Fréttablaðið - 03.12.2005, Qupperneq 8
8 3. desember 2005 LAUGARDAGUR
������
�������������������� ����������
��������������������������������������
� � � �����������������������
�
���������������������������������
� � �����������������������������
���������������������
�������������������������������
������������������������������������������������� ��
��������������������
���������������������������������
„Þrælfín spennusaga sem heldur
athyglinni óskertri allan tímann.“
Guðríður Haraldsdóttir / VIKAN
��������������������
��������������
��������������
�����������
����������
VEISTU SVARIÐ
1 Hvers vegna var Ástralinn Nguyen Truon Van tekinn af lífi í Singapúr?
2 Hvað heitir eiginkona Rogers Moore?
3 Hvaða liði mætir KA í dag í Evrópukeppninni í handbolta?
SVÖRIN ERU Á BLS. 74
8.587.000 8.644.000
8.347.000
7.898.000
6.600.000
6.400.000
jan.-okt.
2005
jan.-okt.
2004
Heildarfjöldi farþega yfir árið
Fjöldi farþega fyrstu tíu
mánuði 2004 og 2005
FJÖLDI FARÞEGA STRÆTÓ Á ÁRI
LEIÐAKERFI KYNNIR NÝJA KERFIÐ Björk Vilhelmsdóttir, formaður stjórnar Strætó bs., þegar
nýja leiðakerfið var kynnt á Hlemmi á dögunum. Nú ræðir stjórn fyrirtækisins umtalsverðar
breytingar á því.
FRAKKLAND, AP Fyrstu orðin sem
konan sem gekkst undir fyr-
stu andlitsflutningsaðgerðina
sem reynd hefur verið sagði
voru „takk fyrir“. Frá þessu
greindu franskir skurðlæknar á
blaðamannafundi í Lyon í gær.
Aðgerðina framkvæmdu þeir á
sjúkrahúsi í Amiens í Norður-
Frakklandi síðastliðinn sunnu-
dag.
Dr. Bernard Devauchelle sagði
að sjúklingurinn hefði komist til
meðvitundar sólarhring eftir
aðgerðina, en í henni var nef,
munnur og haka grætt í einu lagi
á konuna, sem hundur hafði lim-
lest í framan. Andlitshlutinn var
skorinn af heiladauðri konu, en
aðstandendur hennar höfðu fal-
list á það.
„Sjúklingurinn var vaknaður
eftir réttan sólarhring og, ben-
dandi á barkaslönguna, sagði fyr-
sta orðið: merci,“ sagði Devau-
chelle. Á bak við hann var varpað
upp á skjá mynd af þeim andlits-
hluta sem græddur var á. Konan
sem gekkst undir aðgerðina vill
ekki að nafn hennar komi fram.
Hún er 38 ára fráskilin móðir
tveggja dætra á unglingsaldri.
Frá því aðgerðin var gerð
hefur hún getað borðað jarðarber
og súkkulaði og drukkið kaffi og
safa, að sögn læknanna. - aa
Frakkar græða nýtt andlit á manneskju í fyrsta sinn:
Fyrsta orð sjúklingsins var „takk“
AÐGERÐIN SKÝRÐ Frá blaðamanna-
fundinum í Lyon í gær. MYND/AP
SAMGÖNGUR Stjórn Strætó bs.
ræðir nú leiðir til úrbóta á leiða-
kerfinu, að sögn Bjarkar Vilhelms-
dóttur formanns stjórnar Strætó.
Breytingarnar munu taka gildi í
febrúar ef um semst, en þær fela
meðal annars í sér að bætt verður
við þremur nýjum leiðum, tveimur
í Reykjavík og einni í Kópavogi og
öðrum leiðum verður breytt.
„Þetta er unnið með tilliti til
fjárhagsáætlunar og kostnaðar-
skiptingar milli sveitarfélaganna,“
segir Björk. „Reykjavík er að fara
fram á töluvert meiri þjónustu og
er tilbúin til að greiða fyrir það.
Við teljum, að með þeim hug-
myndum sem stjórnin fjallar nú
um sé verið að koma til móts við
stóran hluta þeirra ábendinga
sem við höfum fengið vegna nýja
leiðakerfisins.“
Björk segir að leiðirnar sem
unnið verði með tengist Efra-
Breiðholti, Mjódd og Suðurlands-
braut. Einnig Norð- Austurhver-
funum við Bústaðaveg og Hlemm,
Nýbýlavegi og Hamraborg í Kópa-
vogi, Hamra hverfi í Reykjavík,
svo og Hamrahlíð. Í athugun sé að
tengja Grafarholtið við Hlemm.
„Við teljum að orðið geti mjög
góð sátt um þetta,“ segir Björk og
bætir við að nú sé unnið að því að
fjármagna breytingarnar. Ekki sé
ljóst hversu mikill kostnaðurinn
verði, en ljóst sé að viðkomandi
sveitarfélög þurfi að bæta inn í
rekstur Strætó bs.
Að sögn Harðar Gíslasonar,
aðsto ða rfra mk væmd astjóra
Strætó bs., hefur farþegum Strætó
fækkað um 6-8 prósent milli ára
miðað við fyrstu tíu mánuðina
2004 og 2005.
„Í sjálfu sér kemur þessi
fækkun okkur ekkert á óvart
allra fyrsta kastið,“ segir Hörður.
„Þetta var gífurleg aðgerð, að
leggja gamla leiðakerfinu og taka
upp nýtt. Menn hafa rætt hvort
þetta samanburðartímabil væri
ekki of stutt, hvort það þyrfti ekki
að vera 18 eða jafnvel 24 mánuðir.
Það liggur hins vegar á borðinu
að samdrátturinn í farþegafjölda
hefur aukist núna. Einkabílasalan
hefur þar vafalaust áhrif, því hún
hefur aldrei verið meiri en nú.
Þegar hefur dregið úr henni hefur
orðið aukning hjá Strætó. Það er
greinilega langtímaferli í gangi og
við tengjum það við einkabílinn.“
jss@frettabladid.is
Strætó bætir
við leiðum
Stjórn Strætó bs. ræðir nú róttækar breytingar á
nýja leiðakerfinu. Þær felast meðal annars í því að
bæta við þremur nýjum leiðum.
VERÐKÖNNUN Bónus var oftast
með lægsta verðið í verðkönnun
Alþýðusambands Íslands á bök-
unarvörum og jólakökum í ellefu
verslunum sem gerð var í gær.
Reyndist mest vera 62 pró-
senta verðmunur á hæsta og
lægsta verði vörukörfu með tíu
algengum vörum til baksturs og
í yfir helmingi tilfella reyndist
vera yfir 50 prósenta verðmunur
á jólakökum. Var verslun 10/11
oftast með hæsta verð í báðum
flokkum. ■
Verðkönnun ASÍ á bökunarvörum:
Allt að 50% munur
MENGUN Svifryk mældist í gær
yfir umhverfismörkum í Reykja-
vík, að því er fram kemur hjá
Mengunarvörnum Umhverfis-
sviðs.
Búist er við áframhaldandi
stilltu veðri og því er útlit fyrir
að magn svifryks í andrúmslofti
verði áfram yfir umhverfismör-
kum.
Umhverfissvið Reykja víkur-
borgar vekur athygli á að hyggi-
legt er, fyrir þá sem eru með
viðkvæm öndunarfæri, að halda
sig fjarri fjölförnum umferðar-
götum. Svifryk er fínasta gerð
rykagna sem eiga greiða leið í
öndunarfærin. - jss
Mengun í Reykjavík:
Svifryk yfir
mörkum
STJÓRNMÁL Lúðvík Geirsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, mun
leiða lista Samfylkingarinnar í
bæjarstjórnarkosningum í vor.
Þetta var samþykkt á félagsfun-
di Samfylkingarinnar. Í öðru sæti
verður Ellý Erlingsdóttir bæjar-
fulltrúi og í því þriðja Guðmundur
Rúnar Árnason bæjarfulltrúi. - aöe
Samfylkingin í Hafnarfirði:
Lúðvík leiðir