Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.08.1976, Blaðsíða 12
SKODAbúðin Auðbrekku 44-46. Þar er legið með varahlutaiager SKODA umboðsins. Skoda billinn hefur reynzt vel og varahlutasala hefur dregizt saman þrátt fyrir aukinn bifreiðafjölda. Auk varahluta selja þeir algengar bifreiðavörur og þar á meðal BAEUM hjólbarða. — Mynduö þið kjósa nýtt ein- okunartimabil, ef þið mættuð ráða? — Ég hefi velt þessu svolitið fyrir mér með áhrif haftanna og ég hefi komizt að þeirri niður- stöðu, að haftatimabilið hafi verið mjög neikvætt fyrir umboðið og Skoda. Blllinn — eða merkið — varð hluti af opinberu tákni um ófrelsi, eða skort á valfrelsi. Það tekur töluverðan tima að vinna af sér hið „opinbera óorö”, því menn eru andvigir viöskipta- hömlum. Atvikin höguðu þvi bara svo, aö við fórum með bilaviö- skipti fyrir þessa þjóð, sem við gátum keypt af bila, annaö var það ekki. 1976 nýtt metár hjá Skoda —Arið 1966 datt bilasala niður á tsiandi, samfara sildarleysi og annarri óáran. Erfiöar gengis- fellingar komu 1967 og 1968, en bilainnflutningurinn komst I lág- mark árið 1969 hér á landi. Salan minnkabi hjá okkur um 100 bfla á ári, og árið 1969 seldum vib aðeins 120 bila. — Ef tölur yfir söluna á þessum árurn eru bornar saman við heildarinnflutning á bifreiöum til landsins, þá kemur i ljós að hlut- fallsleg aukning er á sölu Skoda öfl samdráttarárin, en það gefur vissar visbendingar llka um stöðu bflsins á markaöinum hér. — Siðan gerðist það áríð 1970 ab allt byrjaði að blómstra á ný, felld voru niöur leyfisgjöld af bfl- um og bilverð lækkaði. Þá fóru bflar aftur að seljast og okkar hlutur varð 300-350bflar á árí, þar til I fyrra, sem varð mjög lélegt bflaár. Þessi lægð varir enn. Það er mikill samdráttur I sölu á nýj- um bilum, en nú skeöur það, að Skoda er með metár, þrátt fyrir samdrátt I innflutningi, því að við erum þegar búnir ab afhenda yfir 400 bfla það sem af er árínu 1976. Skoda I oliukreppu — Hver er skýringin? — Skýringar eru vafalaust margar. Það sem mestu ræður er að billinn f eflur i smekk kaupenda hér á landi og i Vestur-Evrópu. Hann gefur í frágangi ekki eftir öðrum bifreiðategundum, sem hér eru boönar og verðiö er mjög hagkvæmt. Eg fuflyröi, aö hann er sambærilegur að gæðum núna og bilar, sem eru allt að þvi helm- ingi dýrari en hann. Þetta hefur auðvitað mikið aö segja. Veröbil- ið milli Skoda og annarra bfla hér hefur verið að breikka. Þar veldur ma. oliukreppan og hin gjöróliku efnahagskerfi land- anna. Vestur-Evrópukerfið hefur verið að fara I gegnum mikla eld- skirn, örðugleikatimabil og efna- hagskreppu. A sama tima hafa Tékkarnir getað með sinu kerfi haldið verðlagi i skefjum og framleiðslukostnaðinum stöðugri en t.d. er I rikjum Vestur-Evrópu. — Hér koma til visindalegar skýringar, eöa hagfræðilegar skýringar, sem ég treysti mér ekki til að ræða út i hörgul, en verðið á Skoda og framleiöslu- gæðin segja slna sögu um ástand- iö. — Venjulegur bill frá Vest- ur-Evrópu kostar um 1200 þúsund krónur, en Skoda kostar frá 700 þúsundum. Þetta sér fólk og bill- inn hefur gott orð á sér. Skoda er nú uppseldur með öllu, Vagn Gunnarsson, verkstæóisformaOur Jón A Stefánsson, sölustjóri hjólbarða „beygir sig I duftið” fyrir við- skiptavini sem ætlar að kaupa sér dekk. Friðrik Axel SveinssOn, gjaldkeri við eigum ekki einn einasta bfl. Næsta sending kemur I septem- ber, og mikið er þegar búið að panta af þeim bflum. Það er 1977-model. — Verður útlitsbreyting á Skoda núna? — Nei billinn hefur verið fram- leiddur óbreyttur i útliti allt frá árinu 1970, en tæknilegar endur- bætur eru þó alltaf gerðar, þar til nú að þeir telja sig ekki vilja breyta neinu. Telja sig ekki ná lengra með þennan bil og verða þá að snúa sér að þvi að búa til eitthvaö annað. — A næsta ári munum viö fá nýjagerð af Skoda, en hún kemur til með að verða allmiklu dýrari. Skoda og stöðutákniö — Nú segja sumir, að billinn sé ekki einvörðungu samgöngu- tæki.heldur lika stöðutákn. Fást framgjarnir menn til þess að aka á Skoda, eða þeir, sem vilja tolla i tizkunni og auglýsa velgengni sina með bilum? — Það er nokkuö til i þessu, — eða var það, er liklega réttara að segja. Þetta hefur þó breytzt mik- iö hér á landi. Það er erfitt að skýra þetta, en mér er nær að halda, að það sé aö verða nokkur hugarfarsbreyting hjá þjóðinni. Menn nenna ekki lengur aö þræla sér út fyrir stöðutákn og vilja reyna aö lifa lifinu i staðinn. Lifsgæöakapphlaupi undanfar- inna ára er liklega að ljúka. Bjarni Haraldsson, sölumaður bifreiða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.