Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 37

Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 37
Sunnudagur 15. ágúst 1976 TÍMINN 37 TÍMA- spurningin — Ef þú ættir aö f lytja út á land, hvert myndir þú helzt vilja fara? Þórhallur Sigurjónsson, verzlunarmaöur: — Ef ég ætti að fara úr Revkiavik, mvndi ég tvfmælalaust flvtia á Héraðið. Hermann Kjartansson, nemi: — Vestur á Isafjörð. Ólafur Þorgeirsson, skrifstofumaður: — Ég myndi flytja til Húsavíkur. Bæði er bærinn fallgur og atvinnumöguleikar mikl- ir. ólafur Ágúst Lange, bifreiðarstjóri: — Það yrði Norðaustur- landið, þar eru jú alltaf beztu veðrin. Friður Guðmundsdóttir, verzlunarkona:— Ég færi beint upp i sveit og það yrði þá helzt einhverstaðar á Suðurlandsundirlend- inu. lesendur segja Sr. Ágúst Sigurðsson, AAælifelli: Hættu- legur vegur í Aust- urdal Um s.l. helgi var messað i Abæ i Austurdal sem er vani um 16. sumarhelgina, en byggð er aðeins á tveim bæjum i sókn- inni, Skatastöðum og Merkigili. Abær hefur verið i eyði i meira en aldarfjórðung, enda er afskekkt mjög i dalnum og sam- göngur ógreiðar. Ekki er það tiltökumál, þótt kirkjuvegurinn að Abæ hafi reynzt ófær, öðrum farartækjum en jeppum að þessu sinni, enda aðeins um rudda slóð að ræða og vegagerð erfið, vegna þess að engin tæki er unnt að flytja yfir hina veik- byggðu jökulsárbrú undan Skuggabjörgum. Hins vegar væri nauðsynlegt að lagfæra gönguleiðina siðasta spölinn að kirkjunni að auð- velda rosknu fólki að komast til kirkjunnar og svo orgelburð, en orgel þarf jafnan að flytja þegar messað er á Ábæ. Hitt er meira tiltökumál, að fólkið á Skatastöðum og Merki- gili skuli búa við svo slæmar samgöngur sem raun ber vitni. Vegurinn er að visu ávallt hættulegur, en undirlendi, er ekkert á köflum, þótt útyfir taki á vetrum. Austurdalur er mjög snjóléttur, og þvi er vegurinn meira farinn, en klaki er mikill langtimum saman og umferð stórlega varasöm. Hefur vegur þessi aldrei notið náðar þeirra sem útdeila vega- fé, og nú i sumar nær ekkert veriðaðhafzt fremur en vant er, allt um eindregin tilmæli Gisla Felixsonar vega verkstjóra, heimamanna og vina þeirra á s.l. vetri. Vonandi þarf þó ekki að biða þess að hér verði slys, svo úr- bætur fáist. Frú d Eyrarbakka spyr: Er sjónvarpið fyrir nótthrafna? Indæl frú á Eyrarbakka kom að máli við okkur og hafði sittbvað að segja um sjónvarpið og m.a. þetta: - Það nær ekki nokkurri átt hvað þeir teygja úr dagskránni þessir menn. Vita þeir ekki, að það er til fólk sem þarf að fara snemma'að sofa. Mjög auðvelt er að sjá á dagskránni hvaða efni er áhugaverðast og það er alltaf eða oftast seinast á dag- skránni. Ég vildi láta breyta þessu og fá góðu þættina strax á eftir fréttunum. Um þverbak keyrir þó með kvikmyndirnar, sem eru að vanda seinastar á dagskránni og þeim lýkur oft ekki fyrr en á miðnætti. JG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.