Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 84

Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 84
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR64 SMART Glæsileikinn var allsráðandi á tískusýningunni. Soroptimistafélagið hélt tísku-sýningu í Árbæjarkirkju á mánudaginn var og sýndu hönnuðirnir Katrín Helga Ágústsdóttir og Hildur Bolladóttir þar verk sín. „Ég sýndi þarna vesti sem eru úr ull og silki og bómullarfatnað sem unninn er með batik-vinnslu,“ sagði Katrín Helga Ágústsdóttir, sem einnig kennir listgreinar við Kvennaskólann. „Hildur Bolladóttir kjólameistari sýndi einnig þarna velúrflíkur og maðurinn hennar, Ófeigur Björnsson, sýndi skartgripi. Þetta gekk ósköp vel og konurnar voru afar ánægðar.“ Að tískusýningunni stóð Soroptimistafélagið, en í því kvennafélagi er ein kona úr hverri starfsgrein. „Vinkonur félagskvennanna komu á sýning- una og keyptu sér kvöldverð og ágóðinn rennur til Leitarstöðva Krabbameinsfélagsins.“ ■ Glæsileiki í Árbæjarkirkju Einleikurinn Typpatal hefur heldur betur farið vel af stað og er strax búið að panta sýninguna til Vestmannaeyja. Auk þess hafa fleiri bæir beðið um að fá sýninguna til sín á næstu vikum og greinilegt að gott orð fer af henni. Leikritið snýst aðallega um könnun sem höfundurinn Richard Herring gerði og er stykkið eins konar karlmannlegt svar hans við Píkusögunum. Auðunn Blöndal fer með einleikinn og það er Sigurður Sigurjónsson sem fer með leikstjórn. Svo er bara að sjá hvort Vestmannaeyingar taki jafn vel í Typpatalið og Reykvíkingar. Fleiri vilja sjá Typpatal TYPPATAL Auðunn Blöndal talar um typpi. GLÆSILEG Falleg flík úr smiðju Katrínar Helgu. BATIK Þessi flík er unnin með batik-aðferð og hönnuð af Katrínu Helgu Ágústsdóttur. FÍNAR Konurnar voru glæsilegar í hönnun Hildar Bolladóttur. VELÚRKJÓLL Hannaður af Hildi Bolladóttur. SMART VESTI Hönnuð af Katrínu Ágústsdóttur og eru úr ull og silki. Hljómsveitirnar Sign og I Adapt halda tónleika á Lækjartorgi í kvöld á milli klukkan 22.00 og 24.00. Tónleikarnir eru liðir í Aygo- Úti-Blast tónleikaröðinni. Sign hefur verið á tónleikaferð um landið og stefnir á erlendar grundir eftir áramót. I Adapt hefur verið framarlega í íslensku neðanjarðarsenunni undanfarin ár. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og aðgangseyrir er enginn. Boðið verður upp á kaffi, kakó og með því. ■ Lifandi Lækjartorg I ADAPT Rokksveitin I Adapt heldur tónleika á Lækjartorgi í kvöld ásamt Sign.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.