Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 26

Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 15. ágúst 1976 KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — persónu hans sem útaf fyrir sig er nokkuð athyglisverð. Majestyk er fremur hæglátur maður, að þvi er virðist, en býr þó yfir miklu og heitu skapi, sem i blandast stolt þess sem er sjálfstæður, reisn þess sem veit hvar hann stigur og setur fót aldrei svo niður að ekki liggi ákvörðun þar að baki, sem og einurð, sem er meiri en gengur og gerist. Að sjálfsögðu (þar sem hann þarf að lenda i kasti við lögregl- una og þarf að vera greinilega þrepi ofar henni) hefur hann Bronson er helzta og þvi sem næst eina skrautfjöðrin sem skartað er i myndinni og heldur er hún fáskrúðug — fyrir karl- menn að minnsta kosti. Að visu er það hugsanlegt, að andúð min á Bronson og þar með þessari kvikmynd, stafi af þvi að ég finni til vanmáttar gagnvart karlmennskuimynd- inni (vegna eigin skrots á karl- mennsku, hraðvaxandi visi að ýstru og annarra kyrrsetuein- kenna) en þó held ég, persónu- lega, að jafnvel kvenfólki þyki ekki verulega til koma. CHARLES BRONSON "MR. MAJESTYK” KVIKAAYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR BHERIFFS DEPT EDNA COLO 2462 Bronson — karl- mennskuímyndin Nokkuð upp á aamla móðinn — en aóð bó kynþáttar sins til þess að láta þessa ekki óhefnt. Hann snýr til baka til búða hvita mannsins, að þessu sinni liðfleiri en i hið fyrra sinn, og rænir þar ungri konu, ásamt bróður hennar, sem er barn að aldri. Meö þau i gislingu heldur hann áleiðis til búða ættbálks sins, með eftirreiöarmenn hvitra á hælum sér, og hyggst nota konuna og drenginn til að kaupa lyf fyrir. Feröin er löng og hættuleg, bæði vegna náttúruafla, svo og vegna áðurnefndra illmenna úr röðum hvitra, en að lokum kom- ast þau þó á leiðarenda og allt fer vel — eða flest. Það sem prýðir þessa kvik- mynd mest er sú afslöppun sem áhorfandinn getur notið við að horfa á fyrirsjáanlegan sögu- þráð rekjast ofan, sem engu að siður er þó vel unninn og gerður áhugaverður. Skemmtilegar myndatökur prýða og myndina hér og þar og ekki skaðar að rómantisk hjörtu hafa greinilega ráöið endi henn- ar þannig að þegar upp er staðið liður manni bara nokkuð vel. Þarna er ekki á ferðinni neitt listaverk, eða nein kvikmynd i sérflokki. Engu að siður er margt hægt að gera vitlausara en að eyða tveim klukkustund- um yfir henni. Tónabfó: Mr. Majestyk. Leikstjórn: Richard Fleischer Aðalhlutverk: Charles Bronson, Al Lettieri, Linda Christal, Lee Purcell, Paui Koslo, Taylor Locher. Það væri aö bera i bakkafull- an lækinn að fara hér mörgum orðum um Charles Bronson sem karlmennskutákn — eða, með þvi orðfæri sem nú er notað, kyntákn, sem konur hrifast af. Þó er nú svo, að ekki verður um kvikmynd þá sem hann fer með aðalhlutverk fjallað, án þess að minnast á hann sem slikan. Staðreyndin er sem sé sú að hann er ekkert annað. Það skiptir ekki máli hvort hann er borgarbúi, sem upphef- ur einkastyrjöld á hendur götu- ræningjum og ofbeldisseggjum, eða hvort hann er melónubóndi, sem ver land sitt og eigur með öllum tiltækum ráðum. 011 hlut- verka hans byggjast á imynd þess manns.sem frá degi til dags sinnir sinu, fremur hljóð- ur, en ákveðinn — en sem bregzt þver við ef friður hans er rofinn og reynist þá öðrum harðari og bardagaglaðari. Liklega er Charles Bronson það sem i dag kemst næst imynd landnemans, nema hvað hann berstekki við náttúruöfl og indi- ána, heldur ókennileg og af- vegaleidd samfélagsöfl, sem ásækja einstaklinginn i dag, hvort sem þau eru úr röðum af- brotamanna eða forheimskaðr- ar og kerfisflæktrar lögreglu. Mr. Majestyk er melónubóndi i suðurrikjum Bandarikjanna, og á hann i erfiðleikum með að koma uppskeru sinni i hús, vegna afskipta og ofsókna mis- jafnra sauða. Þegar i upþhafi myndarinnar er tónninn gefinn, með skiptum Mr. Majestyk við bensinaf- greiðslumann nokkurn. Siðan er eytt til þess tæpum þriðjungi myndarinnar að byggja upp endur evrópskra landnema i Bandarikjunum hafa neyðzt til að beygja sig undir: Indiánar voru ekki illmenni. Annars segir það ákaflega fátt að fara út i samanburð af þessu tagi, hann er svo fjarlæg- ur. Kvikmyndin um Winterhawk kemur raunverulegar fyrir sjón ir en margar af systrum henn- ar. Hún fjallar um fyrstu sam- skipti hvitra landnema viö ætt- bálk Svartfætla-indiána, en fremstur höföingja rauðskinn- anna var þá ungur maöur, nefndur Winterhawk, eða Vetr- arhaukur, sem nokkur þjóð- sagnahula hvildi yfir. Þegar i upphafi myndar er það ljóst að hviti maðurinn er sá sem hallar á i siðferðilegu upp- gjöri myndarinnar. 1 röðum hvitra eru illmennin, fúlmennin, hinir óheiðarlegu og ááreiðan- legu. Winterhawk leitar til hvita mannsins eftir aðstoð, vegna I sjúkdóms sem ættbálkur hans hafði tekiö af hvitum sjálfum, og er hann reiðubúinn til að greiða þá aðstoð fullu verði. Tveir hvitir menn reynast þá reiðubúnir til að þiggja greiðslu af honum, án þess að láta að- stoðina I té, og þvl snýr hann tómhentur frá. Winterhawk var þó nægilega rótfastur i siðum og venjum barizt i Vietnam og hlotið þar heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu. Það hefur einnig sitt að segja gagnvart þeirri að- stöðu sem siðar byggist upp i myndinni. Ennfremur er nauðsynlegt að Majestyk hafi áður lent i kasti við lögregluna og hlotið dóm, bæði vegna þess, að lögreglan má ekki lita of illa út þótt hún setji hann inn að ástæðulitlu, og svo vegna þess, að viðvörun verður að vera fyrir hendi um að Majestyk sé alls ekki til að leika sér við. Að öllu þessu afloknu getur Bronson siðan snúið sér endan- lega að efni kvikmyndarinnar, það er einkabaráttu þessa karl- mennis við þjóðfélagsöfl þau, sem erta hann og raska ró hans. Það er nú það. Heldur litil- fjörlegt, svona i heildina tekið. Einkum og sér i lagi þar sem KVIKMYNDA- Hafnarbió: Winterhawk Leikstjórn: Charles B. Pierce Aðalhlutverk: Michael Dante, Leif Erickson, Woódy Strode, Denver Pyle, Elisha Gook yngri og fleiri. Þótt kvikmynd þessi sé, svo sem i fyrirsögn segir, nokkuð upp á gamla móðinn, þá er það þó ekki algilt að afgreiða hana á þann veg. Raunar er það heild- arsvipur myndarinnar og það, á hvern hátt gaman er að henni, sem gefur henni svipað yfir- bragð þeim myndum sem hættu að sjást á hvita tjaldinu þegar samvizka hvitra vaknaði. Inni- I haldslega séð er hún samkvæmt þeim nýja skilningi sem afkom- Umsjónarmoöur ''alldór Valdimarsson HORNIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.