Fréttablaðið - 03.12.2005, Síða 18

Fréttablaðið - 03.12.2005, Síða 18
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.125 -0,01% Fjöldi viðskipta: 369 Velta: 14.978 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 49,00 -0,80% ... Bakkavör 50,00 -0,80% ... FL Group 16,00 +1,30% ... Flaga 5,01 +2,30% ... HB Grandi 9,50 +0,00% ... Íslandsbanki 16,70 +0,60% ... Jarðboranir 24,00 -2,00% ... KB banki 655,00 -0,30% ... Kögun 59,20 +0,00% ... Landsbankinn 23,80 +0,00% ... Marel 64,80 +1,40% ... SÍF 4,15 -0,70% ... Straumur-Burðarás 15,40 +0,00% ... Össur 112,00 +0,00% MESTA HÆKKUN Sláturfélagið +3,89% Flaga +2,25% Marel +1,41% MESTA LÆKKUN Jarðboranir -2,04% Actavis -0,81% Bakkavör -0,79% Hversdagsleg atvik sem við öll þekkjum verða Jóni Gnarr tilefni til að skoða lífið út frá því sjónarhorni þar sem jafnvægi milli kímni og alvöru ríkir. Texti hans er snarpur og hristir duglega upp í lesendum. Hann er einlægur í trú sinni og djarfur vegna þess að trúin er lifandi í brjósti hans og heil. SKÁLHOLTSÚTGÁFAN Kirkjuhúsið Laugavegi 31 – Sími 552 1090 NJÓTUM VETRAR Á UPPLÝSTUM LAUGAVEGINUM JÓN GNARR ÁRITAR BÓK SÍNA Í KIRKJUHÚSINU LAUGAVEGI 31 Í DAG MILLI KL. 15 OG 16 ÞANKAGANGUR JÓNS GNARR Citigroup hefur hækkað verðmat sitt á easyJet úr 280 pensum á hlut í 400 pens og mælir með kaupum í breska lággjaldaflugfélaginu. Gengi easyJet stóð í 350 pensum á markaði í gær sem er 12,5 prósentum undir verðmatsgenginu. Bankinn tekur það sérstaklega fram að mikil áhætta fylgi því að eiga bréf í easyJet. Í greiningunni kemur fram að meðal nýrra hluthafa í easyJet eru Baugur Group, sem átti um 2,2 prósent þann 1. nóvember, og KB banki sem fór með um hálft prósent. Báðir aðilar eru jafnframt meðal stærsta eiganda í FL Group. Að viðbættum hlut FL Group nálgast eignarhlutur þessara íslensku fjárfesta um nítján prósent af hlutafé easyJet. Höfundar verðmatsins telja að með innkomu Andrews Harrison í stól forstjóra easyJet sé félagið tilbúið til að taka næstu skref. Bankinn býst við að félagið muni á næstu árum auka hagnað sinn en ekki einungis veltu sem einkennt hefur reksturinn undanfarin misseri. Kaup FL Group á bréfum í easyJet auki vitund stjórnenda félagsins um að hámarka arðsemi félagsins, enda minnki það líkur á yfirtöku af hálfu Íslendinganna ef verðmæti félagsins aukast. Hækkun verðmatsins byggist meðal annars á því að afkoma easyJet á síðasta rekstrarári var umfram væntingar. Citigroup hækkar spár sínar um hagnað easyJet á árunum 2006-´07. Á næsta ári er búist við að hagnaður félagsins hækki um 10,7 prósent á hlut frá fyrri spá en aukist svo um 32 prósent árið 2007 og um 38,5 prósent ári síðar. Citigroup reiknar það út að meðalkaupgengi FL Group á 16,2 prósenta hlut í flugfélaginu hafi verið um 192 pens á hlut. Hefur því virði hlutanna hækkað yfir 80 prósent ef ekki er tekið tillit til styrkingar krónunnar gagnvart pundi. Í greiningunni er gert ráð fyrir að FL Group auki hlut sinn enn frekar þar sem nýlegt hlutafjárútboð gaf félaginu um 65 milljarða til frekari verkefna. Það er þó óljóst hvert endanlegt markmið FL Group sé en Citigroup reiknar með því að FL Group fari fram á sæti í stjórn easyJet. eggert@frettabladid.is Verðmiðinn 400 pens á easyJet Baugur Group og KB banki meðal hluthafa í easyJet. Meðalkaupverð FL Group 192 pens á hlut. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, hefur fallið frá rétti sínum til að kaupa 2,9 milljónir hluta í bankanum á genginu 3,58. Landsbankinn greiðir Halldóri laun sem nemur mismuninum á núverandi markaðsgengi, sem stendur í 24 krónum á hlut, og kaupréttargenginu. Ætla má að Halldór fái rétt um 59 milljónir króna í greiðslu. Hann nýtir sér þó rétt sinn til að kaupa eina milljón hluta í Landsbankanum á genginu 3,58. Eftir kaupin er markaðsverðmæti hlutabréfa Halldórs í bankanum um 250 milljónir króna. Halldór á nú kauprétt að tæpum 49 milljónum hluta á mismunandi verði, mest á genginu sjö og fjórtán. - eþa Fær 59 milljónir í stað kaupréttar MARKAÐSPUNKTAR Virði evrópskra hlutabréfa náði fjögurra ára hámarki annan daginn í röð í gær. Spár um bætta afkomu fyrirtækja vegna aukins efnahagsvaxtar ýta undir hækkunina. Guðmundur A. Birgisson bætti verulega við hlut sinn í Sláturfélagi Suðurlands í gær og á nú um þriðjung hlutafjár í félaginu. Asísk hlutabréf náðu fimm ára hámarki í gær eftir útkomu skýrslu sem gefur til kynna að bandarískur efnahagur færi vaxandi án þess að valda þenslu. Engu við að bæta Davíð Oddsson seðlabankastjóri tilkynnti í gær að Seðlabankinn ætlaði að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósent. Var það í fyrsta skipti sem hann gerir grein fyrir vaxtaákvörðunum Seðlabankans og bar sig vel. Það er kannski ekki auðvelt fyrir lögfræðing að útskýra alla þá þætti sem snúa að stjórn peningamála í landinu þrátt fyrir að hafa stýrt efnahagsmálum ríkisstjórnarinnar frá árinu 1991. Davíð svaraði þó skýrt og örugglega þeim spurningum sem að honum var beint og virtist sannfærandi. Reyndar svaraði hann svo skýrt að þegar hann bauð Arnóri Sighvatssyni aðalhagfræðingi og samstarfsmönnunum sínum tveimur í bankastjórninni, Jóni Sigurðssyni og Eiríki Guðnasyni, að bæta einhverju við hristu þeir hausinn. Það væri engu við þetta að bæta. Vinnulaus laun Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Icelandic, kynnti í gær fyrir greiningaraðilum uppgjör félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. Hann vildi ekki svara spurningum um hvað brottrekstur Þórólfs Árnasonar kostaði félagið. Sagði að ekki yrði „tekið forskot á sæluna“ og menn gætu bara lesið þetta í ársreikningi! Það er kannski ekkert skrítið að þetta sé ekki upplýst; svo margir fyrrverandi starfsmenn eru á launaskrá. Gunnar Svavarsson, fyrrverandi forstjóri frá því í vor, fær greidd laun í 24 mánuði. Þórólfur og Magnús Scheving Thorsteinsson voru látnir fara og fengu greiddar sárabætur. Þá var líka gengið frá starfslokum Magnúsar Gústafssonar, sem var yfir Icelandic í Bandaríkjunum, í mars. Skipulagsbreytingarnar kosta sitt fyrir hluthafana. ICEX-15 5.125 -0,01% FJÖLDI VIÐSKIPTA 369 Velta 14.978 milljónir Mesta hækkun Sláturfélagið +3,89% Flaga +2,25% Marel +1,41% Mesta lækkun Jarðboranir -2,04% Actavis -0,81% Bakkavör -0,79% CITIGROUP HÆKKAR VERÐMAT Nýtt verðmatsgengi hljóðar upp á 400 pens á hlut en markaðsvirði er í 350 pensum. Baugur og KB banki hafa bæst í hóp FL Group sem hluthafar. „Ákvarðanir Seðlabankans í dag eru nokkuð hlutlausar og ættu ekki að hafa afgerandi áhrif á þróunina á gjaldeyrismarkaði. Miklu skiptir þó hvort útgáfur á skuldabréfum í íslenskum krónum taka við sér í desember. Ef svo fer ekki má gera ráð fyrir að krónan sígi áfram,“ sagði í fréttum greiningardeildar Landsbankans í gær eftir að tilkynnt var um hækkun stýrivaxta Seðlabankans. „Þessi vaxtahækkun er í lægri kanti þess sem markaðsaðilar höfðu búist við og á mörkum þess að vera í samræmi við þær yfirlýsingar sem áttu sér stað á síðasta Peningamálafundi í september,“ sagði í hálffimm fréttum KB banka. Hlutlaus ákvörðun Peningaskápurinn...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.