Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 2
2 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR
Yfirgripsmesta
verk sem út
hefur komið
um íslenska
málnotkun.
�������������������������������������
��������������������������������������������
ORÐABÓK FRAMTÍÐARINNAR
Bókin er yfir 1600 bls. í stóru broti.
����������
������������
����������
������������������
VINNUMARKAÐUR Rúmlega 360
starfsmenn af þeim tæplega 2.000
starfsmönnum hjá íslensku fyrir-
tækjunum í Eystrasaltsríkjunum
eru í stéttarfélögum. Langflestir
þeirra starfa hjá matvælafyrir-
tækjum, 346 talsins. Nánast óþekkt
er að starfsmenn hjá lyfjafyrir-
tækjum, textílfyrirtækjum eða í
byggingageiranum séu í stéttar-
félögum.
Íslensku fyrirtækin eru tólf og
þau hafa fyrst og fremst starfsemi
í Litháen. Fyrirtækin eru timbur-
fyrirtækin Natural, Byko Lat
og CED, textílfélögin 66 gráður
norður og Hampiðjan, svo er
Polyhudun, matvælafyrirtækin
Baltic Seafood, EuroFood, Gutta,
Leima, Staburadze og lyfjafyrir-
tækið Ilsanta. Langstærsti vinnu-
veitandinn er Norvik, sem á bæði
Byko Lat og CED. Þessi fyrirtæki
hafa samtals ríflega fjórðung
allra starfsmannanna, rúmlega
500. Starfsmenn þeirra eru ekki í
stéttarfélögum.
Fyrirtækið Leima, sem er mat-
vælafyrirtæki í eigu Nordic Group,
er mjög stórt, með 407 manns í
vinnu. Rúmur helmingur starfs-
manna þess er í stéttarfélögum.
279 starfa hjá matvælafyrirtækinu
Leima, en helmingur starfsmanna
þess er í stéttarfélögum.
„Við ætlum að aðstoða verka-
lýðsfélögin við að koma á kjara-
samningum við fyrirtækin en
megnið af starfsfólkinu er ekki í
verkalýðsfélagi og minnihluti fyrir-
tækjanna hefur gert kjarasamning
við sitt fólk. Þetta er hugsað sem
langtímaverkefni og við ætlum að
nálgast það á jákvæðum forsend-
um, fara fram á það við íslensku
fyrirtækin að þau geri samning
við sitt starfsfólk og taki þátt í að
byggja þetta upp,“ segir Þorbjörn
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Samiðnar.
Samiðn, Rafiðnaðarsambandið
og Starfsgreinasambandið standa
að þessu verki. Félögin ætla að
óska eftir viðræðum við íslensku
fyrirtækin eftir áramót, kynna
þeim átakið og óska eftir samstarfi.
Síðan verður komið upp tenglum
við verkalýðsfélög í baltnesku
löndunum. Um langtímaverkefni
er að ræða. ghs@frettabladid.is
GUÐMUNDUR GUNNARSSON Rafiðnað-
arsambandið tekur þátt í samstarfinu við
Samiðn og Starfsgreinasambandið. Guð-
mundur Gunnarsson er formaður þess.
SKÚLI THORODDSEN Starfsgreinasamband-
ið hefur starfsfólk í matvælafyrirtækjum
innan sinna vébanda. Skúli Thoroddsen er
framkvæmdastjóri þess.
Gera ekki samninga
í Eystrasaltsríkjum
Rúmlega tíu prósent af starfsfólki íslenskra fyrirtækja í Eystrasaltslöndunum eru
í stéttarfélögum og þá helst starfsmenn matvælafyrirtækja. Kjarasamningar eru
fátíðir. Forystumenn þriggja landssambanda hittast í dag til að ákveða aðgerðir.
ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON Fram-
kvæmdastjóri Samiðnar segir að starfsfólk
í Eystrasaltslöndunum verði aðstoðað
við að ná kjarasamningum við íslenska
vinnuveitendur.
Tvítug stúlka úr Reykjavík:
Stal fyrir tæpa
hálfa milljón
SLYSFARIR Maðurinn sem lést í
eldsvoða í íbúð að Aðalstræti 25
á Ísafirði síðdegis á mánudag hét
Magni Viðar Torfason. Hann var
53 ára gamall og lætur eftir sig
sambýliskonu og tvö börn, ellefu
og þrettán ára.
Eldsupptök eru enn ókunn.
Lögreglan á Ísafirði hefur
fengið aðstoð frá tæknideild
lögreglunnar í Reykjavík við vett-
vangsrannsókn, en að henni stend-
ur einn rannsóknarlögreglumaður
frá Ísafirði og tveir úr Reykjavík.
Magni Viðar átti heima í
íbúðinni, en reykkafarar komu að
honum látnum þar inni. Lögregl-
an á Ísafirði segist munu senda
frá sér fréttatilkynningu þegar
málsatvik skýrist frekar. - óká
Íbúðarhús brann á Ísafirði:
Lést í eldsvoða
VATNSMÝRIN „Ef flugvöllurinn fer
og þá allur aðflugsbúnaður með er
væntanlega ekkert annað að gera
en að fljúga aðflugið til Keflavík-
ur og skríða svo til Reykjavíkur
í sjónflugi,“ segir Jón K. Björns-
son, flugrekstrarstjóri hjá Þyrl-
uþjónustunni í Reykjavík. Þessi
ráðstöfun gæti lengt flugtíma með
sjúkling talsvert þar sem sjónflug
milli Keflavíkur og Reykjavíkur í
slæmum skilyrðum gengur ekki
hratt fyrir sig.
Ein lausn á þessum vanda er að
setja upp sérstakan aðflugsbúnað
í Reykjavík sem eingöngu sinnti
þyrlum Landhelgisgæslunnar.
„Þetta er ákaflega kostnaðarsam-
ur búnaður, bæði í kaupum og
rekstri, sérstaklega þegar verið
er að tala um græjur sem sinna
Landhelgisgæslunni einvörð-
ungu,“ bætir Jón við.
Arngrímur Jóhannsson, flug-
stjóri og einn eigenda Avion Group,
hefur upp á síðkastið ferðast um
Norður- og Austurland og kynnt
fyrir fólki þær spurningar sem
hann telur að þurfi að leita svara
við áður en lagt er á ráðin um
flutning vallarins. Aðkoma þyrlu
í blindflugi er eitt þeirra atriða
sem Arngrímur telur að brýnt sé
að fólk kynni sér, sérstaklega ef
til þess kemur að kosið verði um
framtíð flugvallarins. - saj
REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Áhyggjur af
aðflugi fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar
hafa komið upp í umræðum um framtíð
Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni.
Aðflug fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar skerðist ef Reykjavíkurflugvöllur flyst:
Þarf að skríða til Reykjavíkur
SPURNING DAGSINS
Ágúst, er ekki hægt að stóla á
dómarana?
„Það er nú yfirleitt hægt að stóla á þá
en þeir eru samt jafn misjafnir og þeir
eru margir.“
Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hauka
í körfuknattleik, þrumaði stól sínum inn á
leikvöllinn í hita leiksins um helgina þegar
honum var vísað úr húsi. Haukastúlkur unnu
sigur.
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
STARFSMANNALEIGUR Aðalsteinn
Á. Baldursson, formaður Verka-
lýðsfélags Húsavíkur, segir að
brotið hafi verið á réttindum átta
erlendra starfsmanna Norðlenska
á Húsavík og þeir fengið töluvert
lægri laun en þeim hafði verið
lofað. „Mennirnir komu til Húsa-
víkur fyrir milligöngu breskrar
starfsmannaleigu og unnu við
haustslátrun hjá Norðlenska en
eru nú farnir af landi brott. Norð-
lenska hefur sýnt málinu skiln-
ing og er fyrirtækið nú að þrýsta
á um að við fáum öll nauðsynleg
gögn frá starfsmannaleigunni en
við munum fylgja þessu máli eftir
og sjá til þess að mennirnir fái sín
laun,“ segir Aðalsteinn.
Verkalýðsfélag Húsavíkur,
og önnur stéttarfélög í Þingeyj-
arsýslum, hafa varað atvinnu-
rekendur fyrir norðan við að
ráða starfsmenn í gegnum
starfsmannaleigur nema tryggt
sé að kjarasamningar og lög á
Íslandi séu virt. „Stéttarfélögin
munu taka fast á svona málum
sem miða að því að brjóta niður
kjarasamningsbundin réttindi en
starfsmannaleigur eru almennt á
landsvísu að þverbrjóta íslenska
kjarasamninga og aðbúnað um
hollustuhætti,“ segir Aðalsteinn.
- kk
Brotið á erlendum starfsmönnum Norðlenska á Húsavík:
Fengu lægri laun en lofað var
JERÚSALEM, AP Ísraelsk yfirvöld
hófu í gær refsiaðgerðir gegn Pal-
estínumönnum fyrir sjálfsmorð-
sárás samtakanna Heilagt stríð í
bænum Netanya í fyrradag sem
kostaði fimm mannslíf.
Vesturbakkanum og Gaza-
svæðið voru lokuð af og fimmt-
án herskáir Palestínumenn voru
teknir höndum. Ísraelskir emb-
ættismenn segja líklegt að á
næstunni verði liðsmenn Heilags
stríðs ráðnir af dögum þar sem til
þeirra næst. Ísraelska lögreglan
sætir gagnrýni fyrir að hafa ekki
komið í veg fyrir árásina á mánu-
daginn en lögreglumenn voru á
staðnum en hikuðu við að skjóta
árásarmanninn. ■
Hefndaraðgerðir hafnar:
Vesturbakka
og Gaza lokað
HARMUR Ættingjar árásarmannsins Lofti
Abu Saada voru að vonum harmi slegnir
þegar þeir fréttu hvað hann hefði gert.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
AÐALSTEINN Á. BALDURSSON Verkalýðsfélag Húsavíkur ætlar að sjá til þess að átta erlendir
starfsmenn Norðlenska fái umsamin laun þó þeir séu farnir af landi brott.
DANMÖRK Tæplega fertug kona í
Óðinsvéum hefur verið handtekin
fyrir tilraun til manndráps en hún
stakk 16 ára son sinn með hníf í
brjóstið.
Konan hefur ítrekað reynt að myrða
son sinn, meðal annars hefur hún
sett svefnlyf í bananatertu og pott-
rétt. Ætlan hennar var að kæfa
soninn með kodda þegar hann væri
sofnaður. Syninum fannst bragðið
skrítið og mistókust því tilraun-
irnar. Konan er vistuð á réttargeð-
deild. ■
Reyndi að myrða son sinn:
Setti svefnlyf
í bananatertu
Enn á gjörgæslu Annar drengjanna
tveggja sem brenndust illa þegar þeir
voru fikta við eldfiman vökva í Grafar-
vogi fyrir um tveimur vikum liggur enn
á gjörgæsludeild Landspítalans. Ástand
drengsins er stöðugt en ekki liggur fyrir
að svo stöddu hvenær hann verður
fluttur á almenna deild.
LÖGREGLA
DÓMSMÁL Tvítugri stúlku var ekki
veitt sérstök refsing fyrir innbrot
sem hún framdi í Garðabæ í sumar,
en kveðinn var upp yfir henni
dómur í Héraðsdómi Reykjaness í
byrjun vikunnar.
Stúlkan játaði en brotið þótti
ekki þess eðlis að leitt hefði til
þyngingar á þremur öðrum dómum
sem kveðnir voru upp yfir henni í
millitíðinni fyrir fleiri þjófnaði.
Um miðjan október var hún síðast
dæmd í þriggja mánaða fangelsi.
Í Garðabænum spennti stúlkan
upp svalahurð og stal úr íbúð Play-
station-leikjatölvu, geisladiskum,
úri, skartgripum og seðlaveski.
Saman voru þessir hlutir metnir á
tæpa hálfa milljón króna. - óká