Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 15. ágúst 1976
TÍMINN
7
HELCARSPJALL
við að leigja Fjallkonuna?
Páll Pétursson:
Eigum
Maður er til í Reykjavik, sem
ávaxtar fjármuni og heitir
Aron. öðru hverju hefur hann
haft uppi söng um það, hvernig
íslendingar ættu að leysa efna-
hagsvandamál sin, þeir ættu aö
leigja Bandarikjamönnum aö-
stöðu til herstöðvareksturs og
mundu þeir gjalda stórfé fyrir
og gætum við allir dansað i
kringum þann gullkálf og vel-
ferð þjóðarinnar yrði þannig
tryggð til frambúðar.
Lengst af hefur Aron þessi
sungið einsöng, en svo bar við
snemmsumars að hann fékk há-
væra undirtekt, og siðan hafa —
þótt ótrúlegt megi virðast — átt
sér stað manna á meðal og i
fjölmiðlum þó nokkrar umræð-
ur um þessar hugmyndir.
Sérstakir
bjartsýnismenn
Meðan landhelgisdeilan stóð
sem hæst voru þeir menn all-
margir, sem töldu þess ein-
hverja von, að Nato mundi rétta
hlut okkar og jafnvel að okkur
væri traust i varnarsamningi
við Bandarikin, þannig að þau
mundu snúast á okkar sveif er
Bretar gerðu flotainnrásina.
Þegar sú von brást, þá sáu
margir þeir, er áður höfðu skrif-
lega beðið um áframhaldandi
hersetu, að herlið Bandarikj-
anna f Keflavik væri þar ein-
ungis vegna hagsmuna Banda-
rikjanna sjálfra,en ekki vegna
islenzkra hagsmuna. Þar bætt-
ist einnig við, að Bandarikja-
menn birtu i vor skjöl varðandi
aðdragandann aö inngöngu ís-
lands i Nato og vörpuðu þau
skjöl nýju og ógeðfelldu ljósi á
þá atburði alla, bæði markmið
og leiðir.
Orsakir
efnahagsvandans
Efnahagsörðugleikar slðustu
ára hafa átt sér ýmsar orsakir,
sumar utanaðkomandi, en aðr-
ar af innlendum toga spunnar.
Hefur þá venjulega legið til
grundvallar æðisgangur I lifs-
gæðakapphlaupinu, ásamt
skorti á ráðdeild. Við höfum
ekki kunnað okkur hóf, ekki
gætt þess alltaf aö sniða stakk-
inn eftir vextinum.
Þótt nú sé heldur að rofa til
vegna bættra viðskiptakjara
eru þó enn þá blikur á lofti. Rán-
yrkja sumra fiskistofna er mjög
viðsjárverð, en nú hafa með
nýunnum sigri i landhelgismál-
inu skapazt skilyrði, til þess að
við getum sjálfir — og innan
tiðar einir — búiö að fiskimiðum
okkar meö forsjá og fyrir-
hyggju.
Örþrifaráð
ráðleysingja
Hér hefur, sem betur fer,
aldrei skapaztneitt það neyðar-
ástand er réttlætt gæti það aö
gripið sé til örþrifaráöa svo sem
þess, aö leita eftir gjaldtöku
vegna hersetunnar. Greipa-
gleiðum eyðsluhákum kann aö
virðast, að fyrirhyggja sé taf-
söm og leiðinleg, og að freist-
andi væri að afla fjár með nýrri
aðferð, svo enn megi bæta á
sukk og flottræfilshátt. Ein hug-
myndin, sem fram hefur komiö
er sú, að krefja herinn um stór-
framkvæmdir i samgöngumál-
um, bæði vegagerð og flugvalla.
Væntanlega þyrfti þá að koma
upp nýjum herstöðvum til þess
að gæta þessara mannvirkja,
t.d. á Egilsstöðum, með öllu þvi
Páll Pétursson.
sem þeim umsvifum fylgir.
Auðvitað er herinn ekki hér
vegna hagsmuna okkar Islend-
inga, þess vegna eigum við að
losa okkur viðhann, þvi fyrrþvi
betra, en ekki festa hann hér i
sessium ókomin ár, sem einaaf
undirstöðum þjóðlifsins. Viö
megum alls ekki gera hermang
að neinum aðalþætti þjóðarbú-
skaparins né herinn aftur að
meginatvinnuveitanda i land-
inu. Hins vegar er það álitamál
hve mikla efnahagslegar fórnir
er réttlætanlegt aö færa, vegna
veruhersins hér, m.a. hvortrétt
sé af Islendingum að greiða
niður matvæli handa hernum,
ellegar una þvi, að tollamálin i
sambandi við herstöðina séu i
þvi ófremdarástandi sem nú er,
eða verja fé úr húsnæðislána-
kerfi landsmanna til þess að
byggja leiguibúðir handa her-
mönnum Suðurness.
Sjálfbjarga þjóð
Ég lit svo á, að þetta land með
gögnum þess og gæðum eigi aö
vera fyrir Islendinga sjálfa og
þá eina og kviði þvi ekki, að
þeim muni ekki takast að nytja
það svo og nýta, að þeir geti
ekki framfært sjálfa sig
hjálparlaust. En til þess
að svo megi verða þurfa þeir að
vera fyrirhyggjusamir i skipt-
um sinum við landið og auðlind-
ir þess, og ekki eyðileggja gróð-
urlendi né fiskimið vegna vonar
um skjótfenginn stundarhag.
Þjóðin verður að vera varkár
i samskiptum sinum við þá aðila
erlenda, sem hér seilast til
náttúrugæða eða áhrifaaðstöðu,
hvort heldur þaö eru Bretar eða
Vestur-Þjóðverjar sem vilja
veiða fiskinn við strendur lands-
ins, auðhringa sem hér vilja
njóta orkulinda og vinnuafls —
jafnveli forréttindaaöstöðu um-
fram innlend fyrirtæki — elleg-
ar herveldi, sem vilja varðveita
eða koma hér upp hernaðarað-
stöðu. Allt eru þetta greinar á
sama meiði og runnar af sömu
rót. Þessvegnaer undanlátsemi
i landhelgismáli, gjafmildi við
erlenda auðhringa og fram-
færsluvon af herstöð öll á eina
bók lærð.
Hættan af herstöðinni
Vitaskuld stafar okkur mikill
lifsháski af veru hermannanna
á Reykjanesi og þeirra amboða
sem þeir hafa þar hjá sér, en
ráðið úr lifsháskanum er ekki
það, að heimta hraðbrautir eða
flugbrautir til þess að reyna aö
flýja þegar i óefni er komið,
ráðið er annað og einfaldara,
bægja hættunni frá. I samræmi
við það sjónarmiö hafa
Framsóknarmenn þá stefiiu, að
herinn fari burt i áföngum svo
fljótt sem við veröi komið, og
var þessi stefna siðast áréttuð
nú i vor i stjórnmálaályktun
aðalfundar miðstjórnar flokks-
ins.
Ég mun ekki i þessu stutta
spjalli ræða að ráði þá stjórnar-
farslegu hættu, sem af veru
hersins getur stafaö, en sem
kunnugt er hafa sumar stofnan-
ir Bandarikjamanna og þá eink-
um leyniþjónusta CIA verið
heldur óþrifalegar i tiltektum
sinum við það að varöveita það,
sem þeir hafa talið hagsmuni
Bandaríkjanna. Hafa þeir viöa
leitað fanga og er mikil mildi að
sú stofnun skuli aldrei hafa
rennt auga til okkar.
Hagsmunir lýðræðisins
Bandarikin voru lengi for-
ysturiki þeirra stjórnarhátta
sem við höfum valið okkur, þótt
margt hafi gengið öndvert um
framkvæmdlýðræðis vestur þar
i seinni tið. Siguröur Nordal
komst allra manna bezt að orði.
Einhverju sinni sagði hann eitt-
hvað á þá leið, aö það væri stór-
kostleg tilraun, sem Islendingar
væru að gera, að ætla sér að
halda uppi sjálfstæðu lýðræðis-
þjóðfélagi svo fáir sém þeir
væru. Ég er ekki i vafa um það,
að lýðræðishugsjón þjóðanna —
þar á meðal Bandarikjamanna,
er mestur greiöi gerður með þvi
aö láta þá tilraun heppnast. Ég
er ekki i efa um það, að þjóðin er
nógu dugleg og landiö nógu gott
til þess að tilraunin heppnist.
Þess vegna er ég gjörsamlega
andvigur þvi, að við gerumst
þeir dólgar að leita okkur fram-
færslu með þvi að leigja Fjall-
konuna hermönnum.
Hér á að STANZa
FLESTIR árekstrar og slys i
Reykjavik verða vegna þess að
einföldustu umferðarreglum er
ekki framfylgt. Samkvæmt yfir-
litá um árekstra virðist einna al-
gengast að ökumenn virði ekki
stöðv unarskyldu — og bið-
skyldumerki.
Þeir, sem hafa náð ökuprófi,
ættu allir að kannast við stóra
kringlótta merkið með þrihyrn-
ingi og áletruninni STANZ.
Þetta er stöðvunarskyldu-
merkið, sett upp við gatnamót
til að gera umferöina öruggari
og greiðari.
Þegar ökumaður kemur ak-
er stöðvunarskyldumerki, ber
stöðvunarskyldumerki, ber
honum að stöðva algjörlega
áðuren ekið er yfir gatnamótin.
Ef stöðvunarlina er mörkuð á
yfirborð götunnar á að stöðva
við hana, þannig að framendi
bifreiöarinnar nemi við stöðv-
unarlinuna. Þar sem stöðv-
unarlina er ekki á yfirboröi
vegar, eða götu, er heppilegast
aöhafa þaö fyrir fasta venju aö
stöðva við merkiö sjálft. Ef
merkið eða stöðvunarlina er
ekki nærri jaðri akbrautarinnar
sem á að aka yfir, er rétt að
stöðva við merkiö eða linuna,
láta bifreiöina siðan renna ró-
lega að gatnamótunum og
stanza aftur ef umferð nálgast
eftir aðalbrautinni.
Biðskyldumerkið
Þegar ekið er að gatnamót-
um, þar sem er biðskyldumerki,
ber ökumanni að draga úr hraða
i hæfilegri fjarlægð frá gatna-
mótunum, og gæta þess að
trufla ekki þá umferð, sem fer
eftir aðalbrautinni. Þetta er
mjög mikilvægt. Þaö er allt of
algengt að ekiö sé að aðalbraut-
inni á miklum hraða og stöðvað
snögglega. Þetta truflar öku-
menn, sem fara um aðalbraut-
ina. Ef útsýni við gatnamótin er
ekki gott, ber að stöðva algjör-
lega við biðskyldumerkið — það
er betra að stöðva i eina eða
tvær sekúndur, en lenda i
árekstri.
Ef ökumenn færu nú i einu og
öllu eftir þessum tveimur ein-
földu umferðarmerkjum, myndi
árekstrum i Reykjavik og viðar
i þéttbýli fækka að mun.
Og þá er rétt að itreka regl-
una: HÆTTA TIL HÆGRI, en
hún gildir þar sem hvorki eru
biðskyldu né stöðvunarmerki.
Kári Jónasson
ALLT- NEMA
TEPPIÐ FUÚGANDI
I teppadeild JL-hússins finnið þér mesta teppaúrval á
landinu - hverskonar teppi í öllum verðflokkum.
Verð: kr. 900.- til kr. 13.000.-m2.
í leiðinni getiö þér litið inn í stærstu húsgagnaverslun landsins.
Og það kostar ekkert að skoða.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600