Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 40
10
Sunnudagur 15. ágúst 1976
fóðurvörur;
þekktar
UM LAND ALLTi
fyrir gaeði
• —r -
Guðbjörn
Guðjónsson
Heildverzlun Siðumúla 22'
Simar 85694 & 85295
Auglýsingasími
Tímans er
/■ALLAR TEGUNDIR"
FÆRIBANDAREIMA
FYRIR
Lárétta
færslu
f*rs(
Einnig: Færibandareimar úr 0
ryðfríu og galvaniseruöu stáli
IÁRNI ÓLAFSSON & CO.
40088 40098——
—hs-Rvik. — Lifið gengur hér að
mestu leyti út á vinnu og meiri
vinnu, þvi aö atvinna hefur verið
geysilega mikil, einkum í sam-
bandi við fiskveiðar og fiskiðnað
og svo við nýbyggingar á skipum
og bátum. Segja má, að allt sé ,,á
fullu”, og helzta vandamálið i
satnbandi við atvinnuna er mann-
ekla, sem leiðir beint af hús-
næöisskortinum, sagði Jónas
Hallgrímsson, bæjarstjóri á
Seyðisfiröi, i viðtali við Timann
fyrir nokkru.
Jónas féllst á að segja okkur
litillega frá þvi helzta, sem er aö
gerast á Seyöisfirði þessa dagana
og þeim verkefnum, sem fyrir
liggja. Fara upplýsingar hans hér
á eftir.
Gatnagerð
Stærsta verkefnið, sem unnið er
að i sumar, er gatnagerð. Lagðir
verða út 18-20 þúsund fermetrar
af oliumöl, sem samsvarar um
tveim kilómetrum, og verður lagt
á 6 götur og götuhluta. Vonandi
verður oliumölin lögð i þessum
mánuði, en undanfarið hefur
verið unnið að jarðvegsskiptum,
þar sem þörf hefur verið á og ný-
lagningu á rörum.
Fyrsti farmurinn af olíumöl-
inni er nú kominn til Seyðis-
fjarðar frá Sauðárkróki, en
afgangurinn kemur siðar frá
Reyöarfirði, þar sem oliumölin er
blönduö. Þaö eru fyrirtækin Oliu-
möl h.f. og Miðfeli h.f. sem með
framkvæmdirnar hafa að gera og
eru Seyöfiröingar einstaklega
ánægðir með þessa viðsemjendur
sina.
Arið 1973 var lögð út oliumöl á
Seyðisfirði eins og víðar á Aust-
fjörðum, af miklum myndarskap
en litlum efnum Hefur hún reynzt
illa af ýmsum samverkandi
ástæðum, sem öllum ber ekki
saman um hverjar séu.
Siðan i júni hafa um 10 menn að
jafnaði unnið sleitulaust við
undirbúning gatnanna, en menn
hefðu gjarnan viljað byrja fyrr.
Fjármagnsloforðin komu hins
vegar svo seint, að það var ekki
unnt.
Þessar framkvæmdir eru
geysimikiö átak fyrir ekki stærra
byggðarlag en Seyðisfjörður er
meö sina tæplega 1000 ibúa, og
vonazt er til að þær verði hvati að
enn frekari umhverfisbótum i
framtiðinni. Vonast er til að i
sumar verði einnig lokið við
undirbyggingu gatnanna i hinu
nýja einbýlishúsahverfi, svo-
kölluðu Gilsbakkahverfi.
tbúðabyggingar
Jónas sagðist ekki ánægður
meö þróunina i byggingamálum
undanfarinna ára. Astæðan væri
ekki sú, sagði hann, aö menn
heföu ekki fullan hug á þvi að
sinna þessum málum, heldur er
eitt meginvandamálið á Seyðis-
firði mikill skortur á hæfu
byggingarefni. Auk þess er kostn-
aður við byggingu grunna og
grunngröft óheyrilega mikill, þvi
að viðast hvar er mjög mikil
jarðvegsdýpt, eða 4-6 metrar
viöast hvar.
Siðast liðið sumar var gerð
könnun á möguleikum þess, að
afla byggingarefnis úr sjó. Varð
niðurstaðan sú, að um hæft
byggingarefni sé aö ræða, en f jár-
magn vantar og framtak til að
hefja dælingu á þvi.
Byggingaframkvæmdir eru þvi
með allra minnsta móti.
Kaupstaðurinn er með tvær leigu-
Oft er snjóþungt á Seyðisfiröi og samgöngur erfiöar yfir vetrartfmann, en nú er unniö aö geysimiklum endurbótum á veginum yfir
Fjaröarheiöi.
Jónas Hallgrímsson, bæjarstjóri:
Seyðisfjörður hefur verið á
stöðugri uppleið síðan at-
vinnuuppbyggingin hófst
risið 3 slikar á Seyðisfirði Vonazt
er til að Ibúðirnar verði tilbúnar i
desember, en þrátt fyrir tilraunir
til þess að fá fjármagn til bygg-
ingar þriggja slikra Ibúða fil
viðbótar, fékkst ekki það fjár-
magn. Aætlað er aö byggja alls 22
leiguibúöir á Seyöisfirði.
Nokkrir einstaklingar eru með
hús I byggingu, en mjög mikið
vantar á að húsnæðisþörfinni sé
fullnægt, og veldur sá skortur
verulegri manneklu i bráðnauð-
synlegum atvinnugreinum, en
mikil eftirspurn hefur verið eftir
húsnæði fyrir utanbæjarmenn,
sem gjarnan vilja starfa á Seyðis-
firði og setjast þar að.
Sundhöll og
iþróttahús
Nú er unnið að endurbyggingu
sundhallarinnar, sem jafnframt
er notuð sem iþróttahús á
vetrum, en gólfið er orðið illa
fariö eftir meira en aldarfjórð-
ungs notkun. Húsið er illa farið
vegna lélegs steypuefnis, sem
notað hefur verið i það i upphafi.
Skipt veröur um alla glugga og
endurnýjaðar vatnslagnir og
hreinsunartæki við sundlaugina.
Aætlað er að þessum fram-
kvæmdum verði lokið á næsta
iþróttahúsið i notkun strax i
haust.
Lystigarður og
minnisvarði
Akveöið var fyrir tveim árum,
að Austfiröingafélagiö léti reisa
minnisvarða um Inga T. Lárus-
son, tónskáld, og var honum
valinn staður á Seyðisfirði og
kaupstaðnum falið aö annast
varðveizlu hans.
t framhaldi af þessari ákvörðun
var ákveðið að koma á fót lysti-
garöi, þar sem minnisvarðinn
yrði jafnframt staösettur og hafa
nú verið sameinaðar þrjár lóðir
samtals um 1/2 hektari I kjarna
bæjarins til þessara nota.
Verkfræðistofan Hagverk
hannaði siðan garöinn, en Sveinn
Einarsson frá Hallormsstaö var
fenginn tii að annast fram-
kvæmdir. Hefur hann unnið
ásamt flokki unglinga frá þvi i
vor og fram á mitt sumar, við að
skipta um jaröveg og koma fyrir
trjágróðri, sem fluttur var frá
Hallormsstað.
tir þessu er nú orðinn hinn
fegursti reitur og þar verður
minnisvaröinn um austfirzka tón-
skáldiö afhjúpaður seint i þessum
mánuði, en listaverkið er eftir
Sigurjón Ólafsson, mynd-
skjalasafn, eins og áður sagði.
Sú stefna var tekin á siðasta
ári, að taka nýju áfangabygg-
inguna undir skólahúsnæði og fór
kennsla þar fram I vetur.
Húsnæðið er innréttað með það i
huga, að hægt sé aö breyta þvi
meö litlum tilfæringum i sam-
komustað og gjörbreytist öll
aðstaöa til þeirra hluta meö til-
. komu byggingarinnar, en opnan-
legt er inn I gamla bió- og sam-
komusalinn. Nú er aðeins eftir
litill hluti af félagsheimilinu, en
fjármagn skortir til að ljúka þvi.
Sjúkrahús
Gamli spitalinn er nú fyrir
löngu orðinn ófúllnægjandi enda
gamalt timburhús, sem byggt var
um aldamótin. Ætlunin nú er að
fara af stað meö byggingu nýs 7-8
þúsund fermetra sjúkrahúss á
næsta ári. Allri hönnunarvinnu á
að vera lokiö fyrir 1. marz á
næsta ári og þá munu útboð
hefjast.
Geysilega mikil áherzla hefur
veriö lögö á þetta mál I gegnum
árin, en kerfiðhefur reynzt þungt
i vöfum þó aö samskipti viö ein-
staka hluta þess hafi veriö góð,
þannig að nú fyrst hillir undir
byggingu nýs sjúkrahúss.
Skólar
Húsnæði barna og unglinga-
skólans er einnig siöan um alda-
mót og orðinbrýn þörf á byggingu
nýrra húsakynna. Meiningin er
að hefjasthanda við undirbúning
þeirra framkvæmda strax aö lok-
inni sjúkrahússbyggingunni.
Jónas sagði, aö aðbúnaöur i
skóla- og heilbrigðismálum skipti
sköpum um það, hvort staður eins
og Seyðisfjörður væri byggilegur
eöa óbyggilegur, þvi að nú á
dögum fengist ekki starfsfólk til
vinnu i ófullnægjandi húsakynn-
um.
Vatnsveita og
holræsi
Neyzluvatn bæjarbúa er tekið
úr Fjarðará, en á sinum tima var
lögðdreifiveita um bæinn. Vatnið
er oft á tiðum mjög slæmt,
einkum I leysingum, og þörf er
úrbóta 1 þessum efnum. Boranir
hafa leitt i' ljós, að ekki er fyrir
hendi nægjanlegt neðanjarðar-
vatn, svo að leita veröur leiöa til
að bæta vatnið úr Fjaröará meö
einhverju móti. Einkum kemur til
greina sandsiun eba kisilgúrslun,
sem hvort tveggja er mjög dýrt.
Þetta er hins vegar forgangs-
Framhald á bls. 3
Áskrifendur hoggvara. Næsta sumar veröur sett falleg giröing utan um garðinn. Bókasafn og félagsheimili Selfoss
í Kópavogi I nýrri áfangabyggingu félags- heimilisins Herðubreiðar er nú unnið að innréttingu nýs bóka- safns og skjalasafns. Gera menn Timann vantar umboðsmann frá 1. september n.k. á Selfossi
Vinsamlegast hríngið í síma 1-23-23 ef vanskil eru á blaðinu. N sér vonir um aö unnt verði að flytja safnið, sem nú er I ófull- nægjandi leiguhúsnæöi, fyrir ára- mót. Þarna verður bæði almennt safn, skólabókasafn og svo Upplýsingar hjá Sigurði Brynjólfssyni eða Gunnlaugi Sigvaldasyni á skrifstofu Timans. Simi 26500.