Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 53

Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 53
Eigendur Læknablaðsins hafa nú farið að kröfu Kára Stefánsson- ar og rekið Vilhjálm Rafnsson ritstjóra, valinkunnan velunnara Læknablaðsins með langan og far- sælan feril að baki sem mótandi og stjórnandi blaðsins. Uppsögn Vilhjálms er einungis til komin vegna þess að Vilhjálmur heimil- aði birtingu greinar í Læknablað- inu, þar sem Jóhann Tómasson læknir telur sig afhjúpa meint stjórnsýsluleg mistök og dóm- greindarleysi í sambandi við ráðn- ingu Kára Stefánssonar í stöðu afleysingalæknis á deild Landspít- alans fyrir nokkru. Hin gagnrýna grein Jóhanns vakti mikla athygli og stendur hún raunar enn opin- berlega óhrakin. Gagnrýni Jóhanns fór greini- lega fyrir brjóstið á Kára Stef- ánssyni og fylgisveinum hans. En í stað þess að reyna að hrekja strax efni greinarinnar valdi Kári þá leið að losa sig við ritstjórann og setja þannig bann á alla ámóta gagnrýni til frambúðar. Og þetta tókst, því tungan er úr boðberan- um. Nú hefur auðmjúkur Sigur- björn Sveinsson, formaður Lækna- félags Íslands, þjónað fyrir altari Kára. Hann hefur bæði kysst á vöndinn og höndina á leiðtoganum - og rekið Vilhjálm. Og allt þetta fyrir formennskuna í læknafélag- inu - og frið í læknastétt. En kjarkleysi hins auðmjúka formanns ríður ekki við einteym- ing. Hann þorir ekki að viður- kenna augljósan brottrekstur Vilhjálms. Nei, ritstjórinn var alls ekki rekinn. Hann var bara ekki látinn vera með í næstu ritstjórn! Hvílík karlmennska! Hvílík reisn! Sjáum við ekki hér fjöruborðið í stórstreymi mannlegra athafna? Það verður ekki lægra - það kemst ekki neðar. Kári fékk að reka Vilhjálm ritstjóra og Sigurbjörn formaður sá um handaþvottinn. Og grein Jóhanns læknis stendur enn. Þannig er staðan í dag. Og þannig staða býður auðvitað engan frið. Hvorki í læknastétt - né annars staðar. Höfundur er læknir. Kári rekur ritstjóra Læknablaðsins UMRÆÐAN LÆKNABLAÐIÐ GUNNAR INGI GUNNARSSON 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI FÖSTUDAGUR 2. desember 2005

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.