Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 15. ágúst 1976 TiMÍNN 19 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri: Steimgrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús- inu viö Lindargötu, sfmar 18300 —'18306. Skrffstofur f Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð i lausasöiu kr. 50.00. Askriftar- gjaldkr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Að deyja drottni sínum Á Islandi eru ekki aðeins útigönguhross heldur einnig útigöngufólk. Hrossin snöltra i haganum, berja klammann og standa i höm, þegar illa viðrar. útigöngufólkið rólar um borgargötur, snikir á vegfarendur til þess að geta keypt sér eiturefni i einhverri mynd og leitar athvarf i alls konar skúmaskotum, þegar kuldinn sverfur að. Útigönguhrossin hafa barið gaddinn islenzka i ellefu hundruð ár — til skamms tima að segja má af illri nauðsyn mannfélags, sem ekki gat íátið öll- um liða vel, en seinustu árin að nauðsynjalausu af kaldranalegum vana. útigöngumennirnir eru arf- takar göngufólksins, sem fyrrum fór um byggðir, unz það gafst upp á rólunum — fólk, sem atvik ýmiss og eigindir hafa þröngvað til þess að ganga aðrar brautir en þorri fólks þræðir. Það hefur orðið áfenginu að bráð — þessari sistreymandi gróðalind rikissjóðs, sem ekki fær aðeins framrás i áfengisbúðunum, heldur einnig á óteljandi börum i fjölda veitingahúsa. Okkur þykir napurlegt að hugsa til flakkaranna gömlu, sem lifðu á bónbjörgum, litilsvirtir og auð- mýktir, og geispuðu iðulega golunni milli bæja. Það hvarflar að okkur, að það hafi verið kuldalegt þjóðfélag, sem ekki lét sér renna til rifja örlög þeirra á verganginum. Efasamt er hitt, hvort við minnumst útigöngufólks nútimans i framhaldi af slikum hugsunum eða þeirra kosta, sem þvi eru búin. Samt brestur ekkert á, að það deyi drottni sínumfyrir aldur fram mitt meðal okkar i mesta fjölbýli landsins. Siðasta áratuginn eða svo hafa fjörutiu úti- göngumenn lagt upp laupana á ótimabæran hátt i höfuðborg Islendinga, svo að segja við dyr allrar forsjár, liknar og menningar, alls valds, fyrir- greiðslu og liðsinnis, auðs og allsnægta. Langflest hefur þetta verið fólk á miðjum aldri, tært og mergsogið af vesöld sinni, komið svipað til ára og fólk i örbjarga löndum, þegar lifsþróttur þess þrýtur. O-jæja, kunnum við ef til vill að hugsa, ef við yfirleitt gefum slíkum dauðsföllum nokkurn gaum — honum var ekki við bjargandi hvort eð var. Það er honum sjálfum bezt, að þessu er lokið, segjum við jafnvel með hluttekningarsvip i hræsni okkar og sjálfsafsökun, ef við höfum haft af honum kynni einkanlega áður en ógæfan sótti hann heim. En við förum ekki að angra okkur með umhugsun um það, að enn eru ungir og efnilegir menn, kannski fleiri en nokkru sinni áður, á sömu leið og sá, sem lagðist til hinztu hvildar undir bátskrifli eða i af- lóga skúrræksni, og munu trúlega hljóta sömu ör- lög og hann. Við gerum okkur ekki titt um útigöngufólkið eða orsakir þess, að það lendir á útigangi. Við litum það augum vanans eins og áar okkar umferðar- fólkið i sveitum landsins á fyrri tið. Sumum finnst jafnvel leiðinlegast, aðþessi ógæfulýður skuli vera að flangsa utan i útlendingum og snikja á þá og setja þannig blett á landið og samfélagið. öðrum gremst mest að hann skuli verða á vegi sinum á sumum borgargötunum. En önnur tið mun fella annan dóm og álasar þvi samfélagi, sem áratug eftir áratug horfði upp á þetta fólk veslast upp hjálparvana á berangri borgarinnar. — JH FLEST bendir tii þess, að þing republikana, sem hefst i Kansas City á morgun, eigi eftir að verða með söguleg- ustu þingum, sem hafa annazt það verkefni að velja forseta- efni. Þess eru fá dæmi i sög- unni, að i þingbyrjun hafi munaö jafn litlu á tveimur keppinautum. Oftast áður hafa úrslitin verið nokkuð ljós fyrirfram eða keppnin staðið milli fleiri forsetaefna. Nú eru horfur á, að þingið skiptist i upphafi nokkurn veginn jafnt milli þeirra Fords og Reag- ans, þannig að ekki séu nema rúmlega 100 fulltrúar af 2259, sem hafi ekki lýst fylgi fyrir- fram við annan hvorn þeirra. Það verða þessir 100 fulltrúar, sem koma til með að ráða úr- slitum. Enginn þorir að stað- hæfa hver þau verða, þótt meiri likur þyki enn benda til þess að Ford muni hneppa hnossið, þvi að honum nægir sennilega þriðji hluti hinna ó- háðu fulltrúa til að ná kjöri. En svo vel dylja þessir óháðu fulltrúar afstöðu sina, að eng- inn spádómur þykir öruggur. tryggja sér 1113 atkvæði og vantaði þvi 17 til að fá tilskil- inn meirihluta. Reagan var hins vegar búinn að tryggja sér 1034 atkvæði. Óvist var tal- ið um afstöðu 112 fulltrúa. Miklar ágizkanir eru um það, hvert forsetaefni Fords verður, ef til kemur. Einna oftast er nefndur Howard H. Baker öldungadeildarþing- maður frá Tennessee, en hann átti sæti i þeirri þingnefnd, sem rannsakaði Watergate- málið ogvakti-þá á sér veru- lega athygli. Hann er vel lát- inn i Suðurrikjunum, en þykir þó frekar frjálslyndur, og I myndu þvi norðanmenn vel getað sætt sig við hann. Þá I hafa verið tilnefndir fleiri fi öldungadeildarþingmenn og I rikisstjórar, en sameiginlegt er það um þá alla, að þeir eru tiltölulega litið þekktir. Tveir ráðherrar hafa einnig verið tilnefndir eða þeir William E. Simon fjármálaráðherra, sem hægri menn myndu sætta sig vel við, og Elliot L. Richardson verzlunarmála- ráðherra, en hann var dóms- málaráðherra i stjórn Nixons og vék Nixon honum úr em- bætti, þegar Richardson neit- aði að fara eftir fyrirmælum hans i sambandi við Water- gatemálið. Þá er ein kona oft nefnd, Anne Armstrong. sem nú er sendiherra Bandarikj- anna i London. Einnig er William W. Scranton, sem nú er aðalfulltrúi Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tal- inn koma til greina. Minna er nú talað um Connallv i þessu sambandi en áður. en orðróm- ur gengur um, að Ford muni gera hann að kosningastjóra sinum og ætla honum siðar gott embætti. ef hann vinnur. Meðan deilurnar risa sem hæst hjá repúblikönum, vinn- ur Carter að þvi að styrkja einingu demókrata. Jafnframt leggur hann kapp á, að vara við of mikilli bjartsýni en skoðanakannanir eru honum ótrúlega hagstæðar. Cartér segist reikna með þvi, að Ford veröi keppinautur sinn og hann muni þvi beina ádeilum 3 sinum gegn Nixon-Fordstjórn- I inni, sem hafi verið við völd i 1 Bandarikjunum undanfarið | kjörtimabil. . b I Ford notar simann mikið til að ræða við óráðna flokksfull- trúa. ÞESSI MIKLA óvissa veld- ur þvi, að bæði leynt og ljóst er nú beitt öllum ráðum af hálfu beggja aðila til þess að reyna að treysta stöðuna sér i vil. Margt bendir orðið til þess, að það hafi verið klókt af Reag- an, að tilnefna fyrirfram varaforsetaefni sitt. Að visu hefur það ekki fjölgað neitt yf- irlýstum stuðningsmönnum hans, en hann virðist hafa stöðvað strauminn, sem áður virtist liggja til Fords. Jafn- framt hefur sú krafa hans fengið talsverðar undirtektir, að Ford tilnefni einnig for- setaefni sitt fyrirfram. Það treystir Ford sér bersýnilega ekki til að gera, og hefur þvi látið þann krók koma á móti bragði, að hnn telji ekki rétt að ákveða þetta fyrirfram, þvi að hann ætli sér, ef hann verður valinn forsetaefni, að ráðgast við andstæðinga sina um val varaforsetaefnis og reyna þannig að ná sem mestri sam- stöðu um valiö. Þetta þykir ýmsum hyggilegt, en fylgis- menn Reagans segja, að flokksþingsfulltrúum sé nauð- synlegt að fá vitneskju um þetta áður en valið á sjálfu forsetaefninu fer fram, þvi að það geti ráðið úrslitum um af- stöðu þeirra til forsetaefnis- ins. Fylgismenn Reagans eru taldir velta þvi fyrir sér, hvort þeir eigi ekki að bera fram þá tillögu i upphafi þingsins, að þeir einir komi til greina við val á íorsetaefni, er áður hafi tilnefnt varaforsetaefni. Þó bera þeir sennilega ekki þessa tillögu fram, nema þeir hafi áður tryggt sér meirihluta fulltrúa. Fyrir F’ord yrði það augljós ósigur, ef slik tillaga yrði samþykkt en lika jafn mikill ósigur fyrir Reagan, ef hún yrði felld. SAMKVÆMT athugun fjöl- miðla hafa litlar breytingar orðið á fylgi þeirra Fords og Reagans siðustu dagana. Samkvæmt athugun New Times stóð dæmið þannig sið- astliðinn miðvikudag að Ford var talinn vera búinn að Reagan og kona hans, Reagan beitir nú leikarahæfileikum sinum til hins itrasta. ERLENT YFIRLIT » Þingið í Kansas City getur orðiö sögulegt Ford sigurvænlegri, en ekki viss

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.