Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 15. ágúst 1976 TÍMINN 5 Claudine striplast Töfrar hennar liggja i mót- setningunni á milli hins barns- lega andlits og fullþroskuðum konulikama hennar, sagði rit- höfundurinn Alberto Moravia eitt sinn um leikkonuna og kyn- táknið Claudine Cardinale eða CC eins og landar hennar Italir kalla hana. Þetta sýndi hún hverjum sem sjá vildi á bað- strönd á Sardiniu fyrir nokkru, en þar dvaldist hún i sumarleyfi með nýja kærastanum sinum, Pasquale Squitieri. Hún kynnt- ist honum, þegar þau léku sam- an i kvikmynd siðla árs 1975 og hafa ekki mátt af hvoru öðru sjá siðan Claudia sagði þá skiliö við mann sinn, kvikmyndafram- leiðandann Franco Cristaldi, sem hún hafði verið gift i tiu ár. — 1 fyrsta skipti á ævi minni finnst mér ég vera frjáls, segir hún. 1 15 ár var ég ekkert annað en vara, sem gekk kaup- um og sölum milli manna. Lif mitt virtist ekki vera neitt ann- að en endalaus runa af óloknum kvikmyndum. — Eftir skilnað- inn viö Cristaldi gerði hún það sem hana hafði alltaf langað til: Hún lét klippa hár sitt eftir nýj- ustu tizku, klæddist þægilegum einföldum fötum og keypti sér gleraugu, nokkuð, sem maður hennar hafði aldrei lagt blessun sina yfir — vegna þess aö þaö hæfði ekki stjörnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.