Fréttablaðið - 02.12.2005, Page 78

Fréttablaðið - 02.12.2005, Page 78
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR62 KÖRFUBOLTI Hinn stóri og stæði- legi körfuknattleiksmaður Baldur Ólafsson hefur neyðst til þess að leggja skóna á hilluna öðru sinni, aðeins 26 ára að aldri, Baldur lagði skóna fyrst á hill- una eftir tímabilið 2003-04 vegna verkja og tognunar í hásinum. Baldur hélt sér við líkamlega með því að stunda ólympískar lyfting- ar og hélt að hann væri orðinn nógu góður til þess að spila á ný. Eftir aðeins fimm leiki er hann orðinn verri en áður í fótunum og því taldi hann réttast að hætta aftur. „Lappirnar á mér þola þetta ekki lengur,“ sagði Baldur á heimasíðu KR en hann gæti átt erfitt með að ganga ef hann pass- ar ekki á sér fæturna. Eins og áður segir lék Baldur fimm leiki fyrir KR í vetur og hann var með 6,4 stig að meðaltali í þessum leikjum. Hann tók þar að auki 2,8 fráköst að meðaltali og varði 1,4 skot. - hbg Sorgarsaga Baldurs Ólafssonar heldur áfram: Hefur lagt skóna á hilluna öðru sinni BALDUR ÓLAFSSON Ferli hans er endanlega lokið. Hann sést hér verjast ásókn Njarðvík- ingsins Friðriks Stefánssonar. FÓTBOLTI Antonio Cassano, leik- maður Roma á Ítalíu, er nú sagður á leið til Juventus en Fabio Capello, knattspyrnustjóri Juventus, vill ólmur fá hann til félagsins. Cassano er einn besti ungi leikmaður sem komið hefur upp á Ítalíu undanfarin ár en Capello þjálfaði hann þegar han var við stjórnvölinn hjá Roma. - mh Juventus vill Cassano: Cassano á för- um frá Roma ANTONIO CASSANO Cassano er einn efni- legasti leikmaður Ítalíu. FÓTBOLTI Sam Allardyce, knatt- spyrnustjóri Bolton, segist ætla að bíða fram á sumar með að reyna að kaupa japanska miðjumanninn Hidetoshi Nakata til félagsins, en hann er í láni hjá liðinu um þess- ar mundur og verður út tímabilið. Nakata er þó samningsbundinn Fiorentina og gæti því kostað skildinginn. „Við viljum fá hann en lykill- inn í þessu er peningarnir sem Fiorentina vill fá og þeir sem við getum eytt. Við þurfum að styrkja okkur í janúar og því þurfa pen- ingarnir fyrir honum að koma úr fjárhagsáætlunum næsta tíma- bils,“ segir Allardyce. Sam Allardyce: Nakata keypt- ur í janúar? HIDETOSHI NAKATA Hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu, að sögn stjóra síns. FÓTBOLTI Diego Lugano, leikmaður Sao Paulo í Brasilíu, er á leiðinni til ítalska stórliðsins AC Milan, en hann hefur verið undir smásjá evrópskra stórliða um nokkurt skeið. Lugano leikur sem miðvörður en Vanderlei Luxemburgo, knatt- spyrnustjóri Real Madrid, hefur lengi reynt að kaupa hann. Nú hefur AC Milan tryggt sér þjón- ustu Lugano, en hann mun þó ekki koma til félagsins fyrr en næsta sumar. - mh AC Milan að styrkja hópinn: Lugano á leið til AC Milan CARLO ANCELOTTI Ancelotti er strax farinn að huga að liðsstyrk fyrir næsta keppnis- tímabil.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.