Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 46
3. desember 2005 LAUGARDAGUR
Í dag verður haldinn
jólamarkaður Ásgarðs í
Mosfellsbæ. Ásgarður er
verndaður vinnustaður og þar
vinna um 28 þroskaskertir
einstaklingar. Verkstæðið
framleiðir húsbúnað og
leikföng úr tré sem hafa
samsvörun í íslenskum
þjóðháttum. Fréttablaðið
kíkti í heimsókn í Ásgarð
í vikunni til að sjá hvernig
undirbúningurinn fyrir
jólamarkaðinn gengi.
Við komuna í Ásgarð var vel tekið
á móti blaðakonunni og henni
heilsað með breiðu brosi af góðu
fólki í listsmiðju Ásgarðs. Allir
unnu hörðum höndum við að pússa
og skreyta fallega muni sem verða
á boðstólnum á jólamarkaðinum,
enda voru aðeins tveir dagar til
stefnu þegar Fréttablaðið kom í
heimsókn og því í nógu að snúast.
Óskar Albertsson, talsmaður
Ásgarðs, tók sér svo tíma frá
annasömum undirbúningi til
að spjalla við Fréttablaðið. „Við
reynum að halda jólamarkaðinn
árlega og það hefur gengið
ljómandi vel,“ segir Óskar. „Við
höfum selt mikið og verið mikið
fjör og mikið gaman. Í fyrra
komu um fjögur hundruð
manns á markaðinn.“ Allir
starfsmenn Ásgarðs taka
þátt í jólamarkaðnum
og rennur ágóði
sölunnar í rekstur
h a n d ve r k s t æ ð i s i n s .
Óskar segir þó
starfsmennina ekki vera
þá einu sem leggja af
mörkum í jólamarkaðinn.
„Egill Ólafsson og
Sigrún Hjálmtýsdóttir
ætla að koma og syngja
og Jónas Þórir leikur
undir, þannig að það
verður nóg að gera. Svo
getur fólk fengið kaffi
og kökur á vægu verði,“
segir Óskar og brosir.
Leiðin lá svo á
smíðaverkstæðið þar
sem vinnusamur
hópur ungra manna,
pússaði og sagaði út
trémuni, rétt eins
og hjálparmenn
jólasveinsins daginn
fyrir jól. Allir voru
þeir sammála um að mikilvægt
væri að framleiða sem mest til að
geta selt sem mest á markaðnum
í dag.
Greinilegt er að mikil kátína
ríkir í hópnum og fólk í Ásgarði
hlakkar mikið til að fá sem flesta
gesti. Til sölu á markaðnum verða
leikföng, húsbúnaður, jólaskraut
og ýmislegt annað. Allt
unnið af mikilli
vandvirkni. Allir
eru velkomnir, ættingjar, vinir
eða aðrir jólaáhugamenn, sem
hafa áhuga á að kynnast þeim
dásamlegu handverksmönnum
sem þarna vinna.
Jólamarkaðurinn verður opinn
í dag milli 14 og 17 í húsnæði
Ásgarðs á Álafossvegi 22 í
Mosfellsbænum.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.
Skemmtileg
og falleg
smáhús.
Fallegt handverk
á jólamarkaði.
Óskar Albertsson, talsmaður Ásgarðs, hlakkar til að taka á móti gestum í dag í Ásgarði og
segir alla velkomna.
Skemmtileg jólatré sem hægt er að púsla saman.
Klassískur kertastjaki.
Askja með loki og skemmtilegu viðarmynstri.
Jólakötturinn
og íslenska
sauðkindin. Dýrin
eru klædd í ull.
Óhefðbundin jólatré sem
skreyta mætti á skemmtilegan
máta. Allir munirnir sem unnir
eru í Ásgarði eru handgerðir.
Starfsfólkið sagar, pússar,
lakkar og skreytir og er
hönnunin sérstaklega falleg.