Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.12.2005, Blaðsíða 24
 7. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.157 -0,12% Fjöldi viðskipta: 225 Velta: 1.294 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 46,20 +0,40% ... Bakkavör 50,50 +1,00% ... FL Group 16,40 +0,00% ... Flaga 4,95 -1,20% ... HB Grandi 9,55 +0,50%... Íslandsbanki 16,70 -0,60% ... Jarðboranir 24,10 +0,00% ... KB banki 662,00 +0,00% ... Kögun 60,00 +0,30% ... Landsbankinn 23,80 -0,80% ... Marel 65,20 +0,00% ... SÍF 4,18 +0,70% ... Straumur-Burðarás 15,50 +0,00% ... Össur 111,50 -1,30% MESTA HÆKKUN Bakkavör +1,00% SÍF +0,72% HB Grandi +0,53% MESTA LÆKKUN Össur -1,33% Flaga -1,20% Mosaic Fashions -1,16% Evrópskar kauphallir náðu í gær hæstu gildum í meira en þrjú og hálft ár en einnig hækkuðu hluta- bréf í Bandaríkjunum. Olíuverð hefur haldist undir sextíu dölum á fatið, sem sem hefur jákvæð áhrif á hlutabréfa- markaði, en einnig voru birtar tölur um 4,7 prósenta framleiðni- aukningu í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, sem er mesta hækkun í tvö ár. Hlutabréf í Ericsson hækkuðu um fjögur prósent vegna risa- samnings við Hutchison’s - þriðju kynslóðar fjarskiptafyrirtækis- ins. Bankar og smásalar eins og Next og Royal Bank of Scotland hækkuðu á breska markaðnum. Kuldakast í Bretlandi hefur örvað smásölu til muna og hækka kaup- menn því útsöluverð. - eþa Hækkanir á mörkuðum Kögun hf. hefur skrifað undir samning um kaup á bandarísku hugbúnaðarfyrirtæki. Ekki hefur verið greint frá nafni fyrirtækisins. Það verður ekki gert fyrr en áreiðanleika- könnun hefur verið framkvæmd af hálfu endurskoðenda og lög- fræðinga Kögunar. Gert er ráð fyrir að endanlega verði gengið frá samningnum í lok desember. Fyrirtækið, sem er í einkaeign, hefur verið starfrækt frá árinu 1979 og hjá því starfa um þrjátíu manns. Það er sérhæft í sölu og innleiðingu viðskiptahugbúnaðar Microsoft og er á miklu vaxtar- svæði í Bandaríkjunum. Kaupverð á fyrirtækinu er trúnaðarmál en að sögn Gunnlaugs M. Sigmunds- sonar, forstjóra Kögunar, er fyrir- tækið í góðum rekstri og ýmis nöfn meðal viðskiptavina þess sem allir Íslendingar þekkja. Gunnlaugur segir þetta aðeins fyrstu fjárfestingu af mörgum í Bandaríkjunum og fyrirtækið stefni á mikinn vöxt þar. „Við erum að kaupa okkur móðurskip til að byrja á. Fleiri kaup munu fylgja í kjölfarið á og innan tveggja ára verðum við komin með almenni- lega veltu í Bandaríkjunum.“ Kögun stefnir hátt á sviði við- skiptalausna og hefur það að mark- miði að verða meðal þeirra fimm stærstu í Bandaríkjunum á því sviði. Hann bendir á að Kögun sé ekki ókunnug Bandaríkjamarkaði enda hafi fyrirtækið verið stofn- að í Los Angeles og fyrstu árum í rekstri þess eytt þar. Það renni því ekki blint í sjóinn með markmið sín. Það sé hins vegar ekki ætlunin að fara í útrás með þeim hætti að setja sjálft upp útibú í Bandaríkj- unum. Frekar verði fjárfest í vel reknum bandarískum fyrirtækj- um í sóknarhug og þau sameinuð með tímanum. - hhs Kögun kaupir hugbúnaðar- fyrirtæki í Bandaríkjunum GUNNLAUGUR M. SIGMUNDSSON, FORSTJÓRI KÖGUNAR, SEGIR KÖGUN STEFNA HÁTT Meðal viðskiptavina nýja fyrirtækisins eru nöfn sem allir Íslendingar þekkja. MARKAÐSPUNKTAR Seðlabanki Kanada hækkaði stýrivexti úr 3% í 3,25%. Segir bankinn að jafnvel þurfi að hækka vexti enn frekar til þess að draga úr verðbólgu. Búist er við að Seðlabanki Bandaríkjanna geri slíkt hið sama á næstunni. Á þriðja ársfjórðungi 2005 námu tekjur af erlendum ferðamönnum alls 18,8 milljörðum króna og hafa þær aldrei verið jafn miklar. Þar af voru 12,7 millj- arðar króna neysla þeirra hérlendis og fargjaldatekjur námu 6,1 milljarði króna. Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,28 prósent í gær og veiktist krónan sem því nemur. krónan hefur lækkað töluvert að undanförnu og stendur vísitala krónunnar nú í 107,20 stigum. Spádómsgáfa Greenspan Greiningardeild KB banka rifjar upp að 5. desember voru níu ár frá því að Alan Greenspan, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, lét þau orð falla að hlutabréfa- markaðurinn stjórnaðist af óskynsamlegri bjartsýni. Síðustu hundrað ár hefur nafnvöxtun hlutabréfa verið 10,1 prósent á ári, en frá því að orð Greenspan féllu hefur Nasdaq vísitalan hækkað um 6,3 prósent á ári, Dow Jones um 5,95 prósent og S&P um 6,23 prósent. Hærri ávöxtunarkrafa er gerð til hlutabréfa en skuldabréfa, en þegar Greenspan lét orð sín falla var ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa 6,23 prósent. Greining KB banka segir að ekki verði annað séð en að orð Greenspan hafi staðist tímans tönn. Það verður eftirsjá af þessum spámannlega vaxna öldungi þegar hann stígur úr stóln- um sínum um næstu áramót. Ford lúffar fyrir afturhaldi Bílaframleiðandinn Ford hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir ákvörðun um að hætta að auglýsa í tímrit- um homma og lesbía. Ford lét undan þrýstingi afturhaldssamra samtaka um fjölskyldugildi og vísar til þess að fyrirtækið ráði því sjálft hvar það auglýsi. Samtök homma og lesbía hafa mótmælt harðlega og meðal þeirra sem hafa krafið fyrirtækið svara eru samkynhneigðir starfs- menn fyrirtækisins. Stjórnendur félgasins fullyrða að þrátt fyrir þessa ákvörðun sé engrar stefnubreytingar að vænta í starfsmannastefnu fyrirtækisins í sömu átt. Eina bílamerkið sem er undan- skilið varðandi auglýsingar í tímaritum homma og lesbía er Volvo. Ekki kemur fram hvers vegna það er undanskilið, en Volvobílar höfða til þeirra sem setja öryggið á oddinn. Peningaskápurinn Framleiðni í Bandaríkjunum jókst meira en væntingar stóðu til um á þriðja ársfjórðungi þessa árs, um 4,7 prósent. Þetta er mesti fram- leiðnivöxtur þar vestra í tvö ár. Athygli vekur að þessi mikli fram- leiðnivöxtur verður þrátt fyrir að að þúsundir starfa hafi tapast eftir að fellibylirnir Ríta og Katrín riðu yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Bandaríska viðskiptaráðuneytið hefur hækkað hagvaxtarspá sína og er nú gert ráð fyrir 4,3 prósenta hagvexti á árinu. Fyrri spá hljóðaði upp á 3,8 prósenta hagvöxt. Þessi kröftugi framleiðnivöxtur hefur þó ekki leitt til aukins launakostn- aðar en tólf mánaða launakostnað- ur lækkaði um eitt prósent á þriðja ársfjórðungi. ■ Framleiðniaukning í Bandaríkjunum „Aðgangur að lánsfé og kjör er snerta húsnæðiskaup eða bygg- inga hafa ekki áður verið betri hér á landi. En hinu er ekki að leyna að stór hluti bankakerfisins er senni- lega að greiða niður húsnæðis- lán sín um þessar mundir,“ sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs á mánudag- inn. Davíð sagði að þetta kynni auð- vitað að vera meðvituð áhætta og lánveitendur gætu hagnast vel þegar vextir hér yrðu líkir því sem annars staðar gerðist. - bg Stór hluti greiðir niður íbúðalánin DAVÍÐ ODDSSON SEÐLABANKASTJÓRI Í lok september námu erlendar skuldir hagkerfisins 2.334 millj- örðum króna, sem er fjögurra prósenta aukning milli mánaða, samkvæmt nýjum tölum frá Seðla- bankanum. Hálf fimm fréttir KB banka greina frá þessu. Það sem af er ári hafa erlendar skuldir þjóðar- búsins aukist um fjörutíu prósent en frá árinu 2003 hafa þær aukist um 98 prósent. Það má að miklu leyti rekja til mikillar aukningar erlendra skulda hjá innlánsstofn- unum. Þær hafa aukist um rúm fimmtíu prósent frá áramótum og um 157 prósent frá lok ársins 2003. Stærsti hluti þess er skuldabréfa- útgáfa innlendu bankanna erlendis sem hefur tæplega tvöfaldast frá áramótum og nemur nú tæpum 1.500 milljörðum króna. Erlendar skuldir hins opinbera hafa hins vegar dregist saman um sextán prósent. Erlendar skuldir þjóð- arbúsins nema nú um 235,3 pró- sentum af vergri landsframleiðslu samanborið við tæp 200 prósent við lok ársins 2004. Umtalsvert flæði erlends gjaldeyris inn í hagkerfið hefur hjálpað til við að halda gengi krónunnar sterku og greiða fyrir methalla á viðskiptum við útlönd. Hrein staða við útlönd, erlend- ar eignir að frádregnum erlend- um skuldum, er hins vegar nei- kvæð upp á 858 milljarða króna en hallinn hefur aukist um tæp 25 prósent milli ára og er nú um 89 prósent af vergri landsfram- leiðslu. ■ Erlendar skuldir aukast milli mánaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.