Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 40

Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 40
[ ] Subaru Impreza er skemmti- lega sprækur bíll og að auki er hann lipur með afbrigðum. Subaru Impreza er minnsti og sportlegasti bíllinn í Subaru-fjöl- skyldunni og er að sjálfsögðu fjór- hjóladrifinn eins og hann á kyn til. Bíllinn er sportlegur og skemmti- legur í útliti, ekki síst wagonbíllinn sem vissulega sker sig enn frekar úr fjöldanum en sedaninn. Reynsluekið var sjálfskipt- um tveggja lítra 160 hestafla bíl í wagon-útfærslu. Það sem vakti fyrst athygli þegar sest var undir stýri var hversu snarpur bíllinn var og fljótur að taka við sér. Sömuleiðis er stýrið lipurt og lætur vel og nákvæmlega að stjórn. Bíllinn er rásfastur og stöðugur og liggur afar vel á vegi. Hin lárétta boxer-vél í bílnum gerir það að verkum að titring- ur vélar er minni en maður á að venjast vegna þess að stimplarn- ir slá beint hver á móti öðrum, auk þess sem hún skilar mikilli snerpu og gerir bílinn þýðan í akstri. Einnig er þyngdarpunkt- urinn í bílnum lægri en gengur og gerist vegna boxer-vélarinnar sem vissulega gerir hann stöð- ugan. Þetta allt ásamt sítengdu aldrifinu og frábærri fjöðrun gerir akstur á Subaru Imprezu að stakri nautn. Framúrskarandi aksturseiginleikar bílsins njóta sín vel bæði í innanbæjarakstri og úti á vegum. Innanbæjar er bíllinn lipur með afbrigðum og smýgur vel í þrengslum og í hrað- ari þjóðvegaakstri nýtur rásfest- an og fjöðrunin sín til fulls. Sætin eru þægileg, sportleg og stinn. Plássið er gott fram- mí en í aftursætinu getur orðið þröngt um fætur fullorðinna, að minnsta kosti ef þeir sem sitja framm í framsætunum eru frekir til plássins. Aðstaða ökumanns er góð, útsýni gott úr bílnum og allir hlutir aðgengilegir og þægilegir í notkun. Bíllinn hefur allan búnað sem til er ætlast nema að undirrit- uð saknaði hita í sætum sem mér finnst eiginlega að ætti að vera staðalbúnaður í öllum bílum sem fluttir eru til okkar svala lands. Fjórhjóladrifinn bíll hlýtur að vera kostur sem alltaf kemur til greina í landi þar sem allra veðra getur verið von. Subaru Impreza er minni og snaggaralegri val- kostur en flestir aðrir í flokki fjórhjóladrifinna bíla og mætir því þörfum þeirra sem kjósa bíl með sítengdu aldrifi en kæra sig þó ekki um að vera á sérstaklega stórum bíl. steinunn@frettabladid.is Sprækur og skemmtilegur SUBARU IMPREZA Hestöfl Beinskiptur Sjálfskiptur Sedan 2,0R 160 1.990.000 kr. 2.130.000 kr. Sedan WRX 2,5 230 2.990.000 kr. Wagon 2,0R 160 2.050.000 kr. 2.180.000 kr. Almennar bílaviðgerðir Njarðarbraut 15 • Reykjanesbær • S: 421 2999 • Fax: 421 2090 Netfang: nysprautun@nysprautun.is www.nysprautun.is Viðurkennt CABAS-verkstæði BÍLSTJÓRAR - HÆTTIÐ AÐ PRÍLA! RAFSTÝRÐAR YFIRBREIÐSLUR FYRIR VÖRUBÍLA, VAGNA OG GÁMA G.T. ÓSKARSSON EHF VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 • www.islandia.is/scania Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI verslana eru yfirleitt þétt skipuð þegar jólin nálgast. Það er mikil- vægt að sýna tillitsemi og keyra varlega á bílastæðum þegar margir eiga leið um þau. Bílastæði Framendinn er reglulega sportlegur. 1 2 3 6 4 5 1. Ljósahringurinn í kringum svissinn kemur sér vel í skammdeginu. 2. Hefðbundið mælaborð. 3. Afturendinn á wagon-bílnum er svipsterkur. 4. Skottið er aðgengilegt og þokkalega rúmt. Hægt er að stækka rýmið til muna með því að fella niður aftursæti. 5. Í miðjustokknum eru glasahaldarar eins og vera ber. 6. Sætin eru sportleg og halda vel utan um mann. Subaru Impreza er fallegur bíll með afgerandi svip.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.