Fréttablaðið - 03.12.2005, Síða 88

Fréttablaðið - 03.12.2005, Síða 88
68 3. desember 2005 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Leikmenn meistaraflokks hjá ÍR í körfu- bolta karla og kvenna eru komnir í jólaskap og eins og undanfarin ár ætla þeir að bjóða lesendum heimasíðu félagsins upp á jóladagatal sem skreytt er myndum af þeim sjálfum, klæddum litlu sem engu. Þetta er fjórða árið í röð sem ÍR-ingar standa fyrir uppátækinu, að sögn Eiríks Önundarsonar, fyrirliða og leikreyndasta leikmanns liðsins, og er það alltaf jafn skemmtilegt. „Það er alltaf skemmtilegt fyrir hópinn að standa í einhverju svona saman, og þetta þjappar mönnum saman.“ Þema myndanna í ár virðast eiga að vera bleyta því á þeim sjást leikmenn spóka sig um í ónefndri sundlaug með ýmis leiktæki við höndina. „Já, er þetta ekki það sem þjóðin vill?“ spyr Eiríkur og hlær. „Þetta hentar ágætlega því að liðið, sérstaklega karlaliðið, er óvenjulega athyglissjúkt. Mönnum leiðist ekki að koma fram, í hvernig formi sem það er,“ sagði Eiríkur við Fréttablaðið í gær en myndatakan á honum sjálfum var fyrirhuguð um kvöldið. Hann fékk einmitt þann heiður að prýða myndina sem fylgdi 24. desember á þarsíðasta ár. „Það þótti einstök yfirburðamynd. Ég hef samt ekki hugmynd um hvar í röðinni ég verð í ár.“ Eiríkur segir að myndirnar sem teknar hafi verið undanfarin ár séu misgóðar eins og gengur og gerist en að nokkrar hafi vakið sérstaklega mikla athygli. „Og enn sem komið er toppar ekkert einstaka mynd sem tekin var af Ómari Sævarssyni, sama ár og hann tók þátt í keppninni um Herra Ísland, þar sem hann stendur nakinn með jólasveinahúfu og körfubolta fyrir djásnunum. Hún birtist að sjálfsögðu á aðfangadag.“ KÖRFUBOLTADEILD ÍR: ER BÚIN AÐ GEFA ÚT SITT ÁRLEGA JÓLADAGATAL Er þetta ekki það sem þjóðin vill? Haraldur til Úkraínu? Varnarmaðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson er undir smásjánni hjá úkraínska úrvalsdeildarfélaginu Metallurg Donetsk, að því er Verdens Gang í Noregi greinir frá. Haraldur lék með Aalesund á síðustu leiktíð sem féll úr norsku úrvalsdeildinni og hefur Haraldur ekki áhuga á að spila með liðinu í 1. deildinni. FÓTBOLTI Michael Barton, bróðir knattspyrnumannsins Joey Barton hjá Manchester City, hefur verið fundinn sekur um morð og var í gær dæmdur í átján ára fangelsi. Barton myrti ungan blökkumann í Liverpool í sumar og var á flótta undan lögreglunni í nokkurn tíma. Málið vakti mikla athygli í Bretlandi og var Joey einn af þeim sem fram komu í sjónvarpi og báðu Michael um að gefa sig fram, en Joey er sjálfur þekktur ólátabelgur og er með nokkrar kærur vegna líkamsárása á bakinu. „Ég mun gera allt sem ég get til að styðja Joey á þessum erfiðu tímum í lífi hans. Hann hefur verið ótrúlega sterkur ef tekið er mið af þeirri aðstöðu sem hann er í,“ sagði Stuart Pearce, stjóri Manchester City, en ólíklegt þykir að Barton muni koma við sögu í leik liðsins um helgina. - vig Joey Barton sér ekki bróður sinn á næstunni: Dæmdur í 18 ára fangelsi JOEY BARTON Þarf að horfa upp á bróður sinn fara í fangelsi fyrir morð. FÓTBOLTI Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær verður lík- lega í byrjunarliðinu hjá varaliði Manchester United gegn Liverpool um helgina. Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., sagði að Solskjær myndi nær örugglega koma við sögu í leiknum en ekki fyrir svo löngu síðan sagði hann að ólíklegt væri að norski framherjinn myndi nokkurn tíma snúa aftur á völlinn. „Hann æfði með aðalliðinu í fyrsta sinn á miðvikudag og leit hreint frábærlega út,“ sagði Ferguson í gær en meiðslamartröð Solskjær hófst í september árið 2003 þegar hann sleit krossbönd í hné. Hann sneri aftur í lok síðustu leiktíðar og náði að spila nokkrar mínútur en varð aftur fyrir meiðslum sem flestir töldu að myndu binda enda á feril hans. Ole Gunnar Solskjær er allur að hressast: Mun spila um helgina FÓTBOLTI Birkir Bjarnason, sautján ára unglingalandsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leik- maður Viking Stavanger í norsku knattspyrnunni, spilaði í fyrrakvöld sinn fyrsta leik með aðalliði Viking þegar liðið mætti CSKA Sofia í Evrópukeppni félagsliða í Búlgaríu, en Viking tapaði leiknum, 2-0. „Ég fékk að spila tólf mínútur í leiknum og mér gekk bara vel. Ég lék sem miðjumaður og var nokkuð mikið inni í leiknum þessar mínútur sem ég var inni á,” sagði Birkir við Fréttablaðið í gær. Birkir hefur leikið með unglingaliði Viking undanfarna mánuði en hann gerði atvinnu- mannasamning við Viking í haust sem gildir til ársins 2007. Foreldrar Birkis, Halla Halldórsdóttir og Bjarni Sveinbjörnsson, voru bæði landsliðsfólk í íþróttum, Bjarni í fótbolta en Halla í blaki. Halla segir það ánægjulegt hversu vel þeim systkinum hafi gengið vel í knattspyrnunni, en Björg systir Birkis er einnig í unglingalandsliði Íslands í knattspyrnu. „Það er auðvitað ánægjulegt að Birkir sé búinn að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. Hann hefur verið á samningi hjá Viking síðan í haust. Heima á Íslandi var hann mest í KA. Hann spilaði líka með Þór, aðallega vegna þrjósku í föður síns, en hann var mikill Þórsari. Við bjuggum við hliðina á KA- svæðinu þannig að hann skipti nú fljótlega yfir í KA. Við vorum svo eitt ár í Vestmannaeyjum þegar Bjarni var að leika með ÍBV. Svo er systir hans líka á fullu í knattspyrnunni þannig að það má með sanni segja að það sé mikill fótbolti á heimilinu.“ Bjarni Sveinbjörnsson, faðir Birkis, lék einn A-landsleik fyrir Íslands hönd en hann var um margra ára skeið leikmaður Þórs auk þess sem han lék með ÍBV og Dalvík. Fjölskylda Birkis hefur búið í Noregi í sex ár en Halla starfar sem hjúkrunarfræðingur og Bjarni sem rafvirki. Birkir er atvinnumaður í knattspyrnu en hann stundar einnig nám í framhaldsskóla. magnush@frettabladid.is Birkir kominn í aðallið Viking aðeins sautján ára gamall Birkir Bjarnason unglingalandsliðsmaður lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Viking í Evrópukeppninni í fyrrakvöld. BIRKIR BJARNASON Birkir á framtíðina fyrir sér í fótboltanum en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Viking í haust. > Pattstaða Deila Páls Einarssonar og Atla Eðvaldssonar er enn í hnút en reynt var að höggva á hnútinn í gær með litlum árangri. Kristinn Einarsson, formaður Þróttur, var fámáll í meira lagi þegar leitað var eftir viðbrögðum í gær og sagðist ekki ræða málið að neinu leyti fyrr en það væri leyst. Hann fékkst þó til þess að segja að málið yrði til lykta leitt um helgina. FÓTBOLTI Gary Neville hefur verið gerður að fyrirliða hjá Manchester United í stað Roys Keane sem yfirgaf félagið á dögunum. Þessi þrítugi bakvörður var tekinn fram yfir þá Ryan Giggs og Ruud van Nistelrooy sem einnig hafa borið fyrirliðabandið í fjarveru Keanes. Giggs hefur verið lengst allra núverandi leikmanna hjá félaginu en Neville er með næstmestu reynsluna. „Þetta er rétt ákvörðun enda hefur Gary þjónað félaginu vel. Ryan kom vissulega til greina en það er ekki hægt að ætlast til þess að maður á hans aldri sé á sífelldri ferð upp og niður hliðarlínuna. Hann mun spila eitthvað af leikjum en til að halda löppunum ferskum verður hann að fá fína hvíld á milli,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United. - hbg Sir Alex Ferguson búinn að útnefna nýjan fyrirliða: Neville tekur við fyrirliðabandinu GARY NEVILLE Nýr fyrirliði hjá Man. Utd. Tekinn fram yfir Ryan Giggs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.