Fréttablaðið - 02.12.2005, Síða 53

Fréttablaðið - 02.12.2005, Síða 53
Eigendur Læknablaðsins hafa nú farið að kröfu Kára Stefánsson- ar og rekið Vilhjálm Rafnsson ritstjóra, valinkunnan velunnara Læknablaðsins með langan og far- sælan feril að baki sem mótandi og stjórnandi blaðsins. Uppsögn Vilhjálms er einungis til komin vegna þess að Vilhjálmur heimil- aði birtingu greinar í Læknablað- inu, þar sem Jóhann Tómasson læknir telur sig afhjúpa meint stjórnsýsluleg mistök og dóm- greindarleysi í sambandi við ráðn- ingu Kára Stefánssonar í stöðu afleysingalæknis á deild Landspít- alans fyrir nokkru. Hin gagnrýna grein Jóhanns vakti mikla athygli og stendur hún raunar enn opin- berlega óhrakin. Gagnrýni Jóhanns fór greini- lega fyrir brjóstið á Kára Stef- ánssyni og fylgisveinum hans. En í stað þess að reyna að hrekja strax efni greinarinnar valdi Kári þá leið að losa sig við ritstjórann og setja þannig bann á alla ámóta gagnrýni til frambúðar. Og þetta tókst, því tungan er úr boðberan- um. Nú hefur auðmjúkur Sigur- björn Sveinsson, formaður Lækna- félags Íslands, þjónað fyrir altari Kára. Hann hefur bæði kysst á vöndinn og höndina á leiðtoganum - og rekið Vilhjálm. Og allt þetta fyrir formennskuna í læknafélag- inu - og frið í læknastétt. En kjarkleysi hins auðmjúka formanns ríður ekki við einteym- ing. Hann þorir ekki að viður- kenna augljósan brottrekstur Vilhjálms. Nei, ritstjórinn var alls ekki rekinn. Hann var bara ekki látinn vera með í næstu ritstjórn! Hvílík karlmennska! Hvílík reisn! Sjáum við ekki hér fjöruborðið í stórstreymi mannlegra athafna? Það verður ekki lægra - það kemst ekki neðar. Kári fékk að reka Vilhjálm ritstjóra og Sigurbjörn formaður sá um handaþvottinn. Og grein Jóhanns læknis stendur enn. Þannig er staðan í dag. Og þannig staða býður auðvitað engan frið. Hvorki í læknastétt - né annars staðar. Höfundur er læknir. Kári rekur ritstjóra Læknablaðsins UMRÆÐAN LÆKNABLAÐIÐ GUNNAR INGI GUNNARSSON 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI FÖSTUDAGUR 2. desember 2005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.