Fréttablaðið - 03.12.2005, Side 6

Fréttablaðið - 03.12.2005, Side 6
6 5. desember 2005 MÁNUDAGUR B Ó K A F O R L A G B R Æ Ð R A B O R G A R S T Í G 9 , S Í M I 4 1 4 1 4 5 0 w w w . v e r o l d . i s • v e r o l d @ v e r o l d . i s ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - V ER 3 04 83 1 2/ 20 05 GÆFUNA Í JÓLAPAKKANN! Bók sem líkt hefur verið við Alkemistann og Litla prinsinn. Njóttu velgengni í einkalífi og starfi! – amazon.co.uk SINGAPÚR, AP Aftökur á áströlskum heróínsmyglara í Singapúr og bandarískum morðingja í gær hafa vakið upp viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Rétt fyrir dögun í gær, að singapúrskum tíma, var Nguyen Tuong Van, 25 ára Ástrali af víetnömsku bergi brotnu, hengdur í fangelsi í borgríkinu en hann var gripinn þar með 396 grömm af heróíni árið 2002. Nokkrum klukkutímum síðar var Kenneth Lee Boyd gefin eitursprauta í fangelsi í Raleigh í Norður-Karólínu. Boyd myrti eiginkonu sína og tengdaföður árið 2002. Hann varð þar með þúsundasti fanginn sem tekinn er af lífi í Bandaríkjunum eftir að dauðarefsing var tekin þar upp á ný árið 1976. Fyrrgreinda málið hefur valdið mikilli spennu á milli Ástrala og Singapúra og í vikunni sagði John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, að málið gæti skaðað samskipti þeirra. Syed Hamid Albar, utanríkisráðherra Malasíu, kom hins vegar nágrönnum sínum til varnar í gær og sagði að lögum hefði einungis verið framfylgt. Bandarískir embættismenn sögðu að réttlætinu hefði verið fullnægt með aftöku Boyds en baráttumenn fyrir afnámi dauðarefsinga kváðust vonast til að dauði hans yrði til að slíkar refsingar yrðu aflagðar. - shg Skiptar skoðanir um dauðarefsingar í kjölfar tveggja sögulegra aftaka í gær: Sá þúsundasti tekinn af lífi í gær AFTÖKUNNI MÓTMÆLT Baráttumenn fyrir afnámi dauðarefsinga mótmæltu aftöku Kenneths Lee Boyd fyrir utan fangelsið í Raleigh í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁLVERSFRAMKVÆMDIR Ný skýrsla um íbúafjölda og þörf á íbúðarhúsnæði á Austurlandi fram til ársins 2008 gefur tilefni til að ætla að störf sem til verða á Austurlandi í tengslum við álver Alcoa í Reyðarfirði verði fleiri en áður var áætlað. Samkvæmt skýrslunni mun álverið skapa allt að 882 ný störf, beint og óbeint, en í fyrri skýrslum hefur verið gengið út frá að álverið skapi í heildina um 750 ný störf. Munurinn er tæplega 18 prósent og felst í því að skýrsluhöfundar gera ráð fyrir að afleidd störf vegna álversins verði fleiri en áður var gert ráð fyrir. Skýrslan var kynnt á blaða- mannafundi á Akureyri í gær en hún er fyrsta skýrslan af mörgum sem væntanlegar eru á næstu árum í tengslum við ítarlega rannsókn á samfélagsáhrifum virkjana- og álversframkvæmda á Austurlandi. Rannsóknin hófst í fyrra og lýkur síðla árs 2009 en að henni standa Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Byggðastofnun, Byggðarannsókn- arstofnun Íslands og Þróunarfélag Austurlands. Kostnaður við rannsóknina í heild verður 64 milljónir króna og mun Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið greiða ríflega helminginn af kostnaðinum. Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur hjá Rannsókna- stofnun Háskólans á Akureyri, er aðalhöfundur að skýrslunni sem kynnt var í gær og segir hann að sér hafi komið á óvart hversu mörg af nýju störfunum muni falla konum í skaut. „Því hefur oft verið haldið fram að álverið muni aðallega skapa karlastörf en samkvæmt okkar útreikningum er það ekki rétt. Það er yfirlýst stefna Alcoa að allt að helmingur starfsmanna álversins verði konur og gangi það eftir munu konur sinna um 70 prósent af þeim nýju störfum sem til verða á Austurlandi í tengslum við álverið,“ segir Jón Þorvaldur. Árið 2003 voru byggðar 30 nýjar íbúðir á Austurlandi, 150 í fyrra og í ár verða byggðar 350 íbúðir. Skýrsluhöfundar telja að þessi mikla aukning nái þó engan vegin að svara eftirspurn eftir íbúðahúsnæði og þeir telja að fram til ársins 2008 þurfi að byggja að minnsta kosti 600 nýjar íbúðir til viðbótar ¿ flestar á Egilsstöðum og Reyðarfirði. kk@frettabladid.is Fleiri kvennastörf skapast fyrir austan Samkvæmt nýrri skýrslu mun álver Alcoa í Reyðarfirði skapa fleiri afleidd störf en áður var talið. Stór hluti þeirra starfa mun falla konum í skaut. Fram til ársins 2008 er þörf á 600 nýjum íbúðum á Mið-Austurlandi. KJARAMÁL Í niðurstöðum starfshóps, sem Fræðsluráð Reykjavíkur skipaði vegna kennaraverkfallsins 2004, kemur fram að „forysta kennara hafi brugðist skyldum sínum við mótun kröfugerðar og stillt fram kröfugerð sem var til þess fallin að draga viðræður á langinn og skaða samningaferlið.“ Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara, er ekki sammála því að kennaraforystan hafi brugðist sínu fólki. „Það er engin ástæða til að elta ólar við sumt af því sem þarna kemur fram“ segir Ólafur. Í niðurstöðum starfshópsins kemur fram að sú ákvörðun Kennarssambands Íslands að biðja um frest á kjaraviðræðum vegna sumarfría starfsmanna samninga- nefndar kennarasambandsins lýsi forystuleysi og skorti á samning- sumboði. Ólafur gefur ekki mikið fyrir þessa fullyrðingu. „Þessi fullyrðing er röng, menn voru sam- mála um að gera þetta á þessum tíma,“ segir hann. Í skýrslunni kemur líka fram að starfshópurinn telur sig ekki hafa forsendur til að gagnrý- na undirbúning Launanefndar sveitarfélaganna eða starf hennar á meðan á viðræðuferlinu stóð. - sk Starfshópur skilar úttekt vegna kennaraverkfallsins: Forystan brást kennurum GRUNNSKÓLANEMAR AÐ LEIK Forysta Kennarasambands Íslands er gagnrýnd í úttekt starfshóps Fræðsluráðs Reykjavíkur. KJÖRKASSINN Sendirðu SMS-skilaboð daglega? Já 32% Nei 68% SPURNING DAGSINS Í DAG Er nauðsynlegt að bæta kjör öryrkja? Segðu þína skoðun á visir.is FRAMKVÆMDIR VIÐ ÁLVER ALCOA Á REYÐARFIRÐI Álverið mun skapa allt að því 900 ný störf á Austurlandi samkvæmt nýrri skýrslu. Eru það átján prósentum fleiri störf en ráð var fyrir gert. JÓN ÞORVALDUR HEIÐARSSON Í skýrslu um íbúafjölda og þörf á íbúðarhúsnæði á Austurlandi kemur fram að vegna álversins í Reyðarfirði mun Austfirðingum fjölga um allt að 2.330 en ella hefði þeim fækkað um 530 á árabilinu 2002 til 2008.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.