Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 10
10 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR BANDARÍKIN Bandaríski álrisinn Alcoa, sem byggir álverksmiðju á Reyðarfirði, er í fimmta sæti á nýjum lista tímaritsins Business Week yfir þau fyrirtæki sem þykja hafa staðið sig best þegar kemur að því að draga úr útblæstri loftteg- unda sem meirihluti vísindamanna telur sannað að hafi mikil áhrif á hlýnun jarðar. Viðurkenninguna fær Alcoa fyrir að minnka útblástur PFC-gass frá álbræðslum sínum um áttatíu prósent en í efsta sæti listans er iðnaðarframleiðandinn DuPont, sem notar í dag sjö prósentum minni orku til framleiðslu sinnar en árið 1990. Hin þrjú fyrirtækin á topp fimm eru evrópsk; Olíurisinn breski BP, hið þýska Bayer og BT í Bretlandi. Bæði Alcan, sem á og rekur álverið í Straumsvík, og Alcoa eru einnig ofarlega á lista Business Week yfir þau fyrirtæki sem leggja hvað mesta áherslu á umhverfismál og taka alvarlega á þeim innan síns fyrirtækis. - aöe F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 PAKKINN 250.000 kr. aukahlutapakki N†R PATROL Á GJAFVER‹I OG fiRJÚHUNDRU‹ OG FIMMTÍU fiÚSUND KRÓNA JÓLAGJÖF Í KAUPBÆTI. A‹EINS 20 BÍLAR Á fiESSU TILBO‹I! PATROL JÓLA–NISSAN 350.000 KALL Í JÓLAGJÖF! A‹EINS 20 BÍLARÁ fiESSU TILBO‹I! KAUPAUKI100.000 kr.GJAFABRÉF HJÁ STÓRI Innifali›: 33" dekk, krókur og toppbogar. Tegund Ver› Patrol Luxury beinskiptur 4.090.000.- Patrol Luxury sjálfskiptur 4.190.000.- Patrol Elegance beinskiptur 4.390.000.- Patrol Elegance sjálfskiptur 4.490.000.- RÚSSLAND AFTARLEGA Á BÁTI Mengun á borð við þá sem er í St. Pétursborg í Rússlandi er algeng en sífellt fleiri fyrirtæki hafa tekið umhverfismál alvarlegum tökum og hafa minnkað mengun og eða nýta endurnýjanlega orku eins og hægt er. AFP.NORDICPHOTOS/AFP SVÍÞJÓÐ Þrýstingur á Göran Persson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, um að segja af sér fer vaxandi eftir að yfirvöld voru gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við flóðbylgjunni í Indlandshafi í fyrra. Sænskir fjölmiðlar vitnuðu í gær í ævisögu hans frá árinu 1997 þar sem hann ræðir um það hvers vegna stjórnmálamenn eigi að segja af sér eða ekki. „Við erum mörg, bæði stjórn- endur og stjórnmálamenn, sem höfum fengið á baukinn og samt setið áfram. Það væri betra ef fólk tæki hatt sinn og staf og segði af sér. Oft tekur þá við betra líf,“ segir hann í bókinni. Persson hefur lýst því yfir að hann segi ekki af sér í fram- haldi af gagnrýni undanfarinna daga. ■ Forsætisráðherra Svíþjóðar: Ósamkvæmur sjálfum sér KJARAMÁL Aðeins einn félagi í Blaðamannafélagi Íslands greiddi atkvæði með nýjum kjarasamningi félagsins við 365 ljósvakamiðla. Alls tóku fjórir þátt í atkvæða- greiðslunni og skiluðu hinir þrír auðu. Það var þó ekki þetta eina atkvæði sem réði því að samning- arnir voru samþykktir því tuttugu prósenta kjörsókn þarf svo að greidd atkvæði ráði niðurstöðum. Þar sem kjörsókn var nokkuð fjarri þeim mörkum skoðast samningur- inn samþykktur. Ræður því reglan: Þögn er sama og samþykki. Heldur fleiri greiddu atkvæði um samning Blaðamannafélagsins við 365 prentmiðla og Árvakur þó kjörsókn væri aðeins rétt yfir lög- legum mörkum. 204 voru á kjör- skrá og greiddu 57 atkvæði eða 28 prósent. 42 (73,5%) sögðu já en 14 (24,5%) sögðu nei. Einn seðill var auður. Arna Schram, formaður Blaða- mannafélagsins, segist gjarna viljað að fleiri hefðu tekið þátt í atkvæðagreiðslunni en lítur svo á að félagsmönnum hafi almennt hugnast samningurinn. „Ég geri ráð fyrir að félagsmenn hafi kynnt sér samningana fyrir fram og hlýt að líta svo á að þögn sé sama og samþykki.“ - bþs Kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands: Aðeins einn sagði já ARNA SCHRAM Formaður Blaðamanna- félags Íslands. Tímaritið Business Week verðlaunar fyrirtæki sem huga að umhverfismálum: Álfyrirtækið Alcoa dregur úr útblæstri JÓLALJÓS Í VARSJÁ Vegfarandi tekur mynd af 72 metra háu jólatré í miðborg Varsjár í gær. Tréð er smíðað úr málmrörum og skreytt með um tveimur milljónum ljósa- pera. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND, AP David Cameron var í gær kjörinn leiðtogi breska Íhalds- flokksins. Við kjör hans binda flokksmenn vonir um að eiga betri möguleika á sigri í næstu þingkosn- ingum, eftir að hafa tapað þrisvar í röð fyrir Verkamannaflokkinum með Tony Blair í broddi fylkingar. Cameron er 39 ára að aldri og þar með einn yngsti flokksleiðtog- inn í sögu Íhaldsflokksins en hann er sá fimmti sem fer fyrir flokkn- um í átta ár. Hann er einkaskóla- genginn sonur verðbréfamiðlara. Cameron var kokhraustur í fyrstu yfirlýsingum sínum í hinu nýja hlutverki; hann lýsti ríkisstjórn Verkamannaflokksins sem „mönn- um gærdagsins“ og hét því að koma henni frá. „Við höfum á brattann að sækja,“ sagði hann þó, með eigin- konuna Samönthu sér við hlið, en hún gengur með þriðja barn þeirra hjóna. „En ef við stöndum saman, ef við höfum skýra sýn á það hverju þarf að breyta ... getum við verið uppbyggileg stjórnarand- staða og við getum verið sú góða ríkisstjórn sem þetta land sárlega vantar,“ sagði hann. Keppinautur hans um leiðtoga- sætið, David Davis, fékk innan við þriðjung atkvæða í póstkosning- unni sem fram fór meðal 250.000 almennra félagsmanna í flokkn- um. Hann tók ósigrinum með ró og lýsti Cameron tilvonandi forsætis- ráðherra. Verkefnið sem bíður Camer- ons er að reyna að endurheimta fyrri sess Íhaldsflokksins, sem hélt um stjórnartaumana í Bret- landi megnið af 20. öldinni. Marg- ir álíta flokkinn hafa staðnað og ekki fylgt þeim breytingum sem orðið hafa á bresku þjóðfélagi. Stjórnmálaskýrendur telja nokkra áhættu í því fólgna fyrir flokkinn að velja Cameron til forystu í von um að hann sé fær um að breikka fylgi flokksins. Forréttindauppeldi hans í vel þénandi menntamanna- fjölskyldu og menntun í Eton og Oxford þykja síður til þess fallin að höfða til alþýðunnar. Eiginkona hans er af aðalsættum. Sem stjórn- málamaður hefur hann hins vegar sýnt að hann kann lagið á að tala til fólks og pólitískar áherslur hans þykja miðjusæknar. „Við verðum að breytast til að fólk geti treyst okkur,“ sagði hann um eigin flokk. Til dæmis væri það forgangsmál að fjölga konum í honum. audunn@frettabladid.is Cameron blæs til sóknar Hinn 39 ára gamli David Cameron var í gær kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Hann blés strax til sóknar gegn Verkamannaflokknum. SIGURGLEÐI David Cameron fagnar úrslitunum í leiðtogakjörinu í gær ásamt eiginkonu sinni Samönthu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.