. Þegar komið er á Kambabrún i austurhlið Hellisheiðarinnar er ágætt að bregða sér út úr bílnum, teygja úr skönkunum og njóta útsýn- isins. í góðu veðri er þaóan f rábært útsýni yf ir Suöurlandið til Eyjafjalla og til Vestmanna- eyja. Hverageröi á sér nokkra sér- stööu meöal islenzkra bæja fyrir margra hluta sakir. E.t.v. rlöur þaö baggamuninn, aö þar eru ræktaöir bananar og kaffibaunir, þótt viö veröum aö visu minna vör viö þær afuröir i verzlunum en gúrkurnar, tómatana og öll blómin. Hvergi á landinu eru jafnmörg gróöurhús og I Hvera- geröi, enda er þar eitt mesta jarö- hitasvæöi landsins. Garöyrkju- skóli rikisins hefur aösetur sitt þar, einnig er þar aö finna heilsu- hæli Náttúrulækningafélags Is- lands, sundlaugar og heit leirböö. Þekktasti hverinn I Hverageröi er Grýta, sem nú hefur raunar fengiö sig fullsadda á sápu og orö- in er heldur treg til aö gjósa sam- kvæmt skipun. Þvi er þaö, aö feröamönnum, sem hug hafa á aö sjá gos, er bent á gosholu nokkra I bænum, enda gýs sú bæöi oft og fagurlega. Viö vegamótin undir Ingólfs- fjalli — þar sem sagt er, aö Ingólfur, landnámsmaöur, Arnarson sé heygöur — beygjum viö til vinstri og höldum noröur og austur meö fjallinu. Hjá Tanna- stööum liggur vegurinn háttoger útsýni hiö ákjósanlegasta’ bæöi yfir Heklu og Suöurjöklana og fjöllin ofan viö uppsveitir Arnes- sýslu. Grafningsvegur er á vinstri hönd hjá bænum Alviöru, en viö höldum áfram yfir Sogsbrúna aö Þrastaskógi. Sá birkiskógur er i eigu ungmenna félagssamtak- anna. Hann er friöaöur, og þarna hefur veriö gert Iþróttasvæöi og reistur veitingaskáli. Tjarnarhólar eru á hægri hönd, skömmu eftir aö ekiö hefur veriö fram hjá landnámsjöröinni önd- veröanesi. I þeim er Keriö, 55 metra djúpur og reglulega lagaö- ur sprengigigur meö tjörn á botn- inum. Keriö er rétt viö veginn og vel þess viröi aö skoöa þaö. Framundan á vinstri hönd er nú gömul gigaþyrping, sem nefnist Seyöishólar, og er meginhluti Grímsneshrauns frá þeim runn- inn. Þaöan er vlösýnt til allra átta, og telja sumir, aö óvlöa finn- ist fegurra útsýni viö þjóöbraut á Suöurlandi. Viö ökum fram hjá kirkjustaön- um Stóru-Borg og siöan Minni-Borg, þar sem nú er verzlun og félagsheimilinu Borg. Frá Svlnavatni viö vegamót Laugarvatnsvegar er stuttur spölur aökirkjustaönum Mosfelli, landnámsjörö Ketilbjarnar gamla, sem Haukdælir röktu ætt- ir sinar til. Hér breytir sveitin nokkuö um svip, I staö mólendis koma flóar. Handan viö Brúará, — en I henni drekktu islenzkir bændur Skálholtsbiskupnum Jóni Gerrekssyni, þegar þeir höföu fengiö sig fullsadda á yfirgang- semi hans — komum viö I hina sögufrægu sveit Biskupstungur og ökum þar Skálholtsveg til hægri. Skálholt Skálholtsstaöur er afar fagur- lega I sveit settur, en eigi aö siöur fór veldi hans mjög hnignandi um langt skeiö, og það er ekki fyrr en slöustu ár, aö hann hefur hafizt til vegs og viröingar á nýjan leik. Ariö 1949 var stofnaö félag til aö vinna aö endurreisn staöarins og 1956 var hafizt handa um bygg- ingu dómkirkjunnar, sem þar stendur nú. Hún er hiö glæsileg- Selfoss. Hverageröi. asta hús, teiknuö af Heröi Bjarnasyni húsameistara rlkis- ins. Kirkjan er prýdd fjölda lista- verka — i kirkjuturninum er vandaö bókasafn, og I kjallaran- um er grafhýsi og minjasafn um Skálholtsbiskupa. — oOo — Næstskulum viö staldra viö hjá Geysiog Gullfossi, og þvl höldum viöút á Biskupstungnabrautina á nýjan leik, þegarheimsókninni aö Skálholti er lokiö. Þar veröur fyrstfyrir prestsetriö Torfastaöir á vinstri hönd, en siðan smá- byggöahverfi kringum Reyk- holtshver. Þar er barnaskóli sveitarinnar og félagsheimiliö Aratunga. Austan viö Tungufljótiö sjáum viö hiö forna höfuöból Bræöra- tungu, sem á afar merka sögu aö baki. Sagt er, aö atburöir, sem þar gerðust á siöari hluta 17. ald- ar, hafi veriö kveikjan aö sögu Laxness um Hiö ljósa man, Snæ- frlöi tslandssól. Viö ökum nú sem leið liggur fram hjá bæjunum Felli og Vatnsleysu.en þar fyrir neðan er Vatnsleysufoss (Faxi) I Tungu- fljóti. Þegar komiö er framhjá bænum Múla, sjást miklir gufu- bólstrar fram undan — enda ör- skammt til eins vlöfrægasta staö- ar á tslandi, Geysis i Haukadal. Geysir Svo þekktur er goshverinn Geysir, aö aörir goshverir um heim allan draga nafn sitt af hon- um. Hanngaus oft ogfagurlega i aldaraöir, en hefur veriö allmiklu tregari til á þessari öld. Taliö er, aö Geysir hafi myndazt I jarö- skjálftum i lok 13. aldar og gosið reglulega fram yfir slöustu alda- mót. 1916 hætti hann meö öllu aö gjósa, þar til hann var endurvak- inn meö þvi aö lækka vatnsborð hans áriö 1935. Þessi aögerö gaf I fyrstu góöa raun, en þó dró Otsýnisskifa við Þingvelli. smám saman úr gosunum á ný. Geysir er þó ekki eini hverinn á þessu svæði, þvi aö á u.þ.b. 500 metra löngu og 100 metra breiöu svæöi umhverfis er aö finna nokkra tugi annarra hvera. Þekktastur þeirra er Strokkur, sem gýs oft, þótt ekki þyki gos hans jafnast á viö Geysisgosin. Skammt frá Geysi er hringsjá og væntanlega er hægt aö fá sér sundsprett I sundlauginni viö hliö Iþróttaskólans. Iþróttaskólahús- næöiö er notaö sem greiöasölu- staöurog gistihús yfir feröamenn á sumrin. Geysir var seldur út- lendingum, en Siguröur Jónasson keypti hann aftur og gaf hann rlk- inu. — oOo — Þurlöarbúö á Stokkseyri. Séö yfir vesturhluta Stokkseyrar. Ekki er nema örskotsspölur frá Geysi aö hinu foma menntasetri I Haukadal. Býliö er nú I eyöi, en þar var áöur ættarjörö einnar merkustu og voldugustu ættar landsins, Haukdælanna. Haukadalur var mikiö lær- dómssetur, þar sem ýmsir nafri- togaöir menn stunduöu nám. Þekktastur þeirra mun þó Hklega vera Ari fróöi Þorgilsson. Hann skráöi Islendingabók, sem talin er merkasta heimild um byggö og sögu tslands. Um aldir herjaöi uppblásturinn miskunnarlaust umhverfis Haukadal, en nú er jöröin komin I eigu Skógræktar rikisins, sem hefur látiö giröa og friöa mikinn hluta skóglendisins. Þar hefur veriö gróöursettur fjöldi trjáa og tekizt aö stööva sandfokiö. Frá Haukadal snúum viö aftur inn á aöalveginn, sveigjum til vinstri inn meö brekkunum, og þá sést Hvitá á hægri hönd. Handan hennar má greina kirkjustaöinn Tungufell I Hrunamannahreppi, en viö Brattholt efsta bæinn vest- an Hvítár, sést inn i mynni gljúfursins, sem áin fellur I við Gullfoss.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.