Tíminn - 15.08.1976, Page 21

Tíminn - 15.08.1976, Page 21
20 TÍMINN Sunnudagur 15. ágúst 1976 Sunnudagur 15. ágúst 1976 TÍMINN 21 Nýjung í læknavísindum: LASERGEISLI »éö yfir hluta iviunchen. StrikiO, sem sést á myndínni er grænn lasergeisli, er notaður var i tilrauna- skyni við mengunarrannsóknir af fyrirtækinu MBB. Mynd: Hörður Erlingsson. Fyrir nokkru vorum við að blaða í bvzka vikublaðinu Der Spiegel og i dálki læknavisind- anna rákumst viö á grein, sem hér fer á eftir nokkuð stytt: Lækningar úr fjarlægð Læknum i Munchen tókst að meðhöndla á árangursrikan hátt alvarlegar innri blæðingar. Tæki þeirra: Lasergeisli. Sjúklingurinn, 63 ára gamall karlmaöur, lá náfölur I rúmi á gjörgæzludeildinni. Blóðþrýsting- urinn hafði lækkað hættulega mikið og hjartslátturinn var orð- inn allt of ör. Hann hafði fengið fjórar blóðgjafir á örskömmum tima, en þær dugðu skammt, þvi maðurinn, sem hafði áöur gengizt undir magauppskurö, var með al- varlegar innvortis blæðingar. Undir eðlilegum kringumstæð- um, þá hefði sjúklingurinn haft aðeins um einn möguleika að velja: Skuiðarborðiö, en það var lélegur möguleiki, þvi um 50% slikra sjúklinga deyja á skurðar- borðinu. En i komandi framtiö munu slikar stundir verða æ sjaldgæf- ari, þvi læknasveit 2. lækninga- deildar háskólans i Munchen hef- ur tekizt að þróa áhald, sem gerir þeim kleift að stöðva innvortis blæðingar án skurðaögerðar. Þannig sagði ma. í upphafi greinarinnar I Der Spiegel. En tækni- og rannsóknarmálaráö- herra Þýzkalands Matthöfer hef- ur einnig vikið oröum aö þessu tæki. f blaðaviötali sagöi hann m.a., að meö tækinu heföi lækn- um tekizt að eyöa æxli á innra borði blööruveggjarinns. Við dáðumst vitanlega að þvi, hvelangtmannshöndin og hugur- inn hafa komizt iað skapa og þróa svo fullkomið áhald, Þaö ætti heldur betur að réttast úr okkur, þegar við fréttum, að islenzkur eðlisfræðingur, Þorsteinn Hall- dórsson sé annar þeirra tveggja manna, sem mest hafa staöið að sköpun áhaldsins. Og ekki nóg með það heldur fréttum viö einnig, að Þorsteinn væri staddur á fslandi um þessar mundir I sumarleyfi sinu, svo viö brugðum hart við, náðum I Þorstein og ræddum viö hann um málið. Hagnýt eðlisfræði Til aö byrja með, Þorsteinn, hvar hefur þú lært? — Eftir stúdentsprófið frá MR 1962, þá hélt ég til Þýzkalands, þar sem ég lærði eðlisfræði i þrjú ár við Háskólann i Gottingen. Eft- ir það U5k við fimm ára fram- haldsnám við háskólann i Munchen og þar skrifaði ég próf- ritgerð i' sameindaeðlisfræöi og lasers ljósfræði. Eftir námhóf égstörf hjá þýzka stórfyrirtækinu Messerschmitt—Bölkow-Gimbh og hef veriö þar i 6 ár við rann- sóknir á hagnýtingu nútima ljós- fræði i fjarskiptatækni, geimvis- indum og læknisfræði. Hitastigið svipað og á yfirborði sólar Nú er áhaldiö ykkar grundvall- að á iasergeislanum. En hvað er laser eiginlega? — Laser er til i ýmsum gerð- um. Það er hægt að magna ljós i sumum efnum, þannig aö viö fáum einlitt ljós með ákveðna tiöni. Sem dæmi um þessi efni niá taka koltvisýring (COt), Argon og ýmsa kristalla. Fyrir hvert efni er til ein ákveö- in tiðni ljóss, sem er einkennandi fýrir það efni. Koltvisýrungurinn sendir t.d. frá sér ljós, sem er inn- rautt. Argon getur sent frá sér marglitt ljós og þ.á.m. grænt. Kristallinn, sem viö vinnum með, Rætt við íslenzkan vísindamann, sem starfar í Þýzkalandi, Þorstein Halldórsson, eðlisfræðing sendir frá sér öldustutt innrautt ljós. Kosturinn við laser sem ljós- gjafa, er að hann er einlitur, myndaður i einum örmjóum geisla og það er hægt aö draga hann saman f minni brennidepil, en i öðrum tilvikum. Með laser má mynda mun afl- meira ljós heldur en frá öðrum ljósgjöfum, þannig að þegar las- ergeisla er safnaö saman, þá er hann aflmesti ljósgjafinn af öllum þekktum. Hitastigið, sem þarna verður til er eitthvað nálægt hita* stiginu á yfirboröi sólarinnnar og við það bráðna öll efni og gufa upp. Lasergeislinn: Stutt saga i læknisfræðinni Hvenær byrjuðu visindamenn að nota lasergeisla í lækninga- skyni? Það er óhætt að segja, að saga lasergeislans i' læknissögunni er ákaflega stutt. Það var ekki fyrr en 1966, að fyrstu tilraunirnar voru gerðar, og það reyndar i allt ööru skyni, en það sem við erum að gera nú. Þekkt nafn frá þessum tima er Mester i Búda- pest, en hann var að reyna aö nota veika lasergeisla til aðhraða græðslu sára. Arið eftir, þá var Goldstein með svipaðar og aðrar tilraunir i Bandarikjunum. Árið 1973 . vitum viö, að Israelsmenn voru með tilraunir til að nota lasergeisla til að skera meö og notuöu þeir, og gera revndar enn, koltvisýrings — las- er- En það eru hins vegar Þjóð- verjar, sem standa mjög framar- lega í flokki i notkun lasers i læknisfræði og þá helzt íyrir- tækiö, sem ég starfa við og nefndi áðan. Tækið verður til Hvenær var þetta tæki smiðað? — Það má segja, að tækið, sem heitir Medilas og er Nd: YAG-leysir hafi verið að þróazt á siðastliðnum fimm ár- um. Við erum tveir sem höfum aðallega starfað að þvi, ég og dr. Rother, en yfirmaður deildarinn- ar, dr. Kroy, hefur einnig lagt þar hönd á plóginn. Við fengum snemma áhuga á að beita tækinu i læknisfræði og þá hófst samstarf okkar við aðra lækningadeildina við háskólann i Munchen og geislarannsóknar- stofnun þýzka rikisins i Munchen. Þá rak á fjörur okkar ómetan- leg uppgötvun, sem dr. Nath stóð að, en hann starfar við Tækni- háskólann i Munchen. Það sem hann kom með, er kvarsþráður, sem hægt er að leiöa eftir orku- mikið laserljós og þegar viö tengdum saman þessar tvær hug- myndir, þá var tækið komiö 1 grundvallaratriðum. Ört blóðtap stöðvast Það segir i grcininni i Der Spiegel, að það sé hægt að koma i veg fyrir ört blóðtap með þessu tæki? — Upphaflega hugmyndin var að nota lasergeislann til aö skera með, en það kom fljótlega i ljós, að það var seinlegt verk, alla vega með þvi innrauða ljósi sem tækið geislar. ísraelsmönnum hefur þó gengið betur við þaö og mismunurinn liggur I þvi, að ljós af mismunandi tiðni dreifist mis- jafnlega mikið um vefi. öldu- lengd laserljóss frá koltvisýrings- laser Israelsmanna er tiíalt meiri en öldulengd ljóssins frá Nd:YAG-laser okkar. Þegar lasergeisla er beint að likamsvefjum, þá gerist fyrst, að vökvi i' vefnum gufar upp og það lokast fyrir æðaendana. 1 öðru lagi gerist það, að eggjahvituefii- in brotna niður. Lengra förum við ekki, en ef lasergeislanum er beint að vefjunum of lengi, þá brenna þeir til agna. Eins og ég sagði áðan, þá hefur Israelsmönnum gengið vel með aöskera ogþaðer vegna þess, að þeirralasergeisli dreifist einungis um yfirborð vefsins og brennir hann I sundur. Okkar lasergeisli dreifist hins vegar meira um, hit- ar vefinn djúpt undir yfirboiðinu og stöðvar þannig tryggilega blóðrásina. Opnar aðgerðir Getur þú eitthvaö sagt okkur frá þeim iæknisaðgerðum, sem hafa veriö framkvæmdar til þessa? — Það má skipta þessum læknisaðgerðum i tvo megin- hluta. Annars vegar opnar að- gerðir og hins vegar lokaðar að- Þorsteinn Halidórsson, eðlisfræöingur. gerðir, þar sem læknirinn verður að vinna innan frá. Dr. Ackermann, sem starfar viðtannlækningadeild háskólans I Munchen hefur notað lasergeisla til að stöðva blæðingar eftir tann- töku á blæðurum. Blæðarar (dreyrasjúkir) eru þeir, sem vantareitthvað af storknunarefn- um blóðsins, þannig aö þeim blæðir endalaust, þegar þeir fá sár. Þetta getur verið meöfæddur sjúkdómur, þetta getur verið vegna lifrarsjúkdóms eöa þá að fólkið hafi fengið lyf sem hafa haft þessi aukaáhrif. Þegar tanntaka er framkvæmd á blæðara, þá veröur aö rannsaka hvaða efni hann vantar af storkn- unarefnunum og siðan er beim gefið það efni og þá fyrst er hægt að taka tönnina úr.Og það er greinilegt, að slik tanntaka er óhemjulega dýr. 1 Þýzkalandi kostar það blæðara um 750 þús. kr. að gangast undir slika aögerð. En með tilkomu lasergeislans, þá þarf ekkertaf þessuog aðferð- in verður engu frábrugðnari venjulegum aðgerðum Lasertækiö á skurðstofunni. Snúran, sem gengur út úr tækinu er kvarsþráöurinn, sem minnst er á i greininni. Birt meö góðfúslegu leyfi MBB. Þá má einnig nefna dr. Leheta, sem er heilaskurðlæknir, en hann hefur framkvæmt 13 heilaaðgerö- ir, þar sem hann hefur notað lasertækið. Þarsem nærri þvi allt blóð likamans fer i gegnum heil- ann, þá verður gifurlegt blóðtap við heilaaðgerðir og það er hægt að minnka til mikilla muna með notkun áhaldsins. Lokaðar aðgerðir Það eru til margar aðferðir við að rannsaka innri gerð likamans og er það þá yfirleitt gert með endóskópum. Sem dæmi má taka magann, sem er kannaður með magakiki (gastróskóp), en þá er slöngu stungið gegnum munn sjúklingsins og ofan i maga. Á enda slöngunnar er auga, sem læknirinn notar til að kanna mag- ann að innan. Þessar sprautandi öru maga- blæðingar, sem m.a. orsakast vegna streitu, eru mjög hættuleg- ar, þviekkert er hægt við þeim að gera nema skera viðkomandi upp. Það reynir mjög á hjartað og dauðshlutfallið er mjög hátt. Dr. Kiefhaber hefur tekizt að nota áhaldið til að geisla æðaend- anaogstöðvar þannig blóörásina. Þá er hægt að skera sjúklinginn upp við mun hættuminni aðstæð- ur. A hálfu ári hefur dr. Kiefhaber meðhöndlað yfir 50 sjúklinga af þessu tagi og auk þess hefur hann haldið fyrirlestra um þessar lækningar viöa i Þýzkalandi og Bandarfkjunum. Dr. Hofstetter og dr. Stehler hafa með blöðrukiki (sýstóskóp) meðhöndlað æxli innan á blöðru- veggnum. Þessi æxli eru yfirleitt góökynja vefjabreytingar, en geta þróaztyfir i illkynja krabba- meinsæxli. Þessi aögerð hefur ekkert að gera með blæðingar, en hins veg- ar eyða þeir æxlinu. Ef þeim tekst að geisla saman æðarnar sem færa æxlinu næringu, þá deyr það aö sjálfu sér. Einn af mörgum kostum, sem fylgir þessari aðgerð, er t.d. styttri sjúkrahúsdvöl. Kostimir ómetanlegir Hverjir eru, i stuttu máli, lielztu kostirnir viö notkun laser- geisla i læknavisindum? — Það ætti að vera ljóst af þvi sem áður hefur komiö fram, aö kostirnir eru ómetanlegir. Til að mynda, þá er einungis fjárhags- legi hagnaðurinn gifurlegur. Styttri sjúkrahúsdvöl, minni undirbúningsvinna o.s.frv. draga úr kostnaðinum. Þá eykst og ör- yggi sjúklingsins til muna. En visindalega þá eru helztu kostirnir aðallega þrir. I fyrsta lagi, þá vinnur læknirinn úr f jar- lægð, þannig að hann hefur góða yfirsýn yfir það, sem hann er að gera. I öðru lagi, þá er ekki um neina snertingu að ræða, svo að veirur flytjast ekki milli. Og i þriðja lagi, þá er komiði veg fyrir blæðingar, sem út af fyrir sig er gifurleg framför. Framtiðin Hvaöa áætlanir eru á döfinni á næstunni? — Það eru fjölda margar að- gerðir, sem enn eru óprófaðar. Sem dæmi má taka, að það ætti að vera hægt, að fjarlæga æxli i raddböndum, maga og hálsi. Þessi atriði skýrast öll á næst- unni. Svo erum við með á döfinni, að rannsaka frekar lifrina. Þetta er heimur, sem óðum er að opn- ast. Athuganir á áhrifum lasergeilsunar. En þið hljótiö einnig aö fylgjast með neikvæöum áhrifum laser- geislunar — Jú, við erum vitanlega með slikar athuganir. En til þessa höf- um við ekki oröið varir við annað en góðkynja vefjabreytingar. Aðalatriðið er að geisla ekki of mikið, þannig að þaö atriði er aðallega spurning um tækni. Fyrirtæki okkar, geislarann- sóknarstofnunin og lækninga- deildirnar vinna i sameiningu aö athugun á hitadreifingu og dreif- ingu ljóssins innan vefsins. Auk þess erum við yfirleitt staddir á skurðstofunni, þegar aðgerðir eru framkvæmdar og þá gefst okkur tækifæri til að gera okkar athuganir. Ekki svipað þessu til annars staðar. Hvenær förum við að sjá laser- tækið ykkar á almennum inark- aöi? — Fyrirtæki okkar hefur staðið að þessum rannsóknum i um fimm ár og ég býst fastlega við, að þessar undirbúningsrannsókn- ir eigi eftir að standa i 2-3 ár i við- bót Eftir það ætti tækið að fara aö berast á hinn almenna mark- að, en um þessar mundir erum við að hefja smiði sliks markaðs- hæfs tækis. Það þarf varla að taka það fram, að fyrirtækið hefur lagt gifurlega fjármuni i þessar rannsóknir og það án þess að fá nokkuð til baka sem heitið getur. Þjóöverjar standa mjög frama- lega á þessu sviði, þvi ekkert þessu svipað er til neins staðar i heiminum og jafnvel Bandarikja- menn, sem yfirleitt standa framarlega i þessum visindum, hafa litið unnið við að þróa laser- geislatæki i þágu læknisfræö- innar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.