Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2005, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 03.12.2005, Qupperneq 30
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR30 Almenningsgarðar skipa jafnan stóran sess í öllum betri borgum og nægir að nefna Central Park í New York, Hyde Park í London og Frognerpark í Osló því til stuðnings. Með talsverðri víðsýni má kannski kalla Hljómskálagarðinn og Miklatún vísi að slíkum garði en lengra nær það ekki. Hugmyndir að almenningsgarði eru sannarlega til og meira að segja gert ráð fyrir honum sem hugsanlegum framtíðarmöguleika á aðalskipulagi borgarinnar. Nýja Hringbrautin gæti hins vegar sett strik í reikninginn. Gatan er orðin sannkallað olnbogabarn og sá þykir varla maður með mönnum í borgarstjórn sem hefur ekki barið sér á brjóst og annað hvort beðist afsökunar eða svarið af sér ábyrgð á framkvæmdinni. Styttri stokkur Meðal þeirra hugmynda sem komu fram um nýja Hringbraut var að setja hana í stokk. Höfuð- borgarsamtökin lögðu til að stokkurinn næði frá Bústaðavegi vestur fyrir Njarðargötu, nokk- urn veginn á sama svæði og nýja Hringbrautin liggur um núna. Sú hugmynd var afskrifuð af yfirvöldum, þótt nú virðist vera komið annað hljóð í strokkinn, hversu raunhæft sem það kann að vera að leggja hið gríðarlega umferðarmannvirki sem Hring- brautin er í stokk. Önnur hugmynd sem kom fram á sínum tíma fólst í að leggja stuttan kafla Hringbrautarinnar, frá Njarðargötu og vestur fyrir Melatorg, í stokk með það að markmiði að létta umferð og skapa betri og öruggari tengingu milli háskólasvæðisins og miðbæjarins. Hugmyndin lýtur fyrst og fremst að því að leysa staðbundinn umferðarvanda. Að sögn Stefáns Finnsonar hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar aka um þrjátíu til fjörutíu þúsund bílar um þetta svæði daglega og gæti stokkur minnkað umferð á yfirborðinu um allt að helming og lækkað slysatíðni. Tjörnin yfir Hringbraut Ekki hafa komið fram hugmyndir um að reisa hús á yfirborðinu. Svæðið að ofanverðu myndi því sóma sér vel sem stór almenningsgarður og hefur finnski arkitektinn Alvar Alto meðal annars útfært hugmyndir þar sem Tjörnin heldur áfram sunnan við Hringbrautina. Þá er hægt að koma fyrir hjóla- og göngustígum og búa til blómlegt útivistarsvæði. Að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagsráðs Reykja- víkurborgar, þykir þessi hugmynd einn af nokkrum raunhæfum fram- tíðarmöguleikum. Aðrar fram- kvæmdir eru þó taldar brýnni, þar á meðal Sundabraut, Miklabraut og Öskjuhlíðargöng. Engin frumhönnun liggur fyrir á hugmyndinni um stokkinn á þessu svæði sem hér um ræðir svo ekki er hægt að meta kostnaðinn af framkvæmdinni. Steinn í götu Það er hins vegar ljóst að aðrar stokkalausnir eru sennilega arð- bærari hvað varðar landrými og lóðaverðmæti, sem gera þennan kost ólíklegri en ella. Dagur fullyrðir þó að ekkert sé útilokað og bíður meðal annars eftir afrakstri hugmyndasamkeppni um um framtíðarskipulag Vatns- mýrarinnar. Annar vandi sem þótti standa þessari framkvæmd fyrir þrifum var áhrifin sem hún gæti haft á vatnsbúskap tjarnarinnar sem og fuglalíf í grenndinni. Eins og Örn Sigurðsson hjá Höfuðborgarsamtökunum bendir á hlýtur því hins vegar ávallt að fylgja rask þegar borgir eru byggðar. Það megi hins vegar takmarka með því að þétta byggð en ekki dreifa henni um holt og hæðir eins og gert hefur verið í Reykjavík með ófyrirséðum afleiðingum á fuglalíf. Þá telur Örn að auðveldlega megi leysa vatnsbúskap Tjarnarinnar með því að dæla vatni úr Vatnsmýrinni í hana en að hans sögn er það hægt með litlum tilkostnaði. ■ LO FT M YN D IR /S A M SE TT M YN D : K R IS TI N N Endur í vegi framfara Með því að leggja Hringbraut í stokk frá Njarðargötu vestur fyrir Melatorg gæti Reykjavík eignast glæsilegan almenningsgarð og tengt háskólasvæðið við miðborgina. Bergsteinn Sigurðsson skyggndist inn í framtíðina. SU Ð U RG AT A ÞJÓÐAR- BÓKHLAÐAN SKOTHÚSVEGUR NJ AR ÐA RG AT A HRINGBRAUT NORRÆ NA HÚSIÐ H ÁS KÓ LI ÍS LA N D S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.