Fréttablaðið - 03.12.2005, Síða 26

Fréttablaðið - 03.12.2005, Síða 26
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR26 Það var um borð í bátnum Súð-inni sem Gulli fæddist móður sinni á miðjum Breiðafirði. „Það gekk víst ágætlega en svo var okkur móður minni hent í land á Flatey og þaðan heim til Reykjavíkur, þar sem ég sleit barnsskónum í Bergstaðastrætinu, eða allt þar til ég fór að heiman fimmtán ára í ballettnám til Kaupmannahafnar,“ segir Gulli, sem minnist góðra og slæmra tíma á æskuárunum. „Pabbi kallinn stakk af þegar ég var fjögurra ára og hefur ekki sést síðan. Ef ég á að vera hreinskilinn við sjálfan mig held ég að stundum hafi ég saknað þess að eiga ekki pabba. Ég eignaðist stjúpföður orðinn níu ára, sem var yndislegur maður sem dáði mig alla tíð, en við náðum aldrei tilfinningatengslum, enda ég óskaplega sjálfstætt barn og fullorðnaðist víst mjög snemma,“ segir Gulli brosmildur. Brostnir draumar „Sjáðu, hann er eins og hind!“, sagði eldri kona sem var gestkomandi hjá móður Gulla þar sem hann dansaði um lítill drengur. „Upp úr þessu dreif mamma mig í dansskóla til Rigmor Hansen. Mamma var víðsýn manneskja, fór ung til starfa í útlöndum og kom ekki heim fyrr en þrítug þegar hún eignaðist mig,“ segir Gulli, sem eyddi drjúgum stundum bernskuáranna yfir bókum, þar sem hann skapaði sinn eigin heim. „Ég er ekki viss um að hafa hleypt mörgum inn í þann heim. Ég þótti öðruvísi og Íslendingar voru ekki umburðarlyndir fyrir slíku þá. Eflaust hefur verið erfitt að vera öðruvísi en ég er ekki sú týpa sem læt aðra kúga mig til að þóknast fólki úti í bæ. Ég var afar sjálfsöruggur og tók það ekki nærri mér,“ segir Gulli sem hjá Rigmor fann fljótt að dansinn var það sem draumar hans snerust um. „Ég hélt því utan til Kaup- mannahafnar og hóf nám við konunglega ballettinn. Um tíma fékk ég inni hjá frænku minni ytra, en ekki leið á löngu þar til ég réði mig sem au pair hjá aðstoðarforstjóra SAS. Þar gætti ég bús og barna með- fram ballettnáminu í tvö ár,“ segir Gulli, sem á þriðja námsári sínu varð fyrir slysi sem breytti farvegi lífs hans. „Ég var að teygja í balletttíma þegar ég missti tak á slánni, sem gat alltaf gerst. Við fallið datt ég mjög harkalega á stóran kassa sem alls ekki átti að vera þarna og enginn vissi hvernig stóð á. Við höggið losnaði nýra og ég varð að hætta að dansa í heilt ár. Fyrir mig jafngilti það dauðadómi, en vitaskuld hefði ég átt afturkvæmt síðar ef ég hefði verið nógu ákveðinn í því,“ segir Gulli og aftekur ekki að kassanum hafi verið komið fyrir í þeim ásetningi að skaða hann. „Maður veit í raun aldrei, en listafólk er grimmur þjóðflokkur. Ég hef séð ballettdansara setja lappirnar fyrir prímadonnuballer- ínu neðan við sviðið, sem sýnir að þetta er óvæginn heimur óvæntra uppákoma.“ Kaflaskil Nú urðu kaflaskil í lífi Gulla. Hjá frænku sinni hafði hann skemmt sér við að setja upp hár vinkvenna hennar og sýndi fádæma listfengi í höndunum. Því lá beinast við að hann færi í hárgreiðslunám, þótt ballettdraumurinn hafi seint viljað hvika. „Ég hef alla tíð nagað mig út af því að hafa ekki snúið aftur. Rigmor sagði alltaf að ég hefði verið bölvað fífl að hafa ekki skipt yfir í nútímaballett en þá væri ég sennilega bandóður danskennari með pískinn á lofti sem berði nemendur til hlýðni, af tómri öfund,“ segir hann ófeiminn og skellir upp úr. „Ég hef alltaf verið flinkur í höndunum. Móðir mín og stjúpfaðir fluttu til Stykkishólms þegar ég var tíu ára. Fljótlega var ég lagður inn á St. Franciskus- spítalann með lungnabólgu en þá vildu nunnurnar eiga mig. Þær höfðu áður fengið tvö börn gefins sem þær ólu upp, en móðir mín hélt nú ekki. Þær systur kenndu mér svo hvers kyns saumaskap og hef ég allar götur síðan gert mörg listaverk í saumaskap og gefið í tækifærisgjafir,“ segir þúsundþjalasmiðurinn Gulli og kímir. Verndarhjúpur gleðitækna Eftir hárgreiðslunám hélt Gulli til Parísar þar sem hann fékk vinnu á hárgreiðslustofu fína og fræga fólksins. „Þá var mér útvegað húsnæði í Pigalle-hverfinu, á þriðju hæð íbúðahótels. Ég var svo blautur bak við eyrun að ég skildi ekkert í léttklæddu konunum sem bjuggu þarna, né öllum þeim herramönnum sem strunsuðu þar út og inn. Fljótlega komst ég að raun um að þetta voru gleðitæknar, eins og ég kallaði þær,“ segir Gulli og hlær við. „Þarna átti ég ömmu, mömmu, systur, frænkur og vinkonur, sem reyndust bestu lífverðir sem hugsast gat og höfðu mig undir sínum verndarvæng ef einhver reyndi að abbast upp á mig. Ég veit að konur af þessu tagi fá óskaplega harðan dóm, en að mörgu leyti dáist ég að þeim. Vitaskuld er þessi atvinna ekkert skemmtileg en gleðitæknar hafa margar geysilega mikinn karakter og lifa tvöföldu lífi sem viðskiptavinunum er hulið,“ segir Gulli alvarlegur í bragði. „Þegar ég kvaddi París vildi „amma mín“ gefa mér dagbækur sem hún hafði haldið síðan hún var fimmtán ára gömul. Ég hafði ekki áhuga þá en sé eftir að hafa ekki þegið þær í dag. Í þá daga gerði ég mér grein fyrir hættunni að sitja uppi með slíkar dagbækur enda í þeim mjög þýðingarmikil nöfn sem margir vildu ekki að kæmust upp á yfirborðið.“ Óvæntur sólargeisli Það var óvænt Guðs gjöf sem dró Gulla heim árið 1960. „Þá fékk ég símtal frá ljósmóður á fæðingadeildinni í Reykjavík sem sagði mér að drengur væri fæddur og móðir hans hefði skráð mig sem föður hans, en áður höfðum við rætt þann möguleika að ég ættleiddi ófætt barnið. Ég vissi að með því væri ég að binda mig, en þarna var ég búinn að koma mér í hlutverk sem ég varð að standa mig í og held mér hafi tekist það afskaplega vel, að mér skilst af þeim sem til þekkja,“ segir Gulli, sem fór heim með fimm daga hvítvoðung af fæðingadeildinni. „Ég veit ekki hvernig mér þótti að vera orðinn pabbi; held ég hafi aldrei sett mig í neitt sérstakt pabbahlutverk. Mín skoðun var sú, og ég hef oft sagt við fólk: „Í Guðanna bænum, hættið þessum mömmu- og pabbaleik, en gerist þess í stað vinir barnanna ykkar með leiðsögn, aga og virðingu að leiðarljósi,“ segir Gulli og augun ljóma þegar hann minnist á son sinn. „Auðvitað er einstakt að ala upp fallegt og vel gefið barn, og Svan hefur ætíð verið afskaplega mikill gleðigjafi. Foreldrahlutverkið er það flóknasta á lífsleiðinni en einnig það mest gefandi,“ segir Gulli, sem ferðaðist um heiminn með Svan lítinn í poka á maganum og starfaði við fag sitt á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum en hitti litla drenginn brosmildan á kvöldin. Undir frægðarsól Í New York vann Gulli á Kim Madison Avenue, sem var aðalstofa stjarnanna í heimsborginni og þar sem hann kynntist mörgu frægðarmenninu. „Þekktust er líklega vinkona mín Sophia Loren, en einnig Zsa Zsa Gabor og Elizabeth Taylor. Það sýnir vel persónuleika Sophiu þegar bæði vorum í Kaupmannahöfn og fyrir tilviljun hjá sama feldskera á Strikinu. Ég kynntist henni fyrst í París, svo aftur seinna í New York, en þarna var hún að máta pels eftir pels með allt starfsfólk búðarinnar í kringum sig. Skyndilega kemur hún auga á mig og kemur rigsandi: „Hello! Do you remember me? I’m Sophia Loren.“,“ segir Gulli og brosir að minningunni, en alls starfaði hann á sex stofum í Kaupmannahöfn, París, New York og Los Angeles. „Í hreinskilni hefur mér þótt skemmtilegast að starfa á litlu stofunni minni hér heima. Það er vegna viðskiptavina minna, sem eru allt saman afskaplega yndislegt fólk og tryggir vinir. Ég hef fyrir reglu að halda þagnarbindindi hvað varðar viðskiptavini mína og nefni aldrei nein nöfn, en því er ekki að neita að flestir eru vel þekktir og valdamiklir einstaklingar sem eiga sameiginlegt að vera sterkir persónuleikar með virtan lífsferil.“ Tilgangur lífsins Það eru tímamót í lífi Gulla. Húsið við Kirkjutorg er komið á sölu og aðeins götuhæðin óseld enn. Leigusamningurinn er laus frá og með 1. maí á næsta ári. „Satt best að segja hugsa ég ekkert um þetta, en ég er efins um að halda áfram með stofuna,“ segir hann einlægur og sáttur við lífið. „Lífið hefur að mörgu leyti verið skemmtilegt og gott, en á stundum mjög erfitt líka. Ég hef farið aðrar leiðir en samferðafólk mitt og geri enn. Lífið hefði getað orðið öðruvísi, en þó ekki. Ég er ekki beint forlagatrúar, en vil þó reikna með örlögunum. Ég á afskaplega yndislegan son og þrjár dásamlegar afastelpur sem allar eru miklir vinir mínir, og þótt bannsettur kassinn á ballettæfingunni hefði alveg matt missa sín hefur þetta líklega átt að fara svona. Mesta ríkidæmið er ástvinir manns; að hafa einhvern til að lifa fyrir. Það er tilgangur lífsins.“ ■ Sýning í dag! frá kl. 12 - 18 GRENSÁSVEGI 14 / 108 REYKJAVÍK / 566 6820 Í fyrsta skipti á Íslandi tískufatnaður frá FOX og THOR. Komdu við og sjáðu glæsilega fatalínu frá þessum vinsælu merkjum. Allt fyrir stelpur og stráka. Einnig verða ný og glæsileg mótorhjól til sýnis, nýr krossfatnaður og margt fleira. Meistarinn Það þekkja hann flestir í sjón, en sárafáir hinn raunverulega Guðlaug Jónsson hárgreiðslu- meistara á Nikk. Í lúnum sófa á Hótel Borg sat hann með cappuccino, sígarettuveski og jólasmákökur á undirskál þegar Þórdís Lilja Gunnarsdóttir tyllti sér með sinn kaffi hjá Gulla. ÖÐRUVÍSI OG EINSTAKUR Gulli hefur alla tíð vakið óskipta athygli Íslendinga, enda engum öðrum líkur. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.