Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.12.2005, Qupperneq 2
2 3. desember 2005 LAUGARDAGUR Yfirgripsmesta verk sem út hefur komið um íslenska málnotkun. ������������������������������������� �������������������������������������������� ORÐABÓK FRAMTÍÐARINNAR Bókin er yfir 1600 bls. í stóru broti. ���������� ������������ ���������� ������������������ FRAMKVÆMDIR Kapp er lagt á að ljúka frágangi við nýju Hring- brautina og hluta Miklubrautar og er stefnt að því að allt verði fínt og flott fyrir jól. Meðal annars hefur verið tyrft og gróðursett og kann einhverj- um að þykja undarlegt að slík verk séu unnin á þessum árstíma. Þórólfur Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkur, segir haustið ágætan tíma til gróðursetningar en vissulega ráði tíðin þar nokkru um. „Bæði þarf að vera hægt að ná plöntunum upp í gróðrarstöðin- ni og setja þær niður og tíðin að undanförnu hefur nú verið alveg á mörkunum. Menn hafa þó rótað vel í öllu og því hefur ekki náð að frjósa almennilega í þessu,“ segir Þórólfur og telur líklegt að trén laufgi í vor. „Við gerum talsvert af því að gróðursetja á haustin því þá er tíminn rýmri en á vorin,“ segir Þórólfur. Hann veit ekki hversu mörgum plöntum verður plantað við nýju Hringbrautina en telur þær hlaupa á þúsundum. - bþs Frágangur við nýju Hringbrautina í Reykjavík á lokasprettinum: Gróðursett á aðventunni PLANTAÐ Á JÓLAAÐVENTUNNI Nokkur þúsund plöntur fara niður meðfram Hringbrautinni og hluta gömlu Miklubrautar þar sem myndin var tekin í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS Guðmundur Ómar, hafa þeir fengið greitt með gúmmítékkum? „Já, maður gæti haldið það. Að minnsta kosti að hluta virðast þeir hafa fengið greitt með gúmmítékkum.“ Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingarmanna í Eyjafirði, segir að tvö fyrirtæki á Akureyri greiði tékkneskum starfsmönnum lægri laun en lögbundnir lágmarkstaxtar kveði á um. LÖGREGLA Tvö fíkniefnamál komu upp í umdæmi Keflavíkurlög- reglunnar aðfaranótt föstudags. Skömmu fyrir klukkan tvö vakn- aði um það grunur hjá lögreglu- mönnum við eftirlit á skemmtistað í Keflavík að einn gesta staðarins hefði á sér fíkniefni. Við leit á honum fannst hassbútur sem lög- regla lagði hald á. Á fjórða tímanum gerðu lög- reglumenn svo leit að fíkniefnum í heimahúsi í Njarðvík. Þar fund- ust 48 grömm af hassi og einnig rafstuðsbyssa. Þá voru um nóttina höfð afskipti af ökumanni bifreiðar í Keflavík sem grunaður var um að aka undir áhrifum áfengis. - óká Lögreglan á Suðurnesjum: Fann bæði hass og vopn EFNAHAGSMÁL „Enn eru verðbólgu- horfur ekki nógu góðar. Banka- stjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur,“ sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri í gær, þegar hann kynnti forsendur vaxtaákvörðu- nar bankans í fyrsta skipti eftir að hann tók við stöðu seðlabanka- stjóra. Þetta þýðir að stýrivextir Seðlabankans verða 10,5 prósent. Mun það væntanlega leiða til þess að vextir af skammtímaskuldum landsmanna sem og langtíma- skuldum með breytilegum vöxtum hækki fljótlega sem þessu nemur. Þetta er ekki eins mikil hækkun vaxta eins og greiningadeildir bankanna höfðu spáð. Í septem- ber hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,75 prósent og sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi Seðlabankastjóri, að skilaboðin væru skýr. Ætlunin væri að stan- da við verðbólgumarkið um 2,5 prósent verðbólgu. Aðspurður hvort þetta væri nógu mikil vaxtahækkun og hvort trúverðugleika Seðlabankans væri stefnt í voða sagði Davið svo ekki vera. Síðasta hækkun hefði skilað tilætluðum árangir í fyrsta skipti frá því að Seðlabankinn hóf að hækka vexti í maí 2004. Í kjölfarið hækkuðu útlánavextir banka, sparisjóða og Íbúðalána- sjóðs, en hækkun fasteignaverðs hefði verið mikill drifkraftur verðbólgu undanfarið. Þá sagði Davíð að ákveðið hefði verið að fjölga formlegum vaxtaákvörðunardögum úr fjórum í sex. Seðlabankinn myndi endurskoða stöðuna 26. janúar næstkomandi og taka nýja ákvörðun um hvort hækka ætti vexti. Bankinn gæti þó breytt vöxtum hvenær sem er en þyrfti að rökstyðja ákvörðun sína sex sínum á ári. Meginmarkmið Seðlabankans er að halda aftur af verðbólgu. Skal hún vera sem næst 2,5 pró- sentum á ársgrundvelli. Miðað við óbreytta vexti og gengi krónun- nar eru horfur á að verðbólgan verði 3,1 prósent eftir eitt ár samkvæmt spá Seðlabankans. Greiningardeildir bankanna gera þó ráð fyrir meiri verðbólgu og að gengi krónunnar falli á næsta ári. Þá geta innfluttar vörur hækkað og aukið þrýsting á verðbólguna. Þetta er óvissuþáttur sem getur haft mikil áhrif á þróun mála næstu mánuðina. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er því líklegt að vextir fari enn hærra á næsta ári. bjorgvin@frettabladid.is Síðasta vaxtahækkun skilaði sér að fullu Verðbólguhorfur eru ekki nógu góðar og tilkynnti Seðlabankinn hækkun stýrivaxta í gær. Varð það minni hækkun en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir. HVERNIG VIRKA STÝRIVEXTIR? Seðlabankinn framkvæmir pen- ingastefnuna einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst í gegnum ávöxtun í viðskiptum sínum við lánastof- nanir. Hækkun stýrivaxta Seðla- bankans veldur undir eðlilegum kringumstæðum hækkun vaxta á sparnaði, skammtímaskuldum sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum. Í mjög einföldu máli má segja að þegar vextir hækka er orðið hagstæðara fyrir fólkið í landinu að spara og dýrara að eyða. Þetta á að slá á eftirspurn í hagkerfinu og draga úr verðbólgu. DAVÍÐ ODDSSON TILKYNNIR HÆKKUN STÝRIVAXTA Davíð sagði að horfur væru á að það dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Húsnæðisverð þyrfti að lækka og gengi krónunnar að haldast tiltölulega hátt og stöðugt. LÖGREGLA Líkt og undanfarin ár leggur lögregla í Reykjavík aukna áherslu á eftirlit með ölvunarakstri í desember. Lögreglan segir reynslu undanfarinna ára vera þá að í desember freistist fleiri öku- menn til að aka undir áhrifum áfengis. „Ökumenn mega búast við að verða stöðvaðir á öllum tímum sólarhringsins,“ segir á lögreglu- vefnum og bent á að fyrsta sólarhring mánaðarins hafi sjö- tíu ökumenn verið stöðvaðir, látnir blása og ástand þeirra kannað. Einn reyndist ölvaður og einhverjir með útrunnin öku- réttindi. Lögreglan segist senda skýr skilaboð um að neysla áfengis og akstur fari aldrei saman. „Öku- menn eru beðnir að hafa þetta í huga og þeim óskað góðs gengis í umferðinni,“ segir Reykjavíkur- lögreglan. - óká Umferðareftirlit í desember: Meiri áhersla á ölvunarakstur WASHINGTON, AP Tíu hermenn í landgönguliði bandaríska flotans biðu bana í sprengjuárás nærri írösku borginni Falluja í fyrradag. Ellefu félagar þeirra særðust. Þetta er mannskæðasta árás sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir í landinu um alllangt skeið. Í tilkynningu frá Bandaríkja- her í gær kom fram að langgöngu- liðarnir hefðu verið fótgangandi á vegi skammt fyrir utan borgina þegar heimatilbúin sprengja, búin til úr fallbyssuskotum, sprakk í vegkanti. ■ Sprengjuárás í Falluja: Bandarískir hermenn dóu BAUGSMÁL Hæstiréttur felldi í gær úr gildi þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmá- linu, væri ekki bær til þess að fara með ákæruvald í þeim hluta málsins sem enn er rekinn fyrir dómstólum. Verjendur í Baugsmálinu settu ekki fram neinar kröfur en Sigurður Tómas, settur sak- sóknari, vildi úrskurð réttarins um það hvort hann væri bær og hæfur til að saksækja í málinu. Hæstiréttur telur sig ekki geta dæmt um kröfur Sigurðar og bendir á að hafi hann skort vald til þess að fara með málið þegar það var tekið fyrir i héraðsdómi 16. nóvember verði að líta svo á að enginn hafi mætt þann daginn í dómþingið fyrir hönd ákæru- valdsins. Því sé sjálfgert að fella úrskurðinn úr gild. Bogi Nilsson ríkissaksóknari staðfesti í bréfi til dóms- málaráðherra 24. nóvember að hann hefði sagt sig frá öllu máli- nu. Í kjölfar þess ítrekaði dóms- málaráðherra að Sigurður væri settur yfir ákæruliðina alla. Fari svo að Sigurður teljist réttur sækjandi í Baugsmálinu munu verjendur sakborninga krefjast úrskurðar dómstóla um hæfi Björns Bjarnasonar til þess að setja Sigurð. - jh Hæstirettur sker ekki úr um það hver sé réttur saksóknari í Baugsmáli: Ógildir úrskurð engu að síður SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON LJÓSBERINN Thelma Ásdísar- dóttir var í gær útnefnd Ljós- beri ársins 2005 af Stígamótum. Dómnefndin segir að Thelma sé útnefnd vegna þess að hún hafi með ógleymanlegum hætti snert streng í þjóðarsálinni þegar hún kynnti átakanleg uppvaxtarár sín. Með þessu gefi hún öðrum styrk til þess að takast á við óhugnað og eyðingu við sjúkar uppeldisaðstæður. Þetta er í fjórða sinn sem Ljós- beri ársins er valinn en viður- kenningunni er ætlað að koma af stað umræðu sem styrkir dóm- greind og siðvit þjóðarinnar. - saj Ljósberi ársins valinn: Thelma valin Ljósberi ársins LJÓSBERI ÁRSINS 2005 Thelma Ásdísardóttir valin Ljósberi ársins í gær. ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ���������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.