Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 15. ágúst 1976
í spegli tímans
Margrét
og fötin
frá í fyrra
Kóngafólk og anriaö fyrirfólk
er ævinlega undir smásjánni
hvaö varöar framkomu og
klæöaburö og sjá blööin um aö
það fari ekki fram hjá neinum ef
eitthvaö finnst ábótavant.
Margrét Danadrottning hefur
ekki farið varhluta af þessari
afskiptasemi. Hún hefur gaman
af fallegum fötum, en eins og
hún segir, þá hefur hún ekki
efni á aö hlaupa á eftir hverrri
nýjung i tizkuheiminum, og viö-
urkennir fúslega aö hún hafi
heldur ekki vöxtinn til þess. Þá
segist hún leggja meira upp úr
þvi, ab fötin séu þægileg og
hentug og hikar ekki við aö
koma fram I sömu fötunum
tvisvar ef hún kann vel við þau.
Þetta sýndi sig bezt i sumar
þegar hún fór i opinbera heim-
sókn til Bandarikjanna en þá
gekk hún I nákvæmlega sömu
fötunum og hún var i, þegar hún
fór I heimsókn til Sovétrikjanna
i fyrra. Hvort hún var meö
þessu aö reyna aö styggja ekki
stórveldin með þvi aö gera ekki
upp á milli þeirra er önnur saga.
Myndirnar eru af Margréti úr
fyrrnefndum heimsóknum.
með morgunkaffinu
DENNI
DÆMALAUSI
„Þegar einhver kemur aö heim-
sækja þig, Wilson, áttu aö segja
komdu sæll.... ekki vertu bless-
aður”.