Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 15. ágúst 1976 menn og málefni Vinstri stjórnin og núverandi stjórn hafa beitt hliðstæðum úræðum Hliðstæð úrræði Þjóðviljinn hefur reynt að reka þann áróöur, að mikill munur sé á stefnu og vinnubrögöum núver- andi rikisstjórnar og vinstri stjórnarinnar. Fátt eða ekkert hefur Þjóðviljinn getað fært þess- um áróðri sinum til sönnunar. Sé það nokkuð, sem Þjóöviljinn hef- ur fært fram fullyrðingum sinum til stuðnings, felst munurinn helzt i því, aö vinstri stjórnin bjó yfir- leitt við batnandi viðskiptaár- ferði, en núverandi rikisstjórn, hefur lengstum búiö við versn- andi viðskiptakjör. Þetta hefur óhjákvæmiiega haft áhrif á lifs- kjörin, sem ekki er með neinum rétti hægt aö saka núverandi stjórn um. Sé gerður nánari samanburður i þessum efnum, kemur i ljós, að báðar rikisstjórnirnar hafa beitt svipuðum efnahagsaögerðum, þegar rekstur útflutningsfram- leiðslunnar hefur staöið höllum fæti, og þvi þurft að gera sérstak- ar ráðstafanir til aö koma i veg fyrir atvinnuleysi. t þeim tilgangi felldi vinstri stjórnin gengið haustið 1972 og beitti sér fyrir takmarkaðri kaupbindingu vorið 1974. Núverandi rikisstjórn hefur tvivegis fellt gengið i sama skyni, sumarið 1974 og veturinn 1975. 1 fyrra skiptiö viöurkenndu for- ystumenn Alþýðubandalagsins, aðgengisfelling væri nauðsynleg, en þegar atkvæði voru greidd i Seðlabankanum um slðari gengisfellinguna greiddi annar fulltrúi Alþyðubandalagsins at- kvæði með henni, en hinn sat h já. AAiklar fram- kvæmdir Báðar rikisstjórnirnar hafa haldið uppi öflugri byggöastefnu. Vinstri stjórnin hóf hana undir forystu ólafs Jóhannessonar, en núverandi rikisstjórn hefur fylgt henni eftir. Þrátt fyrir efnahags- örðugleikana hefur verið næg at- vinna og mikil uppbygging i dreifbýlinu slðustu tvö ár, ólikt þvl, sem var i tið viðreisnar- stjórnarinnar. Núverandi rikis- stjórn hefur svo tryggt byggða- stefnuna áfram með þvi m.a. að tryggja Byggðasjóði stóraukið fjármagn með lögunum um Framkvæmdastofnunina, sem voru samþykkt á siðasta þingi. Vinstri stjórnin hófst handa um stórfellda uppbyggingu togara- flotans og frystihúsanna, en þau verkefni hafði viðreisnarstjórnin vanrækt. Núverandi rlkisstjórn hefur á svipaðan hátt haldið uppi stórfelldum framkvæmdum i orkumálum, þar sem nauðsynlegt er, aö landsmenn verði sem mest óháðir oliunni. Umbótalög Báðar rikisstjórnirnar hafa komið fram merkum löggjafar- málum á sviði atvinnuveganna. 1 tið núverandi rikisstjórnar ber einna hæst á þvi sviöi hin nýju jarðalög, sem Framsóknarmenn hafa lengi barizt fyrir. Báðar rlkisstjórnirnar hafa beitt sér fyrir merkum lögum á sviði félagsmála. Núverandi rlkis- stjórn hefur t.d. beitt sér fyrir nýjum lögum um jafnrétti kynj- anna. Þá hefur hún náð sam- komulagi við opinbera starfs- menn um verkfallsrétt þeirra, en það mál dagaöi uppi hjá vinstri stjórninni. Þannig má rekja þaðáfram, að ekki er neinn meginmunur á stefnu og vinnubrögöum þessara tveggja rlkisstjórna. Fram- sóknarflokkurinn hefurhaft mikil áhrif á störf þeirra beggja, en munurinn á Alþýðubandalaginu og Sjálfstæðisflokknum er ekki mikill, þegar þessir flokkar eru I Barnafoss I Borgarfiröi rlkisstjórn, þótt þeir láti öðruvlsi, þegarþeir eruí stjórnarandstöðu. Fyrir þá yrði ekki neitt erfitt að ná svokölluðu „sögulegu sam- komulagi.” Sóknin í land- helgismólinu Hvergi sést það skýrar en á sviði landhelgismálsins, að fram- greindar rikisstjórnirnar hafa fylgt sömu meginstefnunni. Vinstri stjórnin hófst handa um útfærslu fiskveiðilögsögunnar I 50 mllur. Með þeirri útfærslu var stigið stærsta sporið i landhelgis- baráttunni, þar sem flest mikil- vægustu fiskimiðin og uppeldis- stöðvarnar eru innan 50 mílna markanna. Þessi útfærsla kostaði nýtt þorskastríð við Breta, sem lauk með þvi, að þeir drógu stór- lega úr veiðum slnum. Aðrar þjóðir virtu 50 milna mörkin. Nú- verandi rikisstjórn fylgdi þessari einbeittu stefnu fast eftir. Þróun hafréttarmála, einkum þó á sviði hafréttarráðstefnunnar, skapaði möguleika til að færa fiskveiði- lögsöguna út I 200 milur. Segja má, að núverandi rlkisstjórn hafi gripið fyrsta tækifæri, sem gafst til að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 milur. Enn kom til þorska- styrjaldar við Breta, en henni er lokiðmeð fullum sigri Islendinga. Islendingar hafa ekki aðeins fengið hina nýju fiskveiðilögsögu viðurkennda I reynd, heldur hefur þetta frumkvæði þeirra haft mikil áhrif á allan gang hafréttarmála og flýtt stórlega fyrir almennri viðurkenningu á 200 milna regl- unni. Forusta Fram- sóknarmanna Hjá þvi verður ekki komizt, þegar ræddir eru þessir mikil- vægu þættir landhelgisbaráttunn- ar aö minna sérstaklega á þátt Framsóknarflokksins I þeim. Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn, sem átti fulltrúa I báðum þessum rlkisstjórnum og i bæðiskiptin hvlldimesta starfið á utanrikisráðherranum, sem stjórnaði baráttunni út á við, og dómsmálaráðherranum, sem stjórnaði baráttunni inn á við, þ.e.a.s. landhelgisgæzlunni. Störf þeirra Einars Agústssonar og Ólafs Jóhannessonar I sambandi við þessarútfærslurhafa enn ekki verið metin sem skyldi. Hjá þvi verður heldur ekki komizt að minna á, aö Sjálfstæðisflokkurinn sýndi verulega tregðui sambandi við útfærsluna I 50 milur, svo að ekki sémeira sagt, enda var hann þá utan stjórnar. Alþýðubanda- lagið sýndi svipaða tregðu i sam- bandi við útfærsluna i 200 milur, enda var flokkurinn þá utan stjórnar. Framsóknarflokkurinn stóð hins vegar fast með báðum útfærslunum. Það reið bagga- muninn. Landhelgismálið er gott dæmi um holl áhrif Framsóknar- flokksins i báðum umræddum rikisstjórnum. AAisnotkun undan þóguókvæða Það verður augljósara meö ári hverju, að ört fjölgar tekjuháum og efnuðum mönnum, sem sleppa að mestu eða öllu viö beinar skattagreiöslur. Fleiri og fleiri læra þá list, að nota sér undan- þáguákvæði skattalaganna til þess að losna við skattana. Sá hópur stækkar vafalaust einnig, sem beinlinis telur rangt fram i trausti þess, að skattayfirvöld hafa ekki nógu frjálsar hendur til að áætla þeim skatt, sem þeim yröi að sjálfsögðu gefið fullt tæki- færi til að leiörétta, ef þeir gætu það með rökum. Haldi slíku áfram, verður þess áreiðanlega ekki langtaö blöa að þær kröfur verða öflugar af hálfu launamanna, að tekjuskatturinn verði afnuminn með öllu og neyzluskattar lagðir á I staðinn. Þá fengju hátekjumennirnir það fram,sem þeir stefnaaðmeöhin- um villandi framtölum sinum eins og tapi, sem er tilbúið með ýmsum hætti. En lágtekjufólkið yrði að greiða hærri skatta á óbeinan hátt. Aðsjálfsögðu ber að fordæma á hinn harðasta hátt þá menn, sem þannig nota sér ágalla og smugur skattalaganna. Þaö er ljóst að samfélagsleg tilfinning þeirra er ekki rik. En þeir eru ekki einir i sökinni. Sök löggjafans eða rlkis- stjórna og alþingismanna er slzt minni. Hvenær rumska þingmenn? Undanþágurnar voru upphaf- lega settar i góðri trú og höfðu einnig við viss rök að styðjast. En mörg undanfarin ár hefur verið ljóst, að þær hafa verið misnotað- ar i sivaxandi mæli, auk þess sem þær hafa ýtt undir brask og skuldasöfnun. Þetta hefur lög- gjafanum verið vel ljóst, en hann hefursamt ekki rumskað. Þvert á móti hafa verið gerðar tilraunir til að auka undanþágurnar, t.d. aðgera hlutabréfagróðann skatt- frjálsan, en Ólafur Björnsson prófessor sýndi manna bezt fram á, hversu auðvelt væri að misnota það. Sumpart hefur þetta að- gerðaleysi rikisstjórna og Al- þingis verið sprottið af sinnuleysi, en sumpartaf ótta við reiði þeirra manna.sem ekki fengju áfram að vera skattlausir með þessum hætti. Nú ætti hins vegar að vera nóg komið. ósóminn hriðmagnast ár frá ári. Meira ætti ekki að þurfa til þess, að löggjafinn vaknaði eft- ir langan og ljótan draum. Þaö yrði rikisstjórninni til mikils sóma, ef hún tæki með festu á þessumáli, semgæti I senn skap- að möguleika fyrir hækkun al- menna frádráttarins og auknu jafnrétti. En taki stjórnin ekki forystuna, verða einstakir þing- menn aö hefjast handa og sjá hverju er unnt að koma fram. r Ureltar kreddu- stefnur Af hálfu andstæðinga Fram- sóknarflokksins hefur lengi verið þrástaglazt á þvi, að Fram- sóknarflokkurinn sé ekki fylgj- andi neinni strangtrúarstefnu og sveiflist því milli vinstri og hægri eftir atvikum. Meðþessum áróðri hefur átt að kveða flokkinn niður. En það hefur ekki tekizt betur en svo, að Framsóknarflokknum hefur á slðustu tveim áratugum tekizt að ryðja sér svo rækilega til rúms I kaupstöðum og kauptúnum, að hann er nú annar stærsti flokkurinn þar. Þannighafa kjósendurmetiðhina frjálslyndu umbótastefnu hans. Framsóknarmenn geta þvi lát- iðsér þennan áróður andstæðing- anna i léttu rúmi liggja. Fram- sóknarmenn viðurkenna fullkom- lega að flokkur þeirra er ekki sér- kredduflokkur. Hann trúir ekki á eitt úrræði eins og Alþýðubanda- lagið segist trúa á þjóðnýtinguna og Sjálfstæðisflokkurinn á ótak- markaða samkeppni. Bæði Al- þýðubandalagið og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa líka oft orðið að reka sig á, að stefna þeirra er ekki raunhæf í framkvæmd. Hvað eftir annað hefur reynslan neytt Sjálfstæðisflokkinn til að vikja frá stefnu sinni um algert frelsi og Alþýðubandalagið frá trú sinni á rikisreksturinn. Kreddunum hafnað Afstaða Framsóknarflokksins hefur frá upphafi verið sú, að beita ætti hinum þremur rekstrarformum: einkarekstri, samvinnurekstri og rikisrekstri eftir þvi sem bezt hentaði á hverj- um vettvangi og sums staðar gætu öll þessi form komið til greina. Menn ættu ekki að vera haldnir neinni ófrávikjanlegri stefnu fyrirfram I þessum efnum. Bezt væri, að hægt væri að tryggja sem mesta samvinnu, og forðast þannig skaðleg átök og deilur, en til þess að ná þvl marki mætti ekki binda sig við of þröng sjónarmið. Þannig hefur Framsóknar- flokkurinn unnið og mun halda áfram að vinna. Hann mun ekki binda sig við neina einsýna stefnu, heldur kappkosta aö leggja raunhæft mat frjálslynds umbótaflokks á hin einstöku vandamál. Hann mun leggja kapp á að vera viðsýnn og fram- sýnn, en binda sig ekki við meira og minna úreltar kreddur. Þessi stefna er i fullu samræmi viö hinn nýja tima og nýju kýnslóð, sem er á margan hátt minna kreddu- bundin, óháðari og frjálslyndari en fyrri kynslóðir voru, þegar undan eru skildir tiltölulega fá- mennir kredduhópar, sem hafa ýmist skipað sér lengst til hægri eða vinstri. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.