Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 3. desember 2005 9 Hópmeðferð – Innsæismeðferð Á næstunni hefst hópmeðferð fyrir fullorðna einstaklinga sem vilja efla samskipti, starfsgetu, sköpunargleði, bæta andlega og líkamlega líðan. Í hverjum hópi verða 8-10 manns sem mætir 3 sinnum í viku. Meðferðin byggir á „psychoanalytiskum“ grunni, þ.e. kenningum sálgreiningar sem hafa verið þróaðar með tilliti til hópa. Að meðferðinni stendur þverfaglegt teymi. Í teyminu eru Anna K. Kristjáns- dóttir, sjúkraþjálfari, Halldóra Halldórsdóttir, listmeðferðarfræðingur, Hanna Unnsteinsdóttir, félagsráðgjafi, Ragnheiður Indriðadóttir, sálfræðingur. Ráðgefandi geðlæknir starfar við teymið. Nánari upplýsingar eru veittar frá mánudegi til fimmtudags í símum 557-1438 og 553 9655 frá kl. 18:00 til 19:00. geymið auglýsinguna. Jólastjarnan heitir Euphorbia pulcherrima á latnesku, endingin þýðir hin fegursta. Hún þarf mikla nærgætni í umgengni. Eitt af því sem skapar einstaka stemningu í aðdraganda jóla er hin tignarlega jólastjarna. Hún prýðir margar stofur á Íslandi í desember en í Mexíkó vex hún hins vegar villt og getur orðið allt að fimm metra hár runni. Eiginleg blóm jólastjörnunar eru lítil og gul en það eru háblöðin sem eru ástæða vinsældanna, þau verða rauð eða hvít og allt þar á milli. Jólastjarnan er viðkvæmt blóm sem þarf sérstaka nærgætni í umgengni eins og Anna Hreindal, garðyrkjufræðingur hjá Garðheimum, lýsir nánar. „Jólastjarnan þolir ekki trekk og kulda og þarf því að standa í miðju rými í dálítilli birtu og sem jöfnustum hita. Rakastig moldarinnar þarf líka að vera jafnt. J ó l a s t j a r n a n vill ekki vera rennblaut og alls ekki standa í vatni en hún má heldur ekki þorna alveg. Það þarf því að vökva hana frekar þétt og best er að vatnið hafi fengið að standa í sem næst stofuhita.“ Spurð hvort jólastjarnan sé eitruð svarar Anna. „Ef blað brotnar af blóminu verður að gæta þess að vökvi úr sárinu berist ekki í augu eða munn. Ég veit þetta hljómar eins og jólastjarnan sé alger v a n d r æ ð a p l a n t a en henni fyrirgefst flest út á fegurðina og gleðina sem hún veitir. Hún er partur af jóla- s k r e y t i n g u n n i á mörgum heimilum.“ ■ Hin fegursta Jólastjarnan er glæsilegt blóm sem gleður okkur í skammdeginu. Barnabókahátíð hefst í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi kl. 11. Syngjandi jól í Hafnarborg þar sem fjöldi kóra og sönghópa kemur fram. Dagskráin hefst kl. 11 og stendur fram eftir degi. Léttsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína í Langholtskirkju kl. 16. Ragnheiður Gröndal er einsöngvari og Jóhanna Þórhallsdóttir stjórnar. Mótettukór Hallgrímskirkju heldur jólatónleika í Hallgrímskirkju kl. 17. Þetta eru jafnframt útgáfutónleikar hljómdisksins Jólagjafarinnar. Garðar Thór Cortes heldur útgáfutónleika í Grafarvogskirkju og syngur þar sígild jólalög ásamt lögum af fyrstu einsöngsplötu sinni „Cortes“. Tvennir tónleikar verða haldnir, kl. 18 og 21. á jóladöfinni 3. desember Ljóðadagur í hefst í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi kl. 14. Hin árlega Grýluhátíð á Skriðuklaustri hefst kl. 14. Kveikt verður á jólatrénu á Austurvelli kl. 16. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur dagskrána kl. 15.30 með því að leika falleg jólalög. Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur og Karlakórsins Þrasta í Grafarvogskirkju 4. des. kl. 17. Björn Steinar Sólbergsson leikur franska jólatónlist í Hallgrímskirkju kl. 17.00. Kökubasar Kvenfélags Kópavogs hefst kl. 14 í sal félagsins, Hamraborg 10, 2. hæð. Kaffi og vöfflur á boðstólum. Andvirðið rennur til styrktar góðum málefnum. Árleg jólasýning Byggðasafns Árnesinga verður opnuð í Húsinu á Eyrarbakka. Í stofum Hússins er hin árlega jólasýning safnsins á safngripum tengdum jólunum. Þar má meðal annars finna elsta varðveitta jólatré landsins sem er spýtujólatré frá 1873. Jólatónleikar Lúðrasveitarinnar Svans verða í Tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð kl. 20. Aðventukvöld í Lágafellskirkju kl. 20.30. Páll Óskar og Mónika leika jólatónlist. 4. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.