Fréttablaðið - 03.12.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 03.12.2005, Síða 44
[ ] ��������������� ����������������� ����������� �� ��������� ���������������������������� F A B R IK A N ������������������������������������������ ������������������������������������������������ Jói Fel BLÓMÁLFURINN Vesturgötu 4 sími 562 2707 Íslandsmeistari í blómaskreytingum í i Bráðum koma bleiku jólin SKIPHOLTI 21 (NÓATÚNSMEGIN) SÍMI 561 0847 TEXTÍLGALLERY 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 Jólakort getur verið gaman að föndra með fjölskyldunni. Þeir sem ætla að senda heimagerð jólakort til annarra landa þurfa að fara að huga að því.. Á kyrrlátum stað við Sogaveginn búa hjónin Bragi Baldursson og Guðrún Lísa Erlendsdóttir. Frístundum verja þau gjarnan við föndur, ekki síst fyrir jólin og afraksturinn selja þau á hóflegu verði í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Það er heldur betur jólalegt um að litast heima hjá Braga og Guðrúnu, jafnt utandyra sem innan. Bílskúrinn er verkstæði jólsveinsins en á borðinu og yfir því eru tréleikföng til skrauts sem Bragi smíðaði handa börnum sínum ungum. „Ég er búinn að dunda mér við smíðar frá því ég man eftir mér,“ segir hann. „Það var mikið til af verkfærum heima, pabbi var handlaginn sem og afi minn og svo er þetta líka arfgengt í móðurætt.“ Bragi er á miðjum aldri, einn af 10 systkinum sem ólust upp í litlu húsi við Kópavogsbrautina. Hann man eftir þegar vatnið var sótt um langan veg til heimilisnota og vegurinn náði ekki alla leið heim. Nú vinnur hann sem vörubílstjóri en Guðrún kona hans er skjalavörður. Á kvöldin og um helgar finnst Braga gott að komast í skúrinn þar sem hann sagar út og smíðar hina fegurstu gripi. Meðal þess sem hann býr til er spýtujólatré eins og þau voru í gamla daga og slík tré eftir hann eru nú á sýningu Handverks og hönnunar. „Ég var búinn að ganga með þetta tré í undirmeðvitundinni í áratugi og var ekki svipstund að búa það til þegar ég byrjaði,“ segir hann brosandi. Við hlið bílskúrsins er Hreysið, eins og þau hjón kalla úthýsi við skúrinn. „Hér mála ég hlutina,“ segir Bragi. En hvert skyldi þá hlutverk húsfreyjunnar vera? „Ég sé um hjartaþræðingarnar,“ segir hún hlæjandi og bendir á bönd og slaufur sem hún festir í útskorin hjörtu og annað punt. gun@frettabladid.is Listilega útskorið lítið jólatré. Föndra saman í skúrnum Jólatré með gamla laginu. Bragi við útsögunarvélina og Guðrún Lísa í hjartaþræðingum. Vandvirknin skilar sér í fallegum munum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.