Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 15. ágúst 1976 Hvassafell, nýjasta skip Sambandsins. Óttar Karlsson skipaverkfræðingur: Brennt hefur verið svartolíu á Sambands- skipunum í nærfellt 20 ár I TILEFNI þess a6 nú eru nær 20 ár liðin frá þvi svartoliubrennsla hófst i diselvélum skipa i rekstri Skipadeildar Sambandsins og þeirrar almennu umræðu og skrifa, er erðið hafa um svart- oliubrennslu nýverið, þykir tilhlýöilegt að skýra frá tilkomu og framvindu þessarar ráðstöf- unar hjá útgerðinni og reynslunni af henni. Mun eingöngu verða fjallað um þetta mál eins og það hefur gengið til og horfir við frá sjónarhóli þessarar Utgerðar — ef það mætti verða einhverjum til viðmiöunar, en hjá hinni almennu umræðu sneitt að mestu. Jón örn Ingvarsson, yfirvél- stjóri á Hvassafelli, sem án efa er sá vélstjóri islenzkur, er einna lengsta reynslu hefur af brennslu svartoliu i diselvélum skipa, mun jafnframt skýra frá sinni reynslu og margþættu athugunum. Ætlunin er að gera hér nokkra grein fyrir eftirfarandi atriðum varðandi þessa svartoliunotkun hjá Skipadeild: Aðdraganda og siðari áföngum, reynslu og hæfni, framkvæmd svartoliubrennsl- unnar og hvernig vélum og bún- aði hefur verið háttað og loks hinni fjárhagslegu hlið. En áður en lengra er haldið er rétt að gera grein fyrir þvi, að með svartoliu er hér átt við elds- neytisoliur miðlungi seigar, er nefnast „Intermediate Fuels” i sölulistum oliufélaganna, og i þessum skrifum er yfirleitt átt við oliu, er hefur seigju allt að 200 Redwood I sekúndum við 100 gráður á Fahrenheit, 38 gráður á Celsius, þ.e.a.s. „Intermediate 2 Fuel”. Olia sú sem gengur und- ir nafninu svartolia eða „Light Fuel” á hérlendum markaði, er innan þessara sömu seigjumarka og er nú i auknum mæli notuð samfara annarri svartoliu til brennslu i diselvélum skipa rekn- um af Skipadeild. Aðdragandi og síðari áfangar, reynslan almennt: Allt fram til ársins 1957 var ein- göngu brennt gasoliu eða „Marine Diesel” i dieselvélum skipa i rekstri hjá Skipadeild. Er Hamrafellið var keypt til landsins árið 1956 var það búið til brennslu á seigari olium á aðalvél, sem var tvigengis MAN-vél af gerðinni K10Z70/120A. Ariö 1957 var tekið að brenna i þessari vél oliu, er hafði seigju allt að 200 Redwood I sekúndum en siðar enn seigari olium allt að 800 sekúndum, og upp frá þvi svo lengi sem Hamra- felliö var i eigu Sambandsins og Oliufélagsins, eða þar til það var selt úr landi i lok árs 1966, var oli- um af þessum seigjustigum brennt þar. Hafði þetta verulegan sparnað i för með sér, þar sem notkun aöalvélar var um 19 tonn á sólarhring. bað breytti þó ekki þvi, að selja varð skipið úr landi sökum lágra farmgjalda og erfiðrar rekstrarafkomu. Meö hliðsjón af þeirri reynslu, sem fékkst af brennslu svartoliu á Hamrafelli var eðlilegt að sú spurning vaknaði, hvort ekki mætti fara þessa leið viðar. Mælifelliö var byggt i Noregi og hóf siglingar i aprilmánuði 1964. Var það búið til brennslu á 200 sekúnda oliu i aðalvél, og hefur brennt slikri oliu siðan. bað sama á við um bæði Skaftafell og Hvassafell, sem byggö voru i Vestur-býzkalandi 1971. bannig hafa þau þrjú skip, sem byggð hafa verið á vegum Skipa- deildar frá árinu 1964 verið búin til slikrar brennslu. Af framangreindu má ljóst vera, að Skipadeild hefur snemma farið inn á þá braut að brenna svartoliu i aðalvélum skipa i hennar rekstri, þar sem hún taldi þaö viö eiga með tilliti til aðstæðna og af þvi fjárhags- legan ávinning. Aö útgerðin hefur ótrauð haldið sér á þessari braut og aukið notkun á þessari oliu með tilkomu nýrra skipa, er kannski órækasti vitnisburður þess, að hún hefur af þvi góöa reynslu og það góða, að hún mun — að verðlagi á eldsneytisoliu ó- breyttu — halda þessari notkun á- fram, þar sem við á. Er forráða- mönnum útgerðarinnar þakklæti i huga til alls þess vélaliös, sem með jákvæðri afstööu og árvekni i starfi hefur staðið að þessari reynslu, en enginn vafi leikur á þvi, að það veldur mestu um, hvernig til hefur tekizt. Hins vegar verður ekki séð, að einhverjir tæknilegir kostir fylgi brennslu svartoliu á dieselvélum, ávinningurinn er eingöngu fjár- hagslegur. bess vegna má kannski segja, að það skjóti nokk- uð skökku við, að það skuli helzt vera menn úr hópi tæknimanna, sem halda uppi áróðri hérlendis fyrir brennslu svartoliu i diesel- vélum skipa, en þeir, sem um fjárhagsafkomuna hugsa, velta vöngum. bað ætti þó að vera visst keppikefli allra, er að útgerð standa, að brenna ekki dýrari oliu en nauðsynlegt er. Forsendur svartoliunotkunar: baðsem hefur mótað ákvörðun Skipadeildar um það, hvort i brennslu svartoliu skyldi ráðazt hverju sinni, eru fyrst og fremst eftiríarandi atriði. 1. Vélarstærðin. Vél sé um og yfir 2000 hestöfl. 2. Keyrslutimi vélar og oliunotk- un. Keyrslutimi verði 3500-4500 klst. á ári og oliunotkun þvi 1000-1300 tonn. 3. Farsvið. Siglingum skips verði þannig háttað, að öryggir möguleikar séu fyrir hendi til svartoliutöku. 4. Afstaða vélarframleiðenda til slikrar brennslu. 1 hvert sinn, sem hún hefur komiö til álita hefur veriö leitað umsagnar vélarframleiðenda og afstaða þeirra veriö afger- andi. Hún hefur oftast verið já- kvæð, sjaldnast hvetjandi, en þó i eitt skiptið neikvæð. Gæði oliunnar og hæfni: Skipadeild hefur samning viö Oliufélagið og Esso um kaup á eldsneytisoliu til skipa I hennar rekstri. Slikur seljandi er ávallt viss trygging fyrir þvi, að gæði oliunnar sé innan ákveðinna til- tekinna marka. Eftir sem áður hefur verið aflaö upplýsinga um og reynt að fylgjast með gæðum svartoliunnar á hinum einstöku oliutökustöðum. Gæði svartoliunnar og hæfni til brennslu i diselvélum hefur verið metin út frá tveimur sjónar- miðum: Annars vegar hvernig olian sé til dælingar, hreinsunar og tilreiðslu: hvert sé storkn- unarmark hennar, vatnsmengun, óhreinindi og seigja. Hins vegar hvernig olian sé til brennslu, hvert magn efna hún hefur að geyma til ösku- og koksmyndun- AAenntamálaráðuneytið óskar að taka á leigu húsnæði á jarðhæð undir fjölskylduheimili fyrir fjölfötluð börn. Tilboð sendist menntamálaráðuneytinu, verk- og tæknimenntunardeild fyrir 25. ágúst. Menntamálaráðuneytið. Kennarar - kennarar Góðan barnakennara (með réttindi) vant- ar að grunnskólanum i Bolungarvik. Hús- næði i boði. Upplýsingar hjá skólastjóra Gunnari Ragnarssyni i sima 94-7288 og séra Gunn- ari Björnssyni, formanni skólanefndar i sima 94-7135.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.