Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 86

Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 86
Hljómsveitinni Sign hefur verið boðið á SXSW-tónlistarhátíðina í Texas í Bandaríkjunum sem fer fram 15.-19. mars á næsta ári. Hljómsveitirnar Ske, Ampop og Vinyl spiluðu á sömu hátíð á þessu ári. Sign ætlar að nota tækifærið og fara fyrst í tveggja vikna tónleikaferð um Bandaríkin. Til aðstoðar hljómsveitinni þar í landi eru velunnarar í Bandaríkjunum sem sáu hana á Iceland Airwaves í október. „Þetta verður gaman, ég vona það allavega. Við erum mjög spenntir fyrir þessu,“ segir Egill Rafnsson úr Sign. Þetta verður í fyrsta skipti sem Sign heldur tónleika utan Íslands og játar Egill að sveitin hafi stefnt að því að spila úti í langan tíma. „Þessir túrar hjá okkur heima hafa verið undirbúningur fyrir það að spila úti. Við viljum spila sem mest og verða þéttari en hundur,“ segir hann. Sign mun á næstunni senda frá sér lagið A Little Bit í stafrænni dreifingu bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Hægt er að ná í U-myx smáskífuna af laginu frítt á www.visir.is/sign. Tónleikaferð um Bretland er einnig fyrirhuguð hjá Sign áður en farið verður til Bandaríkjanna. Sveitin spilar næst í Prófastinum í Vestmannaeyjum á fimmtudag, í Kópavogi á föstudag og síðan á Gauki á Stöng á laugardag. Sign spilar á SXSW- tónlistarhátíðinni í Texas SIGN Hljómsveitin Sign spilar á SXSW- hátíðinni í Texas á næsta ári. TÓNLIST [UMFJÖLLUN] Fyrir ekki margt löngu komu fram á sjónarsviðið hljómsveitir sem stimplaðar voru „sveita- ballahljómsveitir“. Áttu þær að fylla upp í það tómarúm sem SSSól, Ný Dönsk og Sálin hans Jóns míns höfðu skilið eftir sig þegar þær hægðu aðeins á langferðabifreiðum sínum og fækkuðu ferðum sínum í Varmahlíð og Hreðavatnsskála. Þó Sálin sé vissulega enn í góðum gír tilheyrir hún varla þessum hópi lengur. Uppistaða tónleikadagskrár þessara sveita var svokölluð „kóver“-lög en þau frumsömdu fengu frekar að fljóta með til uppfyllingar. Hljómsveitin Írafár var hluti af þessari bylgju en miðað við frammistöðuna á nýjustu afurð sinni getur hún hent „kóver“- lögunum út í hafsauga. Hún kemur sér upp að hlið Sálarinnar og getur byggt upp heila tónleika- dagskrá á sínum eigin lögum. Velgengni sveitarinnar er ekki síst tveimur manneskjum að þakka: Birgittu Haukdal, andliti sveitarinnar út á við, og Vigni Snæ Vigfússyni sem á allan heiðurinn af lagasmíðum sveitarinnar. Plötur sveitarinnar hafa selst í bílförmum og útlendingar sem hafa dvalið hér á landi geta raulað með lögum sveitarinnar. Þar liggur mesti styrkur sveitarinnar því Vignir Snær er með eindæmum duglegur að semja slagara. Þó lögin brjóti ekki neitt blað í sögu tónsmíða eru þau bæði skemmtileg og grípandi eins og popplög eiga að vera. Það geta allir raulað með, útlendingarnir líka. Nýjasta afurð Írafárs er nefnd í höfuðið á hljómsveitinni. Hljómsveitin fær ekki prik fyrir umslagið, sem er hallærislegt. Þetta hefur átt að vera einhver húmor en útfærslan er misheppnuð. Platan sjálf er hins vegar stútfull af skemmtilegum lögum sem grípa hlustandann strax og það er léttara yfir sveitinni núna. Það er leikgleðin sem ræður ríkjum. Aukin þátttaka Vignis Snæs í söng sveitarinnar eykur á fjölbreytnina en sumum gæti fundist sífelldar fiðluútsetningar sveitarinnar vera orðnar fullþreyttar. Það verður að teljast ólíklegt að sveitin komist upp með þær aftur en strengjahljóðfærin sleppa í þetta sinn. Platan ber þess glöggt vitni að Vignir Snær er ekki fastur í einni tónlistarstefnu en lagið Of Sein er fulllíkt því sem Maroon 5 er að gera. Aðrir slagarar eru velheppnaðir og rólegu lögin standa fyrir sínu. Í heild sinni er þessi þriðja plata sveitarinnar hin frambærilegasta poppplata sem svíkur engan. Írafár hefur sig upp fyrir meðalmennskuna og er með þessari plötu að sanna sig sem ein af okkar allra bestu poppsveitum. Freyr Gígja Gunnarsson Besta poppsveit landsins ÍRAFÁR FLYTJANDI: ÍRAFÁR Niðurstaða: Samnefnd plata sveitarinnar er heilsteypt og fjölbreytt poppplata sem skartar öllu því besta sem Írafár hefur yfir að ráða í vopnabúri sínu. Fyrirtækið Sony Computer Entertainment Inc. hefur alls sent út á markaðinn rúmlega 100 milljónir Playstation 2 leikjatölva. Hún er jafnframt sú tölva sem hefur náð 100 milljóna eintaka markinu hraðast allra. Árangur þessi náðist á fimm árum og níu mánuðum en tölvan kom fyrst út í Japan í mars árið 2000. Playstation 2 er þremur árum og níu mánuðum á undan fyrstu Playstation-tölvunni að ná þessum árangri. Salan er mest í Norður-Ameríku, eða rúmlega 40 milljónir eintaka, næstmest í Evrópu, eða rúmar 37 milljónir og síðan kemur Japan með rúmar 22 milljónir. Í dag eru til meira en 14 þúsund leikir fyrir PlayStation og PlayStation 2, en af þeim eru 6.200 titlar á PlayStation 2. Alls hafa tæplega tveir milljarðar Playstation-leikja selst. ■ 100 milljónir tölva á markað FIFA 2006 Einn af vinsælustu tölvuleikjum Playstation 2 er FIFA-leikurinn. 6.200 leikir eru til sölu eingöngu fyrir Playstation 2. HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 2, 5.20 og 10.15 B.i. 12 ára Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára Sýnd í Lúxus 3.40, kl. 5.50, 8 og 10.10 ��� -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.20 ��� - HJ MBL Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 8 B.i. 12 ára ��� -L.I.B. Topp5.is Sýnd kl. 2 með íslensku tali. 450 kr. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! ��� - SK DV ��� - topp5.is ��� - SV MBL SÍMI 551 9000 3 BÍÓ Á AÐEINS 400 KR. ��� “Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið” -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 ��� „Nokkurs konar Beðmál í Borginni í innihaldsríkari kantinum.“ „...leynir víða á sér og er rómantísk gamanmynd í vandaðri kantinum.“ - HJ MBL Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR ��� - SK DV ��� - topp5.is ��� -L.I.B. Topp5.is ��� - SV MBL Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 áraSýnd kl. 3, 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.