Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 15. ágúst 1976
TÍMINN
9
Burstarfell i Vopnafiröi meöhreindýrshorn yfir dyrum og reiðhjól við vegginn.
vegna vætu — og komið fram i
október og vetrarfrost yfirvof-
andi.
Sagan frá i fyrra hefui sem
sagt endurtekið sig. Drottinn alls-
herjar — við tölum ekki um
veðurguði, þvi að prestarnir eru
mótfallnir þvi — hefur á ný verið
örlátari á rigningu um Suðurland
og Vesturland en gott þykir, og
skaði bænda er orðinn býsna
mikill.
— Það snýr orðið allt öfugt,
sagði sami bóndi og vitnað var
til i upphafi. Bændur eru hættir aö
gá til veðurs á morgnana eins og
þeim er þó titt. Ef bliku hefur
dregið upp i vestri, hefur alltaf
mátt eiga von á úrkomu. En nú
gildir einu, þótt ekki sé sýnilegur
neinn bakki i vestrinu — það rign-
ir samt fyrr en varir.
Samt er ekki enn allt svo Ur
skorðum gengið, að árnar renni
upp I móti.
Þetta er nú sagan sú. Kannski
rætist þó úr nú undir haustiö. Það
er haldið i vonina eins lengi og
unnt er.
öðru visi er veðurlagið I sum-
um landshlutum öðrum. Sums
staðar hefur verið yndisgott, ein-
mitt þar sem það var lika bezt i
fyrra. Hvergi hefur það þó ver-
ið betra en á Norðausturlandi,
þar sem iöulega hefur verið sex-
tán til seytján stiga hiti i
morgunsárið I innsveitum, og
stundum verið yfir tuttugu stiga
hiti dag eftir dag. Það er helzt, að
þá sé að verða of heitt til þess að
vinna erfiðisvinnu.
Þessa hafa menn notiö um
Fljótsdalshérað, Vopnafjörð,
Þingeyjarsýslu og Eyjafjörð. Ey-
firðingar hafa svo sannarlega
getað sungið af hjartans lyst
kvæði Matthiasar (og fyrirgefið
honum klúðrið I fyrstu ljóðlin-
unni): Eyjafjörður, finnst oss, er
fegurstbyggðálandihér. Lömbin
þeirra i Bárðardalnum eru ekki
þústuð af rigningu, kýrnar á
Staðarbyggðinni hafa ekki staöið
i höm á nóttunni, kartöflurnar
þenjast út á Svalbarðsströndinni,
og vel hafa viðirnir vaxið á
Héraði — þeir, sem hreindýrin
hafa ekki stýft. Og fólkið er brúnt
á hörund, eins og það heföi unnið
á kaffiekrum I Brasiliu. Þar má
guð vita, hvor skákar öðrum —
fólkið heima i héraði eða niðjar
Þingeyinganna, sem tóku upp á
þeim fjanda fyrir hundrað árum
að flæmast til Suður-Ameriku.
Eins og nærri má geta hefur
heyskapurinn gengið vel á Norö-
austurlandi, og hófst hann þó ekki
neitt sérlega snemma, þvi að
spretta var treg framan af sumri
vegna þurrviðris, og var helzt til
trafala, að um einnar viku skeið,
geröi smáskúrir, oftast eiginlega
úðaregn, einkanlega undir kvöld-
iö og á nóttunni. Sú úrkoma hefði
ekki þótt umtalsverð á Suður-
landi. En þeir eru kostbærir, sem
góðu venjast.
Mývetningar hafa samt þá sögu
að segja, að silungsstofninn i
vatninu þeirra er ekki I blóma.
Rykmýið, sem þar er svo mikill
lifgjafi, er dapurlega fáliðað.
Hver hefur sinar skoðanir um
það, hverju þetta er að kenna, en
vatnaliffræðingur, sem verið hef-
ur við Mývatn I sumar, Hákon
Aðalsteinsson, telur rykmýið
hafa orbið fyrir miklum áföllum
af völdum frosts, er það byrjaði
að fljúga upp vorin 1974 og 1975.
Það tekur að sjálfsögðu sinn tima
að ná sér á strik á ný — stofninn
þarf hagfelld ár til þess að jafna
sig. Mestu klakstöðvar þess eru
sagðar vera undan ströndinni
milli Garðs og Kálfastrandar, þar
sem upp vella feikn af vatni, er
kvað vera á aldur við Starra i
Garði, og engin ellimörk á þvi.
Og svo er það Krafla — enginn
veit, hvað hún ætlast fyrir.
Kannski liggur eldþursinn á þvi
lúalagi að striða mannfólkinu dá-
lltið — kannski er hann llka að
hnipra sig saman og búa sig undir
að sprengja skurnina, sem yfir
honum hvelfist. Hver veit það?
Það er ekki annars völ en blöa og
sjá hverju fram vindur. Þvi að
allt hefur sinn tima eins og
postulinn gamli réttilega sagöi.
Hér er það eins og i rigningunni
sunnan lands: I lengstu lög verö-
ur að vona, að ekki komi til hins
versta. En þó gildir að vera við
öllu búinn.
t Norður-Þingeyjarsýslu er
komin á kyrrð og ró eftir um-
brotasaman vetur. Sumarbúöa-
börnin leika sér áhyggjulaus við
Astjörn við Islenzka og færeyska
forsjá, feröafólkið flykkist I As-
byrgi og út á Sand og upp með
Jökulsárgljúfri, og bændurnir
horfa yfir slegin tún og geta um
hrið sinnt ýmsum verkum, sem
orðið hafa að sitja á hakanum um
annatimann.
En hamfarirnar i vetur hafa
látið eftir sig ummerki, sem eng-
um dyljast: Kurluð og sprungin
hús, signar landspildur, brotnar
brýr, sem nú er sem óðast verið
að endurreisa. Fyrir neöan
Lindarbrekku er komið stórt
stööuvatn, þar sem áöur var
þurrt land nú um langa hriö —
ekki nein tjörn, heldur stórt vatn.
Breið landspilda i Kelduhverfi
hefur sigið milli tveggja gjáa, og
úti á Sandi hefur landið lækkaö,
svo að nú er litill hæðarmunur á
þvi og sjávarfletinum. Bryggjan
á Kópaskeri er stykkjuð sundur
og með stórum götum að auki.
Hjá Lindarbrekku hefur komið
upp heitt vatn, þar sem það var
ekki áður. Aftur á móti hafa
volgrurnar hjá Skúlagarði ekki
hitnað né aukizt.
Killinn margumræddi I Skógum
i öxarfirði er nú orðinn með eöli-
legum hætti, hvað sem siöar
verður. öllum er kunnugt hvað
fólkið þar átti við að strlða, um-
flotið vatni, sem vall upp úr jörð-
inni og enginn vissi, hvenær léti
staðar numið. Harðasti land-
skjálftakippurinn reið þarna yfir
á jóladag, og hæst stóð vatniö á
sumardaginn fyrsta — þá vætlaði
það alveg upp að brúninni á
bæjarhlaðinu. Þangað eru nú
daglegar komur forvitinna ferða-
langa, sem spyrja I þaula.
Þarna hefur land sigið, svo að
heimafólk sér mun á. Sú hætta er
augljós, að Jökulsá leiti austur á
bóginn og valdi vatnselg og
spjöllum, og torveldi verður á að
halda þurrum túnum og ræktar-
löndum, þvl að fáanlegur halli er
orðinn nauöalítill.
Viðbygging við Ibúðarhúsiö i
Skógum kurlaðist gersamlega i
landskjálftunum. Hún er með öllu
ónýt. í bætur fyrir spjöll, landsig
og allt þaö, sem fólkið I Skógum
varð að leggja á sig i vetur, hafa
verið metnar 100 þúsund krónur
— segi og skrifa eitthundrað þús-
und krónur. Svona er krónan
verðmikil þarna norður frá. Hér
syöra kostar dálitið skaft i hey-
vinnuvél, sjálfsagt úr afartraust-
um málmi, eitthvað tuttugu og sjö
þúsund krónur. Sagt hefur mér
verið, að ungum manni á Kópa-
skeri, sem var svo óheppinn, að
jörðin gliðnaöi undir húsi hans og
reif það sundur, hafi verið
ánafnaðar tvö hundruð þúsund
krónur 1 bætur, hvorki meira né
minna, væntanlega I trausti þess,
að Norður-Þingeyingar séu ekki
neinir skussar i verkum slnum.
Samhjálpin er ekki neitt blávatn
nú á dögum!
Við höfum ögn drepið á ferða-
fólkið: Það hefur verið margt
norðanlands I sumar, enda ekki I
kot visað, hvorki hjá náttúrunni
né mannfólkinu. Þar á mebal er
margt útlendinga, enda Mývatns-
sveit einn þeirra staða, sem
flestra leiðir liggja til. Sumir
komast i það ævintýri að villast i
Dimmuborgum. Það er hvimleitt
meðan á þvi stendur, en hreint af-
bragð til frásagnar eftir á. I raun-
inni ættu sem flestir aö sækjast
eftir þvi að villast I Dimmuborg-
um. A heitum degi á Húsavlk
mátti þýzka heita alls ráöandi á
aöalgötunni. Meðal gestanna var
llka slangur af Vestur-lslending-
um, sem komnir voru til þess að
sjá heimahaga feðra sinna og
hitta frændur að máli. 1 hugar-
heimi þess fólks, sem þeirra er-
inda var komiö I fyrsta skipti,
hefur ef til vill búið torfbær og
kviar og amboðin veriö orf og ljár
og hrifa úr frásögnum og endur-
minningum afa og ömmu. En það
var að minnsta kosti annað, sem
það sá. Þó hefði slikur ferðalang-
ur getað komið á bæ, þar sem
gömlu amboðin eru i heiðri höfö,
baggar bundnir á velli eins og
gert hefur verið I þúsund ár og
ljáir jafnvel dengdir. Það er á
Guðmundarstööum I Vopnafirði.
Eins og lesendur Timans rekur
trúlega minni til birtist i siðustu
viku á forsiöu blaðsins mynd af
bóndanum þar við dengingu.
Vel á minnzt: Þeir, sem fara úr
einum stað i annan, þarfnast
vega. Þegar leið á sumariö 1975
gat Vaðlaheiði varla talizt fær
öðrum bifreiðum en jeppum. Hún
er miklu skárri I sumar, að
minnsta kosti enn sem komiö er.
Og brýrnar á Eyjafjarðará —
ósköp eru þær angistarlegar og
raunar hættulegar lika eins og
dæmi hafa þvi miður sannað. Nú
um nokkurt skeiö hefur verið rætt
og ritað um nýjan veg austur yfir
frá Akureyri, og þá um svonefnt
Vikurskarð, sem er miklu lægra
en Vaðlaheiðin. Ekki veit ég,
hvort enn hefur verið ráöið, hvort
þessi nýi draumavegur á að
liggja yfir óshólma Eyjafjarðar-
ár framan flugvallar eða yfir leir-
urnar norðan hans. En sé saman-
burður gerður á brúm og vegum
austur um frá Akureyri og
Reykjavik, þá er enn I dag llkt
ástatt nyrðra og meban ekki var
önnur leið austur yfir Hellisheiði
frá Reykjavik en Kamba vegurinn
gamli og viðlagavegur um Krýsu-
vik og gömlu brýrnar á Elliðaán-
um. Þeir þarna noröur frá hafa
meö öðrum oröum dregizt áratugi
aftur úr. Út frá Akureyri eru ekki
aðrir vegir fullfrágengnir en
Drottningarvegurinn svokallaði
inn á flugvöll og smáspotti út I
Kræklingahliöina. A sjálfum
kreppuárunum — fyrir eitthvað
fjórum áratugum — var þó gerð-
ur vegur hér syðra inn að Elliða-
ám og suöur i Hafnarfjörð.
Allt hefur að sjálfsögðu sinn
meðgöngutima, og vonandi
dregst það ekki von úr viti, að
góður vegur komi frá Akureyri til
Húsavikur, og kannski Ifka frá
Akureyri til Dalvikur og Ólafs-
fjarðar — framtlöarvegur eitt-
hvaö I likingu við þá vegi, sem nú
eru komnir suður frá Reykjavik
til Keflavikur, Grindavlkur og
Sandgerðis. Maibikaður vegur
milli allra byggðarlaga við
vestanverðan Eyjafjörð meö
nauðsynlegum slysavörnum I
Ólafsfjarðarmúla yrði þeim öll-
um áreiðanlega hin mesta lyfti-
stöng með gagnkvæmri eflingu
eins og dæmin sanna, þar sem
slikar samgöngubætur eru gerð-
ar. Þeim mun fremur er á þess-
um slóðum þörf á góðum háum
vegum sem snjóalög eru að jafn-
aði meiri á þessum slóðum en
viða annars staðar.
Fólki úti á landi hefur hætt til
þess að vera lítilþægt. Kröfu-
hörku og óbilgirni er auðvitað
ekki bót mælandi, sizt þegar
einkahagsmunir eru annars veg-
ar. En I velferðarmálum heilla
byggðarlaga þarf oftast öllu til aö
kosta til þess að koma málum
áleiðis.
Samvinnumenn hafa miklar
áætlanir á prjónunum um ullar-
iðnað sinn og skinnaiönað á Akur-
eyri. Hugsanlega kemur þar til
greina dreifing hans til annarra
byggðarlega aö nokkru leyti.
Góður vegur myndi gera þá dreif-
ingu aubveldari og kostnaðar-
minni og greiðari á allan hátt. óll
stærri byggöarlögin við vestan-
verðan Eyjafjörð hafa annað-
hvort hitaveitu eða eiga hana i
vændum, og einnig af þeim sök-
um er þjóðhagslega hagfellt að
byggð eflist þar og aukist. Þessu
svæði er þvi ekkert of gott af þvi,
sem við höfum bolmagn til að
hrinda i framkvæmd.
— JH
Hofteigur á Jökuldal — höfuðból að fornu og nýju. Goðafoss — oft hefur regnúðinn sindrað faguriega I sólskininu þar i Viö stffiuna I Laxá.sem margir
sumar og laðað til sin myndasmiði. telja fegurstu á lslands.