Fréttablaðið - 03.12.2005, Síða 90

Fréttablaðið - 03.12.2005, Síða 90
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR70 www.skifan.is ...skemmtir þér ; ) ÁRITANIR Í SKÍFUNNI Í DAG! Mesta úrvalið er í Skífunni Kringlankl.13.00 Ragnheiður Gröndal Smáralindkl.16.00Hera Kringlankl.14.00 Björgvin Halldórsson Smáralind kl.14.00 Heitar Lummur Páll Rósinkranz Kringlan kl.16.00 Smáralin d kl.15.00 Smáralind kl.13.00 Nylon Helgartilboð 1.799 kr. Helgartilboð 2.499 kr. Kringlankl.15.00Magnús Þór Helgartilboð 1.799 kr. Helgartilboð 1.799 kr. Helgartilboð 1.799 kr. Helgartilboð 1.799 kr. Helgartilboð 1.799 kr. FÓTBOLTI Félagarnir hjá Chel- sea, John Terry og Eiður Smári Guðjohnsen, sáust nýlega saman hjá veðbanka í Lundúnum þar sem þeir handfjötluðu stærðarinnar seðlabúnt. Myndir af þeim félö- gum birtust í enska götublaðinu The Sun í gær þar sem þeir eru að horfa saman á veðreiðar í sjónvar- pinu hjá veðbankanum. Sun greinir frá því að Terry og Eiður hafi eytt tveimur og hálfum tíma í húsnæði veðmangarans en að það hafi aðeins verið Terry sem hafi lagt undir. Hann veðjaði með beinhörðum peningum eingöngu og í eitt skiptið sást hann rétta Eiði Smára stærðarinnar seðlabúnt af 20 punda seðlum. Eiður Smári viðurkenndi fyrir nokkrum árum að hann hefði átt við spilafíkn að stríða og fyrr í vikunni sagði Jimmy Floyd Hasselbaink, fyrrum samherji hans hjá Chelsea, frá því hvernig þeir hefðu tapað stórum upphæðum í spilavítum Lundú- naborgar. En The Sun fullyrðir að Eiður Smári hafi ekki veðjað á þeim tíma sem hann og Terry eyddu hjá veðmangaranum. Spilafíkn Terrys er engin nýjung og hefur hann oft verið staðinn að verki við að veðja á hunda- og hestahlaup, sem eru mjög vinsæl í Bretlandi. Sun hel- dur því fram að hann leggi um 60 þúsund krónur undir í hverri viku og stundum meira. Og þeir sem hafa séð til hans hjá veð- mangaranum segja að Terry njóti mikillar velgengni í veðmálu- num. „Þó að hann tapi stundum stórum upphæðum hefur hann líka unnið mjög mikinn pening. Hann er klárlega í gróða og veit augljóslega hvað hann er að veðja á,“ sagði einn sem stundar sama veðbanka og Terry. - vig John Terry hefur ekki náð sér af spilafíkninni: Terry og Eiður Smári sáust í veðbanka SIGURSÆLIR FÉLAGAR Þeir sem til þekkja segja að John Terry njóti jafn mikillar velgengni hjá veðmangaranum eins og hann gerir hjá Chelsea. TERRY EYÐIR 5.000 PUNDUM Á VIKU Forsíðan á The Sun í gær. AKSTURSÍÞRÓTTIR Í dag fer fram í annað sinn hin stórskemmtilega aksturskeppni “Race of champ- ions” eða keppni meistaranna. Í þessari keppni mætast ökuþórar úr hinum ýmsu akstursgreinum. Allir keppa þeir á eins bílum svo að hægt sé að komast að því hver þeirra sé besti ökumaðurinn. Michael Schumacher var meðal þátttakenda í fyrra en í ár taka meðal annars þátt David Coulthard, úr Formúlu 1, rallíkap- pinn Sebastian Loeb og Jeff Gor- don sem er margfaldur meistari í Nascar. Keppt er innanhúss með útsláttarfyrirkomulagi sem gerir keppnina enn skemmtilegri en ella fyrir áhorfendur. Keppnin hefst klukkan 15 og er í beinni á Sýn. ■ Áhugaverð aksturskeppni: Hver er besti ökumaðurinn? DAVID COULTHARD Keppir á mótinu í París í dag. DHL-deild karla: VALUR-ÞÓR AK. 37-32 (19-15) Mörk Vals: Elvar Frðriksson 7, Mohamadi Loutoufi 7, Baldvin Þorsteinsson 7/1, Hjalti Pálmason 5, Atli Rúnar Steinþórsson 5, Kristján Karlsson 3, Ingvar Árnason 1, Ægir Hrafn Jónsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 22. Mörk Þórs: Aigars Lazdins 9/3, Sindri Haraldsson 8, Arnór Þór Gunnarsson 4, Rúnar Sigtryggsson 4, Sindri Viðarsson 4, Bjarni Gunnar Bjarnason 1. Varin skot: Shota Tezadse 15. FYLKIR-ÍR 28-27 FH-VÍKINGUR/FJÖLNIR 39-30 ÚRSLIT GÆRDAGSINS HANDBOLTI Það sýndi sig enn eina ferðina í gær að það er glórulaust að leika handboltaleiki á föstu- dagskvöldum því það voru undir 50 manns í stúkunni þegar flautað var til leiks. Áhorfendum fór ekkert sérstaklega fjölgandi eftir því sem leið á leikinn. Leikmenn virkuðu hálfdaufir í rólegheitunum í Höllinni og tóku létt hvorir á öðrum. Liðin héldust í hendur framan af en Valsmenn byggðu upp forskot síðari hluta hálfleiksins þökk sé Pálmari Péturssyni sem varði líkt og óður væri. Í kjölfarið fengu Valsmenn hraðaupphlaup sem þeir nýttu vel en þeir skoruðu úr níu slíkum í fyrri hálfleik og Valur leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 19-15. Valsmenn hófu síðari hálfleikinn með miklum látum og voru líklegir til að ganga frá Þórsurum en þeir hreinlega keyrðu yfir þá og fjögur af fyrstu fimm mörkum þeirra komu úr hraðaupphlaupum. Heimamenn gerðust síðan værukærir og í kjölfarið hvarf markvarslan. Það nýttu gestirnir sér og minnkuðu jafnt og þétt for- skot heimamanna. Þegar aðeins munaði einu marki á liðunum, 29-28, tók Óskar Bjarni þjálfari Vals leikhlé enda allur vindur úr hans mönnum og mikil sigling á gestunum. Einbeiting Valsmanna kom aftur eftir leikhléið og fljótlega fór að skilja í sundur með liðunum á ný. Þórsarar tóku smá dauðakipp en það var of lítið og of seint. Valur fagnaði því mikilvægum sigri og er enn á toppi deildarinnar. henry@frettabladid.is Valur sigraði Þór án mikilla átaka Valsmenn eru enn á toppi DHL-deildar karla eftir þægilegan sigur á Þór í Laugardalshöll í gærkvöld, 37-32. Þeir höfðu lítið fyrir sigrinum. FLUGFERÐ Þessi tilþrif Þórsarans Sindra Viðarssonar dugðu hans mönnum ekki í Laugardalshöllinni í gær. Sindri átti ágætan leik og skoraði fjögur mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.