Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 33

Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 33
Sunnudagur 15. ágúst 1976 TÍMINN 33 lastmálnff1 TRETEX plastmálning myndar óvenfu sterka húð. Hún hefur því framúrskarandi veðrunarþol. . Slippfélagið íReykjavík hf jjÍK MáiningarverksmiÖjan Dugguvogi ™ Símar33433og33414 þeim, en hópuðust allir i miðjum bátnum. Þar lá „höfðinginn”, ungi negrinn, upp i loft á pall- inum steindauður. Hinn skrautlegi höfuðbúnaður hafði fallið af honum og lá niðri i bátnum, blóð- ugur og sundurtættur. Happaskot úr riffli frú Alice hafði hitt foringj- ann i hausinn og orðið honum að bana. Þegar svertingjarnir vissu það, að foringinn var fallinn, misstu þeir allan áhuga á bardagan- um. Til árásarinnar komu þeir æpandi og hrinandi, en nú reru þeir hljóðlega heimleiðis. Það liðu ekki meira en 10 til 15 minútur frá þvi foringinn féll og þar til allir striðsbátar voru komnir að landi, og svertingjarnir horfnir inn i skóginn. Sigurinn vannst á sið- ustu stundu. Leiðang- ursmenn hefðu ekki get- að varizt mikið lengur. Bardaginn hafði verið grimmur. Af liði ofurst- ans höfðu fallið 18 menn, en 41 særzt meira og minna. Skotsárið i öxl- inni á Karli Stuart reyndist ekki hættulegt, en hann varð þó að ganga neð hendina i fatla i margar vikur og bar sig illa, að geta ekk- ert gert. Eftir þennan harða og mannskæða bardaga á ánni Semliki var það regluleg hvild að koma út á hið kyrra stöðuvatn, Albert Nyanza. Það er um 200 km langt, en ferðin yfir það reyndist þó margar dagleiðir. Sérstaklega af þvi að margt þurfti að laga og endurbæta eftir bardag- ann, og svo þurfti oft að lenda, til að afla vista fyrir þennan mann- fjölda. Einn daginn, er þau Árni, Berit og Mary höfðu gengið á land til að skyggnast eftir veiði- dýrum i skóginum, gengu þau yfir hálfþurr- an lækjarfarveg. Þá hrópaði Mary allt i einu: „Árni! Sjáðu þennan stein. Hann er svo sér- kennilegur á litinn.” Þetta var gulleitur, glansandi steinn, álika stór og strútsegg. Árni tók hann upp og undrað- ist, hvað hann var þung- ur. Hann var áreiðan- lega 20 til 25 kiló. „Þetta hlýtur að vera gull,” sagði Árni bæði i gamni og alvöru. Ekki vildu þær Berit og Mary trúa þvi. Þeim kom þó saman um það, að Arni skyldi láta þennan sérkenni- lega stein i bakpokann og sýna Karli Stuart, er þau kæmu aftur að bátn- um. Strax og Karl sá stein- inn, sagði hann hiklaust, að þetta væri gull og honum virtist það meira að segja óvenjulega hreint gull i steininum. Hann taldi, að steinninn væri um tvö þúsund punda virði (2000 sterlingspund — 36.000.00 gullkrónur). Hin fátæka Mary var allt i einu orðin stórrik. Ofurstinn og Karl þorðu ekki að láta neitt vitnast um þennan gull- fund meðal burðar- mannanna, þvi að þeir óttuðust, að þeir strykju þá frá þeim og færu i gullleit. Næsta dag gengu þó allir hvitu mennimir upp i þennan farveg og svipuðust þar um, en fundu engan ann- an stein. (Nú á dögum eru þama miklar gull- námur, en þó mjög mis- hittnar). Ofurstinn á- kvað að halda áfram ferðinni og láta ekki truflast af neinum gull- draumum. Þau héldu þvi ferð sinni áfram. Rétt áður en bátarnir tóku land við norður- enda vatnsins, fóm þeir fram hjá mynni árinnar Viktoríu-Nílar, en hún fellur úr hinu mikla Viktoríuvatni út i Albert Nyanza, og er af mörg- um talin upptök Nílar- fljótsins. (Réttara er þó talið, að upptök Nílar sé áin Kagera, sem kemur upp 4 gr. fyrir sunnan miðbaug og fellur út i Viktoríuvatnið). Þegar vatnið þraut, lá leiðin niður eftir Hvitu-Níl og var fyrsti áfanginn til þorpsins Nimule. Þarna nefna innfæddir menn Hvitu-Nil Bahr el Gebel, þ.e. Fjallsá eða Fjalla- fljótið. í Hvitu-Nil er á þessu svæði feikn af alls konar dýrum, svo sem nilhestum, nashyrning- um og krókódilum, Oft styggðu bátarnir stóra hópa af krókódilum, sem sváfu á sandeyrum i fljótinu, en þutu með mesta bægslagangi i ána, er þeir urðu bát- anna varir. Fyrir neðan N imula er Hvita-Nil alveg ófær bátum á 200 km svæði, vegna fossa og hávaða. Ofurstinn skildi þvi bát- ana eftir i Nimúle og var nú lagt upp i landferð, alla leið til Rejaf, en það er þorp eða kauptún við ána, þar sem hún verður aftur bátfær. í byrjun ferðarinnar hafði ofurst- inn lagt svo fýrir, að þar yrði til taks litill gufu- bátur, sem flytti leið- angursmenn norður til Khartum. í þessari 200 km löngu ferð á landi frá Nimule til Rejaf gerðist ekkertsögulegt. Hinn 17. janúar kom ferðafólkið til Rejaf, og þar beið þess fallegur, hvitmál- aður gufubátur, sem hét Ramses. VII. Norður Hvitu-Nii 1. í Rejaf var leiðangur- inn leystur upp. Allir, sem eftir lifðu af burð- armönnunum, skyldu snúa aftur til Sanzibar undir forystu hins firausta og hugprúða Omars, en ofurstinn, Karl Stuart, frú Alice, Maiy. Árni og Berit skyldu halda ferðinni á- fram norður Nil með gufubátnum Ramses. Skilnaðarstundin var al- varleg og blandin sökn- uði. Þessi langa og erfiða ferð og allt, sem hafði á dagana drifið, bæði blitt og stritt, hafði tengt „hvitu” og „lituðu” mennina sterkum bönd- um, og þvi var skilnað- arstundin tregablandin. Ofurstinn hélt stutta ræðu á arabisku og þakkaði burðarmönnun- um fyrir allt erfiðið og óskaði þeim góðrar heimferðar. Þvi næst til- kynnti hann þeim, að þeir fengju allir uppbót Bændur. Safnið auglýsingunum. Eignist þannig heimildaskrá. Auglýsing nr. 13-’76. MF15 Heybindivél MF Mdbscy Ferguson 0 Mesta lengd/breidd: 450/237 sm. % Sporvídd: 250 sm. 0 Þyngd:1340 kg. % Afköst allt að 13 tonn/klst. % Aflþörf dráttarvélar: 30 hö. 0 Sópvindan fylgir vel ójöfnum landsins. # Vinnslubreidd sópvindu: 120 sm. e Breidd sópvindu og vængja: 142 sm. % Tindabil sópvindu: 10.1 sm. # Gildleiki tinda sópvindu: 0.54 sm. e Slaglengd stimpils: 71.1 sm. # Stimpilhraði (aflúrtak 540 sn/mín) 81 slag/mín. # Stærð bagga, breidd/þykkt: 45/35 sm. Lengd: 60—130 sm. # Auðveld stilling á baggalengd. 9 Þéttleiki bagga auðveldlega stillanlegur. # Öryggisbúnaður í 8 mikilvægum atriöum. # Bútæknideildin á Hvanneyri hefur reynt MF 15. Sjá Búvélaprófun nr. 472. MF 15 er traustbyggð, einföld og afkastamikil hey- bindivél. MF gæðasmíð. Leitiö upplýsinga um verð og greiðsluskilmála i næsta kaupfélagi eða hjá okkur. SUÐURLANDSBRAUT 32- REYKJAVlK • SiMI 86500- SiMNEFNI ICETRACTORS Atvinna í sveit Fjárræktarbúið á Hesti óskar eftir vönu starfsfólki við búfjárhirðingu og innan- hússtörf. Reglusemi áskilin. Upplýsingar i simstöðinni á Hesti. Óska eftir að taka á leigu rúmgóðan, upp- hitaðan bílskúr í Kópavogi Greiðsla eftir samkomulagi. Upplýsingar i sima 40582 eftir kl. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.